Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
658. fundur 11. september 2025 kl. 13:30 - 14:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Steinunn Guðný Einarsdóttir
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
    Aðalmaður: Jóhann Bæring Gunnarsson
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Margrét Gunnarsdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar - viðaukar 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta - 2025080144

Lögð fram til samþykktar minni háttar breyting á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar, auk nýrra viðauka nr. 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta einstakra starfsmanna og nefnda Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð óskar umsagnar menningarmálanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar, og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar um þá viðauka sem tilheyra þeim og starfsmönnum tengdum þeirra málafokkum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

2.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Lögð fram gögn sem beðið var um í fyrri umræðu um gjaldskrár 2026 ásamt gjaldskrá slökkviliðs 2026.

Sýnidæmi ásamt reiknivél frá Smára Karlssyni verkefnisstjóra á umhverfis- og eignarsviði lögð fram um áhrif lækkunar gatnagerðargjalda á öllum gerðum af íbúðarhúsalóðum.

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar umræðu til næsta fundar.

3.Grunnskólinn á Ísafirði. Mat á húsnæðisþörf 2025 - 2025080131

Lagt fram minnisblað vegna mats á húsnæðisþörf GÍ og mögulegar lausnir, unnið fyrir Ísafjarðarbæ af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 18. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að húsnæðisþörf grunnskóla og leikskóla verði skoðuð heildrænt. Nefndin vísar málinu áfram til bæjarráðs og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.

4.Hraðhleðslustöðvar - 2025090050

Lagt fram minnisblað frá skipulags- og umhverfisfulltrúa varðandi hraðhleðslustöðvar á landi Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í minnisblaðið og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við hönnuði miðbæjarskipulags Ísafjarðarbæjar. Nefndin tekur undir að flýta þurfi fyrir aukningu hraðhleðslustöðva og óskar eftir minnisblaði sem sýnir hugsanlegar staðsetningar og ferli ásamt tímalínu.

5.Heimabæjarstígur 3, Hnífsdal. Ósk um breytta skráningu skv. landnotkun - 2025080047

Lagt fram minnisblað frá Juris slf. dagsett 9. september 2025 vegna breytt skráning/nýting - Heimabæjarstígur 3, Hnífsdal
Skipulags- og mannvirkjanefnd áréttar að Heimabæjarstígur 3, Hnífsdal er á hættusvæði C , en skv. reglugerð um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða (505/2000) er viðvera óheimil frá 1. nóvember til 30. apríl.

6.Álfadalur, Ingjaldssandi. Lóðastofnun - 2025080113

Lagðar fram merkjalýsingar vegna stofnunar fjögurra frístundahúsalóða innan jarðarinnar Álfadal, Ingjaldssandi við Önundarfjörð, dags. 25. ágúst 2025. Jafnframt er lögð fram umsókn F-550 frá þinglýstum eiganda jarðarinnar um stofnun lóðanna, Litluhraun 1 til og með 4, dags. 15. nóvember 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða úr jörðinni Álfadal á Ingjaldssandi í samræmi við merkjalýsingu dagsett 25. ágúst 2025.

7.Bræðratunga 2-12, Ísafirði. Breytingar á deiliskipulagi - 2025080148

Lagt fram erindi frá Kristni Ragnarssyni f.h. lóðarhafa við Bræðratungu 2-12 á Ísafirði, þar sem óskað er breytinga á deiliskipulagi svæðisins, fjölgun lóða úr sex lóðum í ellefu lóðir fyrir einnar hæðar raðhús og nýtingarhlutfall verði frá 0,28 til 0,51.

Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Bræðratungu 2-12, uppdráttur með greinargerð, unnin af KRark dags. 19. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur breytinguna ekki samræmast núverandi byggðarmynstri hverfisins og að núverandi skipulag hentar ásýnd hverfisins.

8.Byggðasafn Vestfjarða. Umsókn um stöðuleyfi - 2025060012

Lögð fram umsókn um stöðuleyfi fyrir gám safnkosts Byggðasafns Vestfjarða, dags. 29. maí 2025. Jafnframt er lögð fram greinargerð og skýringarmyndir dags. 29. maí 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að umsókn um stöðuleyfi fyrir gám safnkosts Byggðasafns Vestfjarða, dags. 29. maí 2025 verði samþykkt við gafl Jónshúss, skv. umsókn og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

9.Miðtún 31-37 (Seljalandsvegur 79) - umsókn um byggingarheimild - 2021050032

Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 30. desember 2024 vegna lóðarmarkabreytinga við Seljalandsveg 79 undir bílskúra.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarmarkabreytingar og lóðarleigusamning, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 30. desember 2024.

10.Daltunga 2, Ísafirði. Umsókn um lóð - 2025090036

Lögð fram umsókn um byggingarlóð við Daltungu 2 á Ísafirði, frá Magnúsi Jónssyni, dags. 3. september 2025, undir einbýlishús. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 12. júní 2023.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Magnús Jónsson fái lóðina við Daltungu 2 á Ísafirði, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.

11.Brekkugata 34 og 36, Þingeyri. Breytt lóðarmörk - 2025060112

Bæjarráð samþykkti, þann 18. ágúst 2025, að heimila lóðarmarkabreytingar við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36 á Þingeyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 17. júní 2025. Nú eru lagðir fram nýir lóðarleigusamningar vegna lóðarmarkabreytinga, við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36 á Þingeyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamninga fasteigna við Brekkugötu 34 og Brekkugötu 36, á Þingeyri.

12.Sindragata 5, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025080145

Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, frá þinglýstum eiganda fasteignar við Sindragötu 5 á Ísafirði, dags. 29. ágúst 2025. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 3. september 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning fasteignar við Sindragötu 5, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 3. september 2025.

13.Sindragata 7, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025080146

Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, frá þinglýstum eiganda fasteignar við Sindragötu 7 á Ísafirði, dags. 29. ágúst 2025. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 3. september 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning fasteignar við Sindragötu 7, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 3. september 2025.

14.Aðalstræti 25, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025080052

Lögð fram umsókn um lóðarleigusamning, frá þinglýstum eiganda fasteignar við Aðalstræti 25 á Ísafirði, dags. 11. ágúst 2025. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 3. september 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Aðalstræti 25 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar.

15.Aðalgata 38, Suðureyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025080107

Lögð fram umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi frá þinglýstum eiganda fasteignar við Aðalgötu 38 á Suðureyri, dags. 21. ágúst 2025. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 3. september 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning við Aðalgötu 38 á Suðureyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar dags. 3. september 2025.

16.Hrannargata 2, Flateyri. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025090041

Lögð fram umsókn um lóðarleigusamning, frá þinglýstum eigendum fasteignar við Hrannargötu 2 á Flateyri, dags. 8. september 2025. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 9. september 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamning við Hrannargötu 2 á Flateyri, í samræmi við mæliblað tæknideildar.

17.Lóðaúthlutun og afturköllun úthlutaðra lóða 2025 - 2025080120

Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa dagsett 9. september 2025 v/ lóðaúthlutanna Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að fara yfir verklag við úthlutun lóða og skoða hvort þurfi að afturkalla lóðir sem búið er að úthluta.

18.Hitaveitulögn frá Skógarbraut að Skeiði. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2025080099

Í kjölfar skipulagsbreytinga við Seljaland hefur Orkubú Vestfjarða (OV) hefur átt samtal við Minjastofnun og fornleifafræðing Náttúrustofu Vestfjarða vegna mögulegra fornminja neðan Skógarbrautar. Stofnunin telur æskilegt að grafnir verði tveir könnunarskurðir áður en til framkvæmda vegna jarðhitanýtingar kemur.

OV óskar eftir því að fyrirhuguðum skurðum verði bætt inn í fyrri umsókn um framkvæmdaleyfi hitaveitulagnar sem samþykkti var á 657. fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar 28. ágúst 2025 og staðfest af bæjarstjórn 4. september 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd heimilar óverulegar breytingar að beiðni Minjastofnunar á útgáfu framkvæmdaleyfis sem samþykkt var á 556. fundi bæjarstjórnar 4. september 2025.

19.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lagt fram til kynningar erindi frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 29. ágúst 2025, þar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnir til samráðs mál nr. 154/2025, "Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum". Umsagnarfrestur er til og með 19. september 2025.
Lagt fram til kynningar.

20.Krafa um lífsferilsgreiningar (LCA) í byggingarreglugerð - 2025090033

Lagt fram til kynningar, tölvupóstur dags. 4. september 2025 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem stofnunin gerir kunnugt um nýja kröfu í Byggingarreglugerð. Þann 1. september sl. tók reglugerð nr. 383/2024 gildi en í henni er gerð krafa um skil á lífsferilsgreiningu fyrir nýbyggingar í samræmi við stefnu stjórnvalda um að draga úr kolefnisspori mannvirkja.

Með þessari breytingu verður unnt að styðja betur við fagaðila að tileinka sér aðferðafræðina og byggja upp færni. Nálgunin er í samræmi við áherslur á Norðurlöndum, þar sem lögð er sérstök áhersla á gæði gagna á hönnunarstigi og stigvaxandi innleiðingu losunarviðmiða. Með þessu er tryggð markviss og raunhæf innleiðing kröfu um lífsferilsgreiningar, án þess að draga úr gæðum greininganna eða markmiðum reglugerðarinnar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?