Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Ný slökkvistöð - Hönnun og útboð - 2024120087
Á síðasta fundi samþykkti nefndin að taka tilboði Glóru arkitekta um aðkomu að hönnun nýrrar slökkvistöðvar í Skutulsfirði. Nú er haldinn fyrsti fundur með fulltrúum Glóru þar sem farið verður yfir stöðu málsins, næstu skref og helstu forsendur hönnunar. Fundinum er ætlað að skapa sameiginlegan skilning á verkefninu og leggja grunn að áframhaldandi samstarfi.
Nefndin þakkar góðan fund. Lögð fram drög að verksamning við Glóru ehf. Ákveðið að fulltrúar frá Glóru komi í vettvangsferð og fundi með nefnd í kjölfarið í næstu viku.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?