Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1327. fundur 26. maí 2025 kl. 08:10 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - 2025010152

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 9. maí 2025, vegna umsóknar Við Dúpið, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Austurvegi 11, vegna Tónlistarhátíðarinnar við Djúpið - Kammertónleikar. Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, þar sem fallist er á að veitt verði leyfi fyrir 120 manns.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna Tónlistarhátíðarinnar við Djúpið fyrir 120 manns.

2.Rekstrarleyfi, tækifærisleyfi og aðrar leyfisveitingar 2025 - 2025010152

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur, f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dagsett 20. maí 2025, vegna umsóknar Fisherman ehf, um tækifærisleyfi til áfengisveitinga í Aðalgötu 13, Suðureyri, vegna sjómannadagsskemmtunar. Jafnframt lögð fram jákvæð umsögn Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar, þar sem fallist er á að veitt verði leyfi fyrir 150 manns.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna sjómannadagsskemmtunar Fisherman ehf. fyrir 150 manns.

3.Beiðni Orkubús Vestfjarða um breytingu á friðlýsingarskilmálum Vatnsfjarðar - 2024010205

Lagt fram til kynningar erindi Aðalsteins Óskarssonar f.h. Vestfjarðarstofu dags. 20. maí 2025, vegna skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri vegna friðlands í Vatnsfirði.

Jafnframt er lögð fram skýrslan Vatnsaflsvirkjun í friðlandinu í Vatnsfirði.
Bæjarráð bókar eftirfarandi samhljóða:

"Á meðan aðrir virkjanakostir hafa ekki raungerst og ýmsar hindranir eru óyfirstignar telur bæjarráð enn tilefni til að skoða áfram virkjun í Vatnsfirði. Það væri því óráð að taka nokkra þá ákvörðun sem staðið gæti í vegi fyrir því að virkjunarkosturinn yrði tekinn upp í umfjöllun rammaáætlunar."

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Á 1326. fundi bæjarráðs, þann 19. maí 2025, var lagt fram til erindi frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 13. maí 2025. Þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðigjald (aflaverðmæti í reiknistofni), 351. mál. Umsagnarfrestur er til og með 26. maí 2025.



Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar, og er nú lagt fram á nýjan leik.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umsögn vegna málsins með hliðsjón af umræðum á fundinum.

5.Landskjörstjórn- Fréttabréf - 2025050169

Lagt fram til kynningar fréttabréf Landskjörstjórnar.

Jafnframt eru lögð fram til kynningar Skýrsla landskjörstjórnar um undirbúning og framkvæmd forsetakjörs 1. júní 2024, umsögn til Alþingis um kosningar til Alþingis, Skýrsla landskjörstjórnar um undirbúning og framkvæmd alþingiskosninga 30. nóvember 2024 og ársskýrsla landskjörstjórnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017

Lögð fram til kynningar fundargerð 979. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.

7.Samfélagsleg nýsköpun- vefviðburður - 2025050171

Lagt fram til kynningar erindi Steinunnar Ásu Sigurðardóttur, verkefnastjóra, f.h. Vestfjarðarstofu, dags. 27. maí 2025 vegna vefviðburðar um hvernig stefnumótun getur stutt samfélagslega nýsköpun. Viðburðurinn fer fram 27. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.

8.Velferðarnefnd - 489 - 2505007F

Lögð fram fundargerð 489. fundar velferðarnefndar sem haldin var 20. maí 2025.



Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Velferðarnefnd - 489 Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning Ísafjarðarbæjar við Rannsóknir og greiningu ehf.

9.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 23 - 2505016F

Lögð fram fundargerð 23. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. maí 2025.



Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 23 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði 2 ára samningur við Lýðskólann sem kveður á um að skólinn fái gjaldfrjáls afnot af íþróttahúsinu á Flateyri sem nemur 2 tímum á viku á meðan skólinn er starfræktur.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 652 - 2505004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 652. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar en fundur var haldin 22. maí 2025.



Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 652 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýtt deiliskipulag Stekkjarlæksbakka, dags. 27. apríl 2025 í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 652 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða skv. nýju deiliskipulagi í Dagverðardal undir frístundahús.
    Nefndin óskar eftir tillögum almennings að nýjum götuheitum í frístundabyggð F21.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?