Velferðarnefnd
Dagskrá
Edda María Hagalín fjármálastjóri sat fundinn undir umræðum um gjaldskrá.
1.Gjaldskrár 2026 - 2025050026
Gjaldskrá velferðarsviðs 2026.
Drög lögð fram til kynningar og starfsmönnum falið að gera breytingar á gjaldskrá samkvæmt umræðum á fundinum.
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl 14:35.
Gestir
- Edda María Hagalín - mæting: 14:00
2.Starfsendurhæfing Vestfjarða 2025 - 2025080089
Lagt fram bréf dagsett 30. júlí 2025 frá Hörpu Kristjánsdóttur, forstöðumanni SEV um mögulegt samstarf Starfendurhæfingar Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum að leggja fram drög að samningi um samstarf á milli velferðarsviðs og Starfsendurhæfingu Vestfjarða. Drögin verða lögð fram á næsta fundi velferðarnefndar og jafnframt mun Harpa Kristjánsdóttir verða boðuð á fund nefndar.
3.Starfsendurhæfing Vestfjarða - Ársfundur 2025 - 2025050185
Á 1328. fundi bæjarráðs, sem haldinn var 2. júní 2025, var lagt fram erindi Hörpu Lindar Kristjánsdóttir, f.h. Starfsendurhæfingar Vestfjarða vegna ársfundar Starfsendurhæfingar Vestfjarða. Jafnframt eru lögð fram ársskýrsla Starfsendurhæfingar Vestfjarða, ársreikningur 2024 og dagskrá ársfundar.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í velferðarnefnd.
Bæjarráð vísaði málinu til kynningar í velferðarnefnd.
Lagt fram til kynningar.
4.Vesturafl-Fjölsmiðja - Samningur - 2025070094
Lögð fram lokadrög að samningi við Vesturafl/Fjölsmiðju. Samningurinn felur í sér samstarf um þjónustu við einstaklinga í formi starfsþjálfunar og félagslegrar virkni.
Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með samninginn og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að samningurinn verður samþykktur.
Þórir Guðmundsson formaður vék af fundi undir umræðum um þennan lið.
5.Beiðni um rekstarstyrk til Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur. - 2025070091
Lagður fram tölvupóstur frá Erlu Björgu Sigurðardóttur, framkvæmdarstýru Þúfunnar áfangaheimilis, dagsettur þann 15. júlí 2025. Þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til Þúfunnar áfangaheimilis fyrir konur sem lokið hafa meðferð vegna vímuefnaröskunar.
Velferðarnefnd hafnar erindinu þar sem styrkbeiðnin rúmast ekki undir fjárheimilda ársins 2025.
6.Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga vegna barna með fjölþættan vanda - 2025060129
Lagt fram til kynningar erindi frá Þóri Haukssyni Reykdal, f.h. Mennta- og barnamálaráðuneytisins, dags. 23. júní 2025, þar sem kynnt er samkomulag milli ríkisins og sveitarfélaga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjölþættan vanda sem vistuð eru utan heimilis.
Jafnframt eru lögð fram Skýrsla sérfræðingateymis um málefni barna með fjölþættan vanda, Skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda, Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um börn með fjölþættan vanda og Kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk.
Jafnframt eru lögð fram Skýrsla sérfræðingateymis um málefni barna með fjölþættan vanda, Skýrsla stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda, Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um börn með fjölþættan vanda og Kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk.
Lagt fram til kynningar
7.Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga. - 2025070090
Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jóhönnu Sigurjónsdóttur dagsettur þann 04. júlí 2025. Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörina fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
8.NPA miðstöðin - skýrsla stjórnar og ársreikningur 2024. - 2025070092
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Hirti Erni Eysteinssyni, dagsettur 27. júní 2025. Jafnframt er lagður fram ársreikningur NPA -miðstöðvarinnar vegna ársins 2024 og skýrsla stjórnar vegna stjórnartímabilsins frá 2024-2025.
Lagt fram til kynningar
9.Umsókn um styrk til sveitarfélaga í þágu farsældar barna - Súðavíkurhreppur 2025 - 2025060160
Lagt fram minnisblað Hörpu Stefánsdóttur, deildarstjóra í félagsþjónustu um umsókn um styrk í þágu farsældar barna fyrir Súðavíkurhrepp 2025, dagsett 29. júlí 2025.
Lagt fram til kynningar
10.Frumvörp 2025 - 2025070093
Lagt fram til kynningar samráðsmál nr. 124/2025, ,,Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011".
Lagt fram til kynningar.
11.Frumvörp 2025 - 2025070093
Lagt fram til kynningar. Heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 132/2025, ,,Drög að frumvarpi um nikótín - og tóbaksvörur".
Lagt fram til kynningar
12.Frumvarp til heildarlaga um málefni innflytjenda - 2025080071
Lögð fyrir umsögn nefndarinnar um frumvarp til heildarlaga um málefni innflytjenda sem send var í samráðsgátt þann 14. ágúst 2025.
Velferðarnefnd staðfestir umsögnina og lýsir áhyggjum af áhrifum breytinga á lögum um málefni innflytjenda á félagsþjónustu við viðkvæman hóp fólks.
13.Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025030036
Lagt fram til kynningar minnisblað Hörpu Stefánsdóttur deildarstjóra félagsþjónustu velferðarsviðs, dagsett 05. júní 2025 um umræður síðasta fundar um vinnslu á forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.
Velferðarnefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að dagskrá og efnistökum málþingsins.
Fundi slitið - kl. 15:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?