Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
660. fundur 09. október 2025 kl. 13:30 - 16:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
    Aðalmaður: Jóhann Bæring Gunnarsson
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156

Íris Stefánsdóttir og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir, ráðgjafar EFLU mæta til fundar um fjarfundarbúnað til að kynna uppfærða vinnslutillögu deiliskipulags með samgöngumati vegna fyrirhugaðs Eyrarkláfs, unnið af EFLU dags. 16. september 2025.
Einnig fylgir uppdráttur dags. 8. september 2025 og minnisblað EFLU, dags. 3. september 2025 og þar sem teknir eru saman punktar sem bókaðir voru á 657. fundi nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd ítrekar áhyggjur sínar af þeirri auknu bílaumferð sem fyrirhuguð uppbygging Eyrarkláfar kann að leiða af sér í þröngum götum í eldra hverfi með fáum bílastæðum. Umræddar götur eru með eldra byggðarmynstur sem þolir illa mikla umferð.

Nefndin leggur áherslu á að tryggja öryggi íbúa, gangandi og hjólandi vegfarenda. Nefndin hvetur Eyrarkláf ehf. til að endurmeta umferðarfyrirkomulag á svæðinu og kanna hvort aðrar lausnir en aukin bílaumferð geti tryggt nauðsynlega aðkomu og tengingar að kláfnum. Nefndir leggur til að horft verði til strætóleiðar og farþegar verði settir út á stoppistöð neðan Bæjarbrekku, gönguleið að kláfnum væri þá um 250 m.
Íris Stefánsdóttir og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir hjá Eflu yfirgáfu fjarfund kl. 13:48.
Anton Helgi Guðjónsson yfirgaf fund kl. 14:40.

Gestir

  • Íris Stefánsdóttir hjá Eflu - mæting: 13:30
  • Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir hjá Eflu - mæting: 13:30
Bryndís Ósk Jónsdóttir og Edda M. Hagalín mæta til fundar kl. 14:40.
Anton Helgi Guðjónsson mætir aftur til fundar kl. 15:25.

2.Framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 - 2025050028

Lagðar fram tillögur frá menningarmálanefnd, hafnarsjóði og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd auk tillögu stjórnenda að framkvæmdaráætlun 2026-2036 til fyrri umræðu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar framkvæmdaáætlun 2026-2035 til samþykktar í bæjarstjórn.
Bryndís Ósk Jónsdóttir og Edda M. Hagalín yfirgefa fund kl. 15:49.

Gestir

  • Bryndís Ósk Jónsdóttir - mæting: 14:40
  • Edda M. Hagalín - mæting: 14:40
Kristján Kristjánsson yfirgefur fund kl. 15:50.

3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2025-2050 - 2025060065

Lagt fram minnisblað frá Erlu Margréti Gunnarsdóttur, skipulagsfulltrúa, dags. 7. október 2025, varðandi aðalskipulagsvinnu, ásamt fundargerð 3. fundar verkefnisstjórnar ASK Ísafjarðarbæjar frá 24. september 2025. Jafnframt lögð fram eftirfarandi fylgigögn:

1. Greinargerð kafli 1-5
2. Áherslur og leiðarljós við upphaf skipulagsvinnu (Fylgiskjal A)
3. Hverfisvernduð svæði skv. gildandi skipulagi (Fylgiskjal B)

Jafnframt eru lögð fram vinnslutillaga Svæðisskipulags Vestfjarða 2025- 2050, dags. 6. júní 2025 vegna umræðu um friðlýsingar í aðalskipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir uppfærð leiðarljós og meginmarkmið.
Umræðu um 1. til 5. kafla greinargerðar aðalskipulags er frestar til næsta fundar.

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Á 659. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar fól nefndin skipulagsfulltrúa að móta umsögn um erindi frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 19. september 2025, þar sem Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 176/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar". Umsagnarfrestur er til og með 10. október 2025.

Nú er lögð fram umsögn frá skipulagsfulltrúa, dags. 8. október 2025 til umræðu innan nefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir umsögn skipulags- og umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

5.Umsókn um stöðuleyfi - 2025090142

Lögð er fram umsókn Halldórs Karls Valssonar um stöðuleyfi fyrir færanlegu gufubaði við fjöruborðið við Suðurtanga 4 á Ísafirði. Jafnframt eru lagðar fram ljósmyndir og greinargerð um gufubaðið.
Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulags- og mannvirkjanefndar á málinu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við byggingarfulltrúa að valin verði staðsetning skv. tillögu 1 þar sem tillaga 2 er á fyrirhugaðri byggingalóð. Byggingarfulltrúa er falið að vinna málið áfram.

6.Enduro-braut í Seljalandsdal - 2025090172

Lagður fram tölvupóstur frá Páli Janusi Þórðarsyni, svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Vestfjörðum, dags. 25. september 2025 þar sem áhugafólk og iðkendur akstursíþrótta hafa lýst yfir áhuga á því að skoða Seljalandsdal sem hugsanlegan stað fyrir svokallaða enduro-braut.
Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnar frumkvæðinu en vísar erindinu til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.

7.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands - 2025090133

Á 1341. fundi bæjarráðs, þann 29. september 2025, var lögð fram til kynningar ályktun Skógræktarfélags Íslands, samþykkt á aðalfundi félagsins þann 29. -31. ágúst 2025, þar sem Skógræktarfélag Íslands beinir því til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað. Skógræktarfélag Íslands óskar eftir því að ályktunin verði tekin til skoðunar.

Bæjarráð fagnaði framkominni ályktun og vísaði málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Lagt fram til kynningar.

8.Nýjar leiðbeiningar við byggingarreglugerð - 2025100026

Lagður fram tölvupóstur til kynningar dags. 30. september 2025, þar sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vekur athygli á frétt á vef stofnunarinnar þar sem kynntar eru leiðbeiningar við 6. og. 9. hluta byggingarreglugerðarinnar.
Frestur til að skila inn athugasemdum við efni leiðbeininganna er til og með 29. október 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til umsagnar byggingarfulltrúa.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lagður fram tölvupóstur til kynningar, frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. dags. 25. september 2025, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál (stefnumörkun), 105. mál.
Umsagnarfrestur er til og með 9. október 2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 87 - 2509029F

Lögð fram til kynningar fundargerð 87. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 30. september 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?