Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
657. fundur 28. ágúst 2025 kl. 13:30 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson aðalmaður
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Guðmundur Ólafsson
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Erla Margrét Gunnarsdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 NÝTT - 2025060065

Lagt fram minnisblað frá skipulagsfulltrúa, dags. 27. ágúst 2025 varðandi Aðalskipulagsvinnu ásamt fundargerð 2. fundar verkefnisstjórnar ASK Ísafjarðarbæjar frá 25. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tók umræður um leiðarljós gildandi skipulags og felur vinnuhóp aðalskipulags að uppfæra leiðarljós út frá umræðum á fundi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að heiti nýs aðalskipulags verði: Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2025-2050.

2.Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156

Vinnslutillögugögn á skipulagi vegna fyrirhugaðs Eyrarkláfs, unnið af EFLU dags. 19. júní 2025, voru kynnt fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd á 654. fundi nefndar þann 1. júlí 2025.

Fyrir hönd Eyrarkláfs ehf. er óskað eftir því að tillögurnar verði teknar til afgreiðslu með það að markmiði að koma þeim áfram í formlegt auglýsingaferli. Ef það er krafa nefndarinnar að vinna þurfi frekari breytingar á tillögunum, er það ósk okkar að slíkt verði gert í bókun með skýrum og formlegum hætti.

Í viðhengi eru vinnslutillögur deiliskipulags Eyrarkláfs með viðeigandi breytingum frá umfjöllun síðasta fundar skipulagsnefndar. Einnig eru óbreyttar tillögur að breytingu aðalskipulags og deiliskipulagi neðan Gleiðarhjalla sem óskast afgreiddar samhliða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur tekið til afgreiðslu vinnslutillögur deiliskipulags Eyrarkláfs og er jákvæð fyrir verkefninu í heild sinni. Nefndin hefur áhyggjur af aukinni bílaumferð um Hlíðarveg og Hjallaveg en eins og fram kemur í samgöngumati deiliskipulags er gert ráð fyrir aukningu á ferðum um 220 á dag sem samsvarar þreföldun á umferð, þar á meðal stórum og þungum ökutækjum sem óvíst er að gatnakerfið ráði við. Nefndin tekur undir sjónarmið íbúa sem hafa bent á þetta atriði og telur mikilvægt að dregið verði úr umferð og umfangi bílastæðanna, þannig að þau samræmist betur þörfum svæðisins. Skv. samgöngukafla núgildandi aðalskipulags er stefnan að lágmarka neikvæð áhrif umferðar á byggð og lögð áhersla á góðar göngu- og hjólaleiðir innan þéttbýlissvæða.

Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að bílastæðið verði minnkað sem samsvarar fyrsta áfanga verkefnisins sem og að umferð þungra og stórra ökutækja verði beint annað en um Hlíðarveg og Hjallaveg. Einnig bendir nefndin á möguleika á að útbúa göngustíga til að auka aðgengi gangandi vegfarenda.

3.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna nýtingar á jarðhita í Seljalandi - 2024060076

Þann 6. mars 2025 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að auglýsa aðalskipulagsbreytingu vegna nýtingar á jarðhita í Seljalandi á Ísafirði, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin var auglýst frá 28. maí til 15. júlí og bárust umsagnir frá átta aðilum: Minjastofnun Íslands, Veðurstofu Íslands, Náttúruverndarstofnun, Bolungarvíkurkaupstað, Landsneti, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

Nú eru lagðar fram umsagnir um auglýsta aðalskipulagstillögu Seljalandshverfis vegna nýtingar jarðhita ásamt viðbrögðum við þeim, minnisblað unnið af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 13. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna nýtingar á jarðhita í Seljalandi á Ísafirði, í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, greinargerð og uppdrátt unnin af Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025. Nefndin hefur farið yfir innkomnar athugasemdir og telur að ekki þurfi að gera efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð.

4.Breyting á deiliskipulagi Seljalands vegna jarðhitaleitar - 2024120120

Þann 6. mars 2025 samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að auglýsa deiliskipulagsbreytingar Seljalandshverfis á Ísafirði, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin var auglýst frá 28. maí til 15. júlí og bárust umsagnir frá sjö aðilum: Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Bolungarvíkurkaupstað, Landsneti, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.

Nú eru lagðar fram umsagnir um auglýsta tillögu deiliskipulagsbreytinga Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna nýtingar jarðhita, ásamt viðbrögðum við þeim, minnisblað unnið af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 13. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á deiliskipulagi Seljalandshverfis á Ísafirði, vegna nýtingar jarðhita, í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, uppdráttur með greinargerð, unninn af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 25. febrúar 2025. Nefndin hefur farið yfir innkomnar athugasemdir og telur að ekki þurfi að gera efnislegar breytingar á uppdrætti og greinargerð, tekið var tillit til athugasemda Náttúruminjastofnunar í vinnslutillögu.

5.Hitaveitulögn frá Skógarbraut að Skeiði. Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2025080099

Lögð fram umsókn frá Orkubúi Vestfjarða ohf. dags. 19. ágúst 2025 um framkvæmdarleyfi fyrir hitaveitulögn frá jarðhitasvæðinu í Tungudal að kyndistöð Orkubúsins við Skeiði 5 á Ísafirði. Jafnframt er lögð fram teikning af lagnaleið dagsett 26. ágúst 2025. Einnig eru lagðar fram afstöðumyndir ásamt langsniði, unnið af EFLU í júlí 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis skv. reglugerð nr. 772/2012, fyrir hitaveitulögn frá jarðhitasvæðinu í Tungudal að kyndistöð Orkubúsins við Skeiði 5 á Ísafirði í samræmi við umsókn dags. 19. ágúst 2025, teikningu af lagnaleið dagsett 26. ágúst 2025 og afstöðumyndum/sniðmyndum, unnið af EFLU í júlí 2025.

6.Flateyraroddi - endurgerð deiliskipulags NÝTT - 2025080104

Minnisblað frá Erlu Margréti Gunnarsdóttur, skipulags- og umhverfisfulltrúa dagsett 21. ágúst 2025 lagt fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd vegna endurgerð deiliskipulags á Flateyrarodda, Flateyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að farið verið í endurbætur og uppfærslur á deiliskipulagi Flateyrarodda skv. minnisblaði skipulags- og umhverfisfulltrúa.

7.Hafnarstræti 3-5, Flateyri. Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2025080044

Lögð fram fyrirspurn um byggingu á bílskúr frá lóðarhafa við Hafnarstræti 3-5 á Flateyri, dags. 9. ágúst 2025, ásamt skýringarmynd og afstöðumynd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að um er að ræða framkvæmd sem ekki er í samræmi við gildandi skipulag og þarf að óska eftir grenndarkynningu í samræmi við 44 gr. skipulagslaga. Þegar óskað er eftir grenndarkynningu þarf að skila inn aðaluppdráttum ásamt afstöðumynd.

8.Holt 2 í Önundarfirði. Stofnun lóðar undir íbúðarhús - 2025080057

Lagt fram erindi um stofnun lóðar undir íbúðarhús úr jörðunni Holti í Önundarfirði, dags. 12. ágúst 2025, frá Eiríki Guðlaugssyni hjá Þjóðkirkjunni. Jafnframt er lögð fram merkjalýsing dags. 28. maí 2025 þar sem verið er að hnitsetja sameiginlegan skika fyrir íbúðarhús og geymslu úr landi Holts F2126059.

Unnið er skv. Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008 - 2020 og þar er svæðið skilgreint fyrir landbúnaðarsvæði en ekkert deiliskipulag er í gildi á umræddu svæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar undir íbúðarhúsið Holt 2 innan Holtsjarðar í Önundarfirði í samræmi við merkjalýsingu dags. 28. maí 2025.
Axel R. Överby yfirgaf fund kl 15:00.

9.Heimabæjarstígur 3, Hnífsdal. Ósk um breytta skráningu skv. landnotkun - 2025080047

Lögð fram ósk um breytingu á skráningu mannvirkis og landnotkun úr björgunarskýli í frístundahús, dags. 8. ágúst 2025 frá þinglýstum eiganda að Heimabæjarstíg 3 Hnífsdal sem er nú skráð sem björgunarskýli.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að breyta skráningu á Heimabæjarstíg 3 úr þjónustuhúsi í frístundabyggð. Nefndin bendir á að mannvirkið er á hættusvæði C, en skv. reglugerð um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða (505/2000) er viðvera óheimil frá 1. nóvember til 30. apríl.

10.Umsókn um stækkun lóðar Ísafjarðarvegur 6, Hnífsdal - 2025080105

Lögð fram umsókn frá Ásdísi Kristjánsdóttur, dags. 21. ágúst 2025 vegna stækkun lóðar á Ísafjarðarvegi 6, Hnífsdal.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar umsókn frá Ásdísi Kristjánsdóttur, dags. 21. ágúst 2025 vegna stækkun lóðar á Ísafjarðarvegi 6, Hnífsdal. Ástæða höfnunar er lítið framboð af byggingarlóðum í Hnífsdal og þessi breyting skerðir tvær lóðir á úthlutunarlista Ísafjarðarbæjar.

11.Umsókn um tvær lóðir undir hraðhleðslueiningar - 2025080102

Lögð fram umsókn dags. 19. ágúst 2025 frá Steinþóri J. Gunnarssyni Aspelund hjá InstaVolt um hentugar lóðir eða lóðarparta undir hraðhleðslueiningar fyrirtækisins ásamt ósk um samráð við Ísafjarðarbæ um hönnun, frágang og útlit þannig að mannvirkin falli vel að umhverfi. Framkvæmdin felst í uppsetningu tveggja 160 kW hraðhleðslustöðva ásamt búnaði með möguleika á framtíðarstækkanir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða almennt lóðamál fyrir hraðhleðslustöðvar. Margir eru að sýna áhuga á bílastæðalóðum fyrir hraðhleðslustöðvar og skoða þarf málið heildstætt og hvort stefnumótunar sé þörf í málaflokknum á aðal- og deiliskipulagsstigi.

12.Gamli malarvöllur Skeiði - Umsókn um stöðuleyfi - 2025080095

Lögð er fram umsókn Orkubús Vestfjarða ohf. um stöðuleyfi vegna geymslu og efnis á lóð Ísafjarðarbæjar að Skeiði. Stöðuleyfið er fyrir framkvæmdatíma vegna nýrrar stofnlagnar hitaveitu frá jarðhitasvæðinu í Tungudal að kyndistöð Orkubús Vestfjarða að Skeiði. Jafnframt er lögð loftmynd af umræddu svæði.
Sökum staðsetningar er erindinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við staðsetningu stöðuleyfis.

13.Mjólkárvirkjun - Umsókn um stöðuleyfi - 2025080094

Lögð er fram umsókn frá Dagný Ísafold Kristinsdóttir f.h Borgarverks ehf. um stöðuleyfi vegna gistiaðstöðu fyrir starfsfólk á vegum Borgarverks sem vinnur að vegaframkvæmdum á Dynjandisheiði. Borgarverk óskar eftir hugmynd að staðsetningu innan tiltekins svæðis.
Um er að ræða 20-25 samsetta gáma þar sem hvert herbergi hefur sér klósett- og sturtuaðstöðu.
Jafnframt er lögð fram loftmynd af því svæðið sem Borgarverk óskar eftir að koma upp gistisvæði.
Erindi vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar og eins til hugmynda varðandi staðsetningu vinnubúða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að Ísafjarðarbær, er ekki landeigandi á viðkomandi svæði. Heimild landeiganda þarf að fylgja með umsókn. Erindi er frestað.

14.Strandgata 7 - Umfangsflokkur 1 - 2025080079

Lögð er fram umsókn Jóhanns Birkis um byggingarleyfi f.h Björgunarsveitarinnar Tindar í Hnífsdal.
Sótt er um að byggja 30 m2 steypta viðbyggingu við húsið.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Verkís.
Sökum þess að ekkert deiliskipulag er til staðar fyrir svæðið er málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umsagnar. Jafnframt er óskað álits Minjastofnunar á framkvæmdunum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að framkvæmdin sé óveruleg og hafi ekki grenndaráhrif á íbúa við Strandgötu 7A.
Skv. 3.mgr 44.gr skipulagslaga er skipulags- og mannvirkjanefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

15.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 86 - 2508012F

Lögð fram til kynningar fundargerð 86. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem var haldinn 26. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.

16.Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar - 2024 - 2025080109

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá starfsfólki Náttúrufræðistofnunar þar sem ársskýrsla stofnunarinnar fyrir árið 2024 er kynnt, dags. 15. ágúst 2025. Í skýrslunni er farið yfir helstu verkefni ársins, sameiningarferlið og framtíðarsýn nýrrar stofnunar.

Þetta er fyrsta ársskýrsla sameinaðrar stofnunar og jafnframt síðasta ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn.
Lagt fram til kynningar.

17.Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi - Háafell - 2024020088

Lögð fram umsagnarbeiðni úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, dags. 13. júní 2025 (mál nr. 0166/2024), kynning umhverfismatsskýrslu, vegna áforma Háafells ehf. um aukinn hámarkslífmassa og breytinga á eldissvæðum Háafells í Ísafjarðardjúpi. Í umhverfismatinu er lagt mat á áhrif breytinga á framkvæmdinni á vatnshlot, loftslag, nytjastofna sjávar, laxfiska, fugla, sjávarspendýr, ásýnd, áhrif á aðra atvinnustarfsemi og samfélag. Jafnframt er farið yfir umhverfisáhættu Háafells sem stafar af umhverfi, lífverum, skipulagi, regluverki og starfsemi annarra sjókvíaeldisfyrirtækja. Frestur til athugasemda var til 24. júlí 2025.
Á 654. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var sviðsstjóra falið taka saman minnisblað. Nú er lögð fram umsögn sviðsstjóra dags. 14. ágúst 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?