Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gullkistan 2025 - Hugmyndir úr hugmyndakassa - 2025090049
Kynnt minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 8. september 2025, með samantekt á þeim hugmyndum sem bárust í hugmyndakassa Ísafjarðarbæjar á Gullkistunni 2025.
Bæjarráð þakkar góðar hugmyndir frá Gullkistugestum og felur bæjarstjóra að koma þeim í viðeigandi ferli innan sviða Ísafjarðarbæjar.
2.Nöfn á stíga og gönguleiðir í Ísafjarðarbæ - 2024080010
Lagðar fram til tillögur að heitum á stígum og gönguleiðum í Ísafjarðarbæ, en unnið hefur verið að verkefninu með aðkomu hverfisráða og bæjarbúa síðast liðin misseri.
Umbætur, nýframkvæmdir, skiltagerð og aðrar merkingar eru ekki hluti af þessu verkefni, né fyrirætlanir um viðhald eða utanumhald að öðru leyti.
Umbætur, nýframkvæmdir, skiltagerð og aðrar merkingar eru ekki hluti af þessu verkefni, né fyrirætlanir um viðhald eða utanumhald að öðru leyti.
Bæjarráð vísar málinu til samþykktar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
3.Gleiðarhjalli, mótvægisaðgerðir - 2019080049
Lagður fram tölvupóstur frá Hannesi Árnasyni hjá Framkvæmdasýslunni, dags. 12. sept. sl., þar sem óskað er eftir athugasemdum á hönnun skilta vegna Gleiðarhjalla.
Bæjarráð fagnar því að klára eigi framkvæmdir við ofanflóðavarnir sem ljúka átti haustið 2016. Bæjarráð telur meginþemu skiltanna heppileg en að texta ætti að stytta um helming.
4.Náttúruhamfaratrygging - bótaábyrgð vegna uppbyggingar á hættulegum svæðum - 2025090065
Lagt fram til kynningar erindi Náttúruhamfaratrygginga Íslands, dags. 10. september 2025, um áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að séu sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ.
Bæjarráð vísar erindinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
5.Aðalfundur 2025 - Byggðasafn Vestfjarða - 2025090040
Lagt fram erindi Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns, dags. 5. september 2025 vegna boðs á aðalfund Byggðasafns Vestfjarða sem haldinn verður 22. september 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að mæta til fundarins og fara með atkvæði sveitarfélagsins.
6.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 - 2509005F
Lögð fram til kynningar fundargerð 658. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 11. september 2025.
Fundargerðin er í 20 liðum.
Fundargerðin er í 20 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða úr jörðinni Álfadal á Ingjaldssandi í samræmi við merkjalýsingu dagsett 25. ágúst 2025.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarmarkabreytingar og lóðarleigusamning, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 30. desember 2024.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Magnús Jónsson fái lóðina við Daltungu 2 á Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamninga fasteigna við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36, á Þingeyri.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning fasteignar við Sindragötu 5, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 3. september 2025.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning fasteignar við Sindragötu 7, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 3. september 2025.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Aðalstræti 25 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning við Aðalgötu 38 á Suðureyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 3. september 2025.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning við Hrannargötu 2 á Flateyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 658 Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar óverulegar breytingar að beiðni Minjastofnunar á útgáfu framkvæmdaleyfis sem samþykkt var á 556. fundi bæjarstjórnar 4. september 2025.
7.Velferðarnefnd - 492 - 2509004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 492. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 9. september 2025.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin er í 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Velferðarnefnd - 492 Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tekjuviðmið sérstaks húsnæðisstuðnings hækki um 75 %. Einnig leggur velferðarnefnd til að hámarksstuðningur hækki samhliða. Fullur bótaréttur geti að hámarki orðið kr 105.000,- á mánuði. Samanlagðar eignir umsækjenda og annarra heimilismanna nemi ekki hærri fjárhæð en kr. 7.477.666.-
8.Velferðarnefnd - 491 - 2507016F
Lögð fram til kynningar fundargerð 491. fundar velferðarnefndar, en fundur var haldinn 21. ágúst 2025.
Fundargerðin er í 13 liðum.
Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Velferðarnefnd - 491 Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með samninginn og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samningurinn verður samþykktur.
Fundi slitið - kl. 09:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?