Velferðarnefnd

492. fundur 09. september 2025 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Þórunn Sunneva Pétursdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
  • Jóhanna Gréta Hafsteinsdóttir ráðgjafi
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá
Formaður velferðarnefndar leggur fram tillögu um að taka mál nr. 2025090054 Vesturafl 2025, inn á dagskrá fundarins með afbrigðum.

Formaður bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt af öllum nefndarmönnum og verður málið 3. liður í dagskrá.

1.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Lögð fram uppfærð drög að gjaldskrá velferðarsviðs 2026 með breytingum sem beðið var um í umræðu um gjaldskrá á 491. fundi velferðarnefndar.
Velferðarnefnd frestar afgreiðslu gjaldskrár til næsta fundar. Nefndin kallar eftir útreikningi frá fjármálastjóra varðandi hámarksafslátt af fasteignagjöldum.
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl: 15:20

Gestir

  • Edda María Hagalín - mæting: 15:00

2.Sérstakur húsnæðisstuðningur - yfirfara tekjuviðmið fyrir árið 2026. - 2025080091

Lagt fram minnisblað Hörpu Stefánsdóttur deildarstjóra í félagsþjónustu, dagsett 03. september 2025 um breytt tekjuviðmið í sérstökum húsnæðisstuðningi og hækkun á hámarksstuðningi.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að tekjuviðmið sérstaks húsnæðisstuðnings hækki um 75 %. Einnig leggur velferðarnefnd til að hámarksstuðningur hækki samhliða. Fullur bótaréttur geti að hámarki orðið kr 105.000,- á mánuði. Samanlagðar eignir umsækjenda og annarra heimilismanna nemi ekki hærri fjárhæð en kr. 7.477.666.-

3.Vesturafl 2025 - 2025090054

Mál tekið inn með afbrigðum. Harpa Guðmundsdóttir forstöðumaður Vesturafls, óskar eftir auknu framlagi frá Ísafjarðarbæ til þess að standa undir fyrirséðum auknum launakostnaði frá 1. september 2025 til ársloka 2025.


Velferðarnefnd samþykkir að veita Vesturafli aukin styrk til þess að mæta fyrirséðri aukningu í launakostnaði að upphæð kr. 2.400.000.- enda rúmast beiðnin undir fjárheimildum Velferðarsviðs. Velferðarnefnd telur brýnt að starfsemi Vesturafls og fjölsmiðjunnar raskist ekki vegna manneklu.

4.Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025030036

Lagt fram til kynningar minnisblað Hörpu Stefánsdóttur deildarstjóra félagsþjónustu velferðarsviðs, dagsett 05. september 2025 um skipulag málþings fyrir forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?