Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1337. fundur 01. september 2025 kl. 08:10 - 09:33 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Arndís Dögg Jónsdóttir skjalastjóri
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Arndís Dögg Jónsdóttir Skjalastjóri
Dagskrá
Bryndís Ósk Jónsdóttir mætti í fjarfundarbúnaði.

1.Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar - viðaukar 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta - 2025080144

Lögð fram til samþykktar minni háttar breyting á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar, auk nýrra viðauka nr. 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta einstakra starfsmanna og nefnda Ísafjarðarbæjar.

Lagt er til við bæjarráð að óska umsagnar fastanefndanna sem um ræðir; menningarmálanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar, og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, og vísa málinu að því loknu til bæjarstjórnar til samþykktar.
Bæjarráð óskar umsagnar menningarmálanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar, og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar um þá viðauka sem tilheyra þeim og starfsmönnum tengdum þeirra málalfokkum.

Gestir

  • Bryndís Ósk Jónsdóttir - mæting: 08:10

2.Afsal félagsheimilisins á Flateyri og rekstar- og styrktarsamningur - 2025080149

Lagður fram til samþykktar rekstrarsamningur vegna félagsheimilisins á Flateyri, sem gildir til 31. desember 2035, þar sem fram kemur einskiptis styrkur Ísafjarðarbæjar til Hollvinasamtakanna vegna viðhalds.

Jafnframt lagt fram til samþykktar afsal hússins til Hollvinasamtakanna.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja rekstrarsamning vegna félagsheimilisins á Flateyri með einskiptis styrk á árinu 2026 vegna endurbóta.

Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja afsal hússins til Hollvinasamtakanna.
Edda María mætti í fjarfundarbúnaði.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - sala Félagsheimilisins á Flateyri - 2025020006

Lagður fram til samþykktar viðauki 18 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025 vegna sölu Félagsheimilisins á Flateyri til Hollvinasamtaka Samkomuhússins.

Ísafjarðarbær afsalar Hollvinasamtökum Samkomuhússins, fasteigninni að Grundarstíg 21 á Flateyri. Rekstrarsamningur gerir ráð fyrir að Ísafjarðarbær greiði styrk sem nemur fasteignaskatti, lóðarleigu, vatnsgjaldi og fráveitugjaldi eignarinnar og styrk til greiðslu orkukaupa, trygginga og heilbrigðiseftirlitsgjalda.

Sölutap vegna afsalsins nemur 2,1 m.kr. sem er bókfært virði eignarinnar. Miðað við yfirfærslu hús í september er verður til styrkur við Hollvinasamtökin, en lækkar gjöld Eignasjóðs og deildar félagsheimilisins. Það núllast því út í bókhaldslegum skilningi.

Til að koma til móts við bókhaldslegt sölutap (bókfærða sölu) eru vaxtatekjur veltubréfa enduráætlaðar. Áætlaðar tekjur þar voru 8 m.kr., en eru nú orðnar 23,3 m.kr. Viðaukinn gerir því ráð fyrir að hækka áætlaðar áfallnar tekjur og færa mismun á ófyrirséðan kostnað til svigrúms.

Við viðaukann eykst kostnaður Eignasjóðs um 1.938.466,- Kostnaður Félagsheimilis Flateyri eykst um 161.054,-, fjármunatekjur og fjármagnsgjöld lækka um 15,3 m.kr. og ófyrirséður kostnaður á óvenjulegum liður eykst um 13,2 m.kr.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 18 við fjárhagsáætlun 2025 vegna sölu Félagsheimilisins á Flateyri til Hollvinasamtaka Samkomuhússins.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,-
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000,-.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:30

4.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025 - Eyrarskjól - samningur við Hjallastefnuna - 2025020006

Lagður fram til samþykktar viðauki 17 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2025, vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi við Hjallastefnuna.

Samkomulag hefur náðst um leiðrétt einingarverð til Hjallastefnunnar fyrir árið 2024 og nemur leiðréttingin fyrir árið kr. 13.198.971,-. Jafnframt liggur nú fyrir nýr samningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði, frá 1. janúar 2024 til 31. júlí 2029. Áætlað rekstrarframlag 2025 er samkvæmt honum um 302 m.kr. Áætlaður stuðningur er 22 m.kr. Aðkeypt þjónusta 2025 þarf því að hækka um 27,5 m.kr.

Til að mæta þessum útgjöldum er lagt til að endurmeta áætlun á útsvari sveitarfélagsins sem var varlega áætlað. Viðaukanum er því mætt með varlegri hækkun á áætlun útsvars eða um 16,7 m.kr. Skatttekjur hækka því í áætlun um 27,5 m.kr og önnur aðkeypt þjónusta um 27,5 m.kr. í A hluta. Áhrif viðaukans er því 0 kr. á afkomu.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 17 við fjárhagsáætlun 2025 vegna endurnýjunar á rekstrarsamningi við Hjallastefnuna vegna Eyrarskjóls

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er aukinn kostnaður um kr. 0,
Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 194.700.000,-.
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 0,- eða óbreytt afkoma í kr. 947.500.000,-.

5.Ársfjórðungsuppgjör 2025 - 6 mánuðir - 2025050010

Lagt fram til kynningar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 28. ágúst 2025, um niðurstöðu annars ársfjórðungs 2025 ásamt stöðu framkvæmda og viðhalds í lok annars ársfjórðungs. Uppgjörið sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu A og B hluta upp á 1.098 m.kr. fyrir janúar til júní 2025. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu upp á 1.020 m.kr. fyrir sama tímabil og er rekstrarafgangur 79 m.kr. hærri en áætlað var á öðrum ársfjórðungi.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026 - 2025050025

Lagt fram til samþykktar minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 26. ágúst 2025, varðandi forsendur fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2026. Einnig kynnt fjárhagsleg markmið 2026.
Bæjarráð samþykkir forsendur fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2026 eins og þær koma fram í minnisblaði fjármálastjóra.
Edda María Hagalín og Bryndís Ósk Jónsdóttir yfirgáfu fund kl 08:55

7.Tunguhverfi - Útboð gangstéttir 2025 - 2025080070

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 28. ágúst vegna gangstétta í Tunguhverfi.
Bæjarráð þakkar fyrir minnisblaðið og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við minnisblaðið og fyrri bókun bæjarráðs um málið.
Axel R. Överby yfirgaf fund kl 09:03

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:55

8.Hafnarstjórn - 263 - 2508016F

Lögð fram til kynningar fundargerð 263. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 26. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.

9.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 6 - 2508022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 6. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 29. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 1 lið.
Lagt fram til kynningar.
  • Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 6 Nefndin þakkar góðan fund. Lögð fram drög að verksamning við Glóru ehf. Ákveðið að fulltrúar frá Glóru komi í vettvangsferð og fundi með nefnd í kjölfarið í næstu viku.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 657 - 2508011F

Lögð fram til kynningar fundargerð 657. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 28. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 17 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 657 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna nýtingar á jarðhita í Seljalandi á Ísafirði, í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, greinargerð og uppdrátt unnin af Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025. Nefndin hefur farið yfir innkomnar athugasemdir og telur að ekki þurfi að gera efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 657 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á deiliskipulagi Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna nýtingar jarðhita, í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, uppdráttur með greinargerð, unninn af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025. Nefndin hefur farið yfir innkomnar athugasemdir og telur að ekki þurfi að gera efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð, tekið var tillit til athugasemda Náttúruminjastofnunar í vinnslutillögu.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 657 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis skv. reglugerð nr. 772/2012, fyrir hitaveitulögn frá jarðhitasvæðinu í Tungudal að kyndistöð Orkubúsins við Skeiði 5 á Ísafirði í samræmi við umsókn dags. 19. ágúst 2025, teikningu af lagnaleið dagsett 26. ágúst 2025 og afstöðumyndum/sniðmyndum, unnið af EFLU í júlí 2025.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 657 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir íbúðarhúsið Holt 2 innan Holtsjarðar í Önundarfirði í samræmi við merkjalýsingu dags. 28. maí 2025.

11.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 28 - 2508018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 28. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 27. ágúst 2025.

Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 28 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar samningnum til bæjarstjórnar til samþykktar. Nefndin vekur athygli á að samningurinn gildir frá 1. janúar 2025 og felur starfsmönnum að útbúa viðauka fyrir næsta bæjarráðsfund.
  • Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 28 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar reglum til bæjarstjórnar til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 09:33.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?