Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
23. fundur 21. maí 2025 kl. 08:15 - 09:56 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Þórir Guðmundsson
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
  • Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Staðan á lyftubúnaði og tækjum á skíðasvæðinu - 2025 - 2025010087

Lagt fram minnisblað Ragnars Högna Guðmundssonar, forstöðumanns skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar, dags. 19. maí 2025 varðandi uppbyggingu svæðisins næstu 5 árin.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Ragnari fyrir komuna og góða kynningu á stöðunni á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. Lyftubúnaðurinn í Tungudal er orðinn 30 ára gamall, bilanatíðnin hefur aukist með hverju árinu og erfitt er að fá íhluti í hann. Telur nefndin mikilvægt að ráðist verði í framkvæmdir í takt við 5 ára áætlun sem forstöðumaður greinir frá í minnisblaði.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd vísar málinu til umsagnar bæjarráðs.
Ragnar Högni yfirgaf fundinn kl.08:50

Gestir

  • Ragnar Högni Guðmundsson - mæting: 08:15

2.Skólapúlsinn 2025 - 2025040180

Lagðar fram til kynningar niðurstöður starfsmannakönnunar Skólapúlsins 2025, í leikskólanum Sólborg.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd fagnar góðum niðurstöðum úr starfsmannakönnun Sólborgar í Skólapúlsinum.

Lagt fram til kynningar.
Helga Björk yfirgaf fundinn kl.09:05.

Gestir

  • Jóna Lind Kristjánsdóttir - mæting: 08:45
  • Helga Björk Jóhannsdóttir - mæting: 08:45

3.Reglur Ísafjarðarbæjar um tekjutengingu afsláttar af leikskólagjöldum - 2025050124

Lagðar fram til endurskoðunar reglur Ísafjarðarbæjar um tekjutengingu afsláttar af leikskólagjöldum. En samkvæmt þeim skal endurskoða tekjuviðmið einu sinni á ári í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gera breytingar á 2. gr. reglna Ísafjarðarbæjar um tekjutengingu afsláttar af leikskólagjöldum þannig að hún hljóði svo:

Foreldrar/forráðamenn með mánaðartekjur allt að 795.000 kr. eða árslaun 0-9.540.000 kr.

4.Staða leikskólamála skólaárið 2024-2025 - 2024100052

Lagt fram til kynningar minnisblað Guðrúnar Birgis skóla- og sérkennslufulltrúa er varðar stöðu biðlista- og leikskólamála fyrir haustið 2025.
Lagt fram til kynningar.
Jóna Lind yfirgaf fundinn kl.09:33.

5.Stjórnendur í Grunnskólanum á Ísafirði - 2025050040

Á 1325. fundi bæjarráðs, þann 12. maí 2025, var lagt fram erindi Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, og Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 8. maí 2025 þar sem greint er frá stöðunni í stjórnendateymi Grunnskólans á Ísafirði. Lagt er til að bætt verði við 50% stöðu deildarstjóra við skólann vegna fjölgunar nemenda og aukinna sérþarfa barna.



Bæjarráð tók jákvætt í erindið og vísaði því til afgreiðslu í skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að bætt verði við 50% stöðu deildarstjóra við Grunnskólann á Ísafirði vegna fjölgunar nemenda og aukinna sérþarfa barna.

6.Úthlutun tíma í þróttamannvirkjum 2025 - 2025040047

Lögð fram drög að nýjum úthlutunarreglum um styrkveitingu og úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum til íþróttafélaga og almennings.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirlögð drög að reglum Ísafjarðarbæjar um styrkveitingu og úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum til íþróttafélaga og almennings. Nefndin vísar þeim til bæjarráðs til umsagnar. Ef bæjarráð gerir engar efnislegar athugasemdir við reglurnar leggur nefndin til að þeim verði vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

7.Endurskoðun á skólastefnu Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025010085

Lögð fram verkáætlun og tímaplan fyrir endurskoðun menntastefnu Ísafjarðarbæjar dags. 5. maí 2025, unnin af Sverri Óskarssyni, verkefnastjóra, og Hafdísi Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Lagt fram til kynningar.

8.Endurskoðun verkefnasamninga 2025 - 2025040086

Lagður fram núgildandi verkefnasamningur Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar ásamt minnisblaði Dagnýjar Finnbjörnsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dags. 2. maí 2025 varðandi endurskoðun á samningnum.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að hefja endurskoðun á verkefnasamningum Ísafjarðarbæjar við Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) og felur starfsmanni að ræða mögulegar breytingar við stjórna HSV.

9.Beiðni um gjaldfrjálsa tíma í íþróttamiðstöð Flateyri - 2025030091

Mál lagt fyrir að nýju en það var tekið fyrir á 22. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar þann 7. maí sl.



Lagt fram erindi frá Margréti Gauju Magnúsdóttur, skólastjóra Lýðskólans á Flateyri, dags. 11. mars 2025 varðandi gjaldfrjáls afnot íþróttamannvirkisins á Flateyri og afslátt af sundkortum fyrir nemendur skólans. Jafnframt lagt fyrir minnisblað Guðrúnar Birgis, skóla- og sérkennslufulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 11. mars 2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerður verði 2 ára samningur við Lýðskólann sem kveður á um að skólinn fái gjaldfrjáls afnot af íþróttahúsinu á Flateyri sem nemur 2 tímum á viku á meðan skólinn er starfræktur.

Fundi slitið - kl. 09:56.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?