Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
28. fundur 27. ágúst 2025 kl. 08:15 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Þórir Guðmundsson
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Eyþór Bjarnason
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
  • Guðrún Birgis skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Lagðar fram til fyrstu umræðu gjaldskrár íþróttamannvirkja, skólaskrifstofu og leigu- og þjónustugjöld grunnskóla fyrir árið 2026.
Gjaldskrám vísað til seinni umræðu.

2.Eyrarskjól - Hjallastefnan, rekstur leikskóla - 2013120025

Lögð fram lokadrög að endurnýjuðum samningi Ísafjarðarbæjar við Hjallastefnuna ehf. dags. 18. ágúst 2025 varðandi rekstur á leikskólanum Eyrarskjól. Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 26. ágúst 2025 vegna endurskoðunar á samningnum.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar samningnum til bæjarstjórnar til samþykktar. Nefndin vekur athygli á að samningurinn gildir frá 1. janúar 2025 og felur starfsmönnum að útbúa viðauka fyrir næsta bæjarráðsfund.

3.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum veturinn 2025-2026 - 2025080059

Lagðar fram athugasemdir aðildarfélaga HSV varðandi tíma í íþróttahúsum Ísafjarðarbæjar fyrir veturinn 2025-2026.
Íþróttafélögin hafa sent inn umsagnir vegna úthlutunar tíma í íþróttahúsum í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík, ljóst er að íþróttahúsið á Torfnesi annar ekki þeirri tímaþörf sem íþróttafélögin hafa óskað eftir. Reglur um úthlutun voru samþykktar í maí 2025 þar sem sett var fram forgangsröðun tíma í íþróttamannvirkjum sem skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd hefur unnið eftir. Nefndin hefur fullan skilning á því að íþróttafélög kalla eftir fleiri og betri tímum fyrir sínar æfingar en húsið stækkar ekkert þó vilji sé fyrir hendi til að koma til móts við alla. Nefndin leggur fram samþykkta æfingatöflu fyrir veturinn 2025-2026. Félögum er bent á að hafa samband við skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd sé vilji til að íþróttafélög geri skipti sína á milli á úthlutuðum tímum.

4.Öryggis- og umgengnisreglur á sundstöðum Ísafjarðarbæjar - 2025070073

Lagðar fram til samþykktar Öryggis- og umgengnisreglur á sundstöðum Ísafjarðarbæjar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar reglum til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Fjarvera nemenda á unglingastigi skólaárið 2024-2025 - 2025080124

Lagt fram til kynningar yfirlit fjölda fjarverudaga nemenda unglingastigs Grunnskólans á Ísafirði veturinn 2024-2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Grunnskólanum á Ísafirði fyrir góða samantekt. Það er áhyggjuefni hversu mikil fjarvera meðal nemanda á unglingastigi er en líklegt er að hún komi niður á námsárangri unglinga. Nefndin hvetur foreldra í samvinnu við skólana að vinna markvisst að því að draga úr fjarveru barna sinna úr skóla.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?