Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Gunnar Páll mætir til fundar kl. 14:06 og Erla Bryndís mætir til fundar um fjarfundarbúnað kl. 14:06.
1.Miðbær Ísafjarðar. Deiliskipulag - 2023050086
Gunnar Páll Eydal, ráðgjafi hjá Verkís ehf. mætir til fundar ásamt Erlu Bryndísi Kristjánsdóttur sem mætir um fjarfundarbúnað, til að kynna miðbæjarskipulag Ísafjarðar. Jafnframt eru niðurstöður valkostagreiningar og frumdrög lögð fram.
Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar Gunnari Páli og Erlu fyrir kynningu. Nefndin óskar eftir kynningu með bæjarfulltrúum.
Gunnar Páll og Erla Bryndís yfirgefa fund kl. 14:53
Gestir
- Erla Bryndís Kristjánsdóttir - mæting: 14:06
- Gunnar Páll Eydal - mæting: 14:06
2.Hleðslustöðvar - Tesla Supercharger - 2025020093
Lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar dags. 7. maí 2025 vegna fyrirspurnar um niðursetningu á hraðhleðslustöð á bílastæðum sveitarfélagsins. Jafnframt eru lögð fram drög að samningi og kynningarefni um slíkar stöðvar, frá Tesla.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
3.Tunguskeið, aðalskipulag. Breytt landnotkun - 2025010079
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Umhverfis- og eignasviðs dags. 21. maí sl. vegna fyrirhugaðra breytinga á landnotkun við Skeiði, þar sem iðnaðarsvæði verði breytt í íbúðarsvæði.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar svæði B50 inn í endurskoðun á aðalskipulagi. Jafnframt verði lóðir á svæðinu teknar af lóðalista sveitarfélagsins.
4.Samnýting vegslóða eftir gamla Seljalandsveginum 2025 - 2025050024
Lagt fyrir erindi frá ATV-Ísafjörður dagsett 5. maí 2025 um samnýtingu vegslóða eða nánari skoðun á máli.
Á fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar 634 hafnaði nefndin samnýtingu þar sem um er að ræða göngustíg skv. Aðalskipulagi.
ATV-Ísafjörður óskar aftur eftir undanþágu að fá að keyra gamla Seljalandsveginn frá Skíðaveginum og niður að gamla Brúarnesti í fjórhjólaferðum yfir sumartímann. Einnig óska þau eftir að tekið verði tillit til þeirra við endurskoðun Aðalskipulags.
Ef það er ekki möguleiki, óska þau eftir því að fá sjálf að leggja vegslóða frá gamla Seljalandsveginum að Brúarnesti, ofan eða neðan við göngustíginn.
Á fundi Skipulags- og mannvirkjanefndar 634 hafnaði nefndin samnýtingu þar sem um er að ræða göngustíg skv. Aðalskipulagi.
ATV-Ísafjörður óskar aftur eftir undanþágu að fá að keyra gamla Seljalandsveginn frá Skíðaveginum og niður að gamla Brúarnesti í fjórhjólaferðum yfir sumartímann. Einnig óska þau eftir að tekið verði tillit til þeirra við endurskoðun Aðalskipulags.
Ef það er ekki möguleiki, óska þau eftir því að fá sjálf að leggja vegslóða frá gamla Seljalandsveginum að Brúarnesti, ofan eða neðan við göngustíginn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki heimilað undanþágu vegna umferðaröryggis og skilgreiningu stígs í skipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir umsækjendum á að hægt er að sækja um breytingar á aðalskipulagi vegna notkunar á núverandi stíg einnig ef leggja á nýjan vegslóða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir umsækjendum á að hægt er að sækja um breytingar á aðalskipulagi vegna notkunar á núverandi stíg einnig ef leggja á nýjan vegslóða.
5.Kerfisáætlun 2025-2034, umhverfismat áætlana. Umsagnarbeiðni - 2025040137
Á 651. fundi var lögð fram til kynningar tilkynning úr Skipulagsgátt þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna kerfisáætlunar Landsnets 2025-2034, 509. mál, kynning umhverfismatsskýrslu (umhverfismat áætlana).
Í kerfisáætlun fjallar Landsnet um hvernig skuli þróa og endurnýja flutningskerfi raforku. Kerfisáætlun er ætlað að tryggja að vel sé staðið að þróun flutningskerfisins, ákvarðanatakan byggi á bestu tiltæku þekkingu og sé opin og aðgengileg hagaðilum.
Kynningartími er frá 9. apríl 2025 til 31. maí 2025.
Í kerfisáætlun fjallar Landsnet um hvernig skuli þróa og endurnýja flutningskerfi raforku. Kerfisáætlun er ætlað að tryggja að vel sé staðið að þróun flutningskerfisins, ákvarðanatakan byggi á bestu tiltæku þekkingu og sé opin og aðgengileg hagaðilum.
Kynningartími er frá 9. apríl 2025 til 31. maí 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að skila inn umsögn í samræmi við minnisblað dags. 21. maí 2025.
6.Umsagnarbeiðni. Stærð seiða Arctic Sea Farm í Arnarfirði, 584. mál - 2025050019
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun úr skipulagsgátt, mál nr. 0584/2025 vegna tilkynningar um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu) Arctic Sea Farm í Arnarfirði, stærð seiða.
Arctic Sea Farm áformar að óska eftir breytingu á rekstrarleyfi sínu í Arnarfirði þannig að lágmarksstærð útsettra seiða fari úr 120 gr. í 60 gr. Ekki er fyrirhugað að setja almennt út seiði af þeirri stærð heldur er verið að gera þetta til að samræma skilyrði leyfa félagsins og auka sveigjanleika til að bregðast við frávikum í framleiðsluáætlunum.
Kynningartími er frá 28. apríl 2025 til 26. maí 2025.
Arctic Sea Farm áformar að óska eftir breytingu á rekstrarleyfi sínu í Arnarfirði þannig að lágmarksstærð útsettra seiða fari úr 120 gr. í 60 gr. Ekki er fyrirhugað að setja almennt út seiði af þeirri stærð heldur er verið að gera þetta til að samræma skilyrði leyfa félagsins og auka sveigjanleika til að bregðast við frávikum í framleiðsluáætlunum.
Kynningartími er frá 28. apríl 2025 til 26. maí 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við minnisblað dags. 21. maí 2025.
7.Stekkjarlæksbakkar, nýtt deiliskipulag (Hóll í Firði) - 2024070057
Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Grétari Magnússyni hjá M11 arkitektum, dags. 27. apríl 2025 með ósk um afgreiðslu á nýju deiliskipulagi Stekkjarlæksbakka, Hóli í Firði, Önundarfirði. Jafnframt er lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi á reit F37, uppdráttur með greinargerð dags. 27. apríl 2025. Jafnframt er lögð fram viðbrögð við athugasemdum og umsögnum við auglýsta tillögu, dags. 27. apríl 2025. Tillaga að nýju deiliskipulagi var frá 25. júlí 2024 til og með 6. september 2024. Sjö umsagnir bárust en engar athugasemdir frá almenningi innan athugasemdarfrests.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýtt deiliskipulag Stekkjarlæksbakka, dags. 27. apríl 2025 í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Anton Helgi yfirgaf kl. 15:57.
8.Lóðir í Dagverðardal, Ísafirði. Frístundahúsalóðir og spennistöð - 2025030028
Lagt fram minnisblað tæknisviðs vegna stofnuna lóða í Dagverðardal undir frístundahúsalóðir og spennistöð innan frístundasvæðis.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða skv. nýju deiliskipulagi í Dagverðardal undir frístundahús.
Nefndin óskar eftir tillögum almennings að nýjum götuheitum í frístundabyggð F21.
Nefndin óskar eftir tillögum almennings að nýjum götuheitum í frístundabyggð F21.
9.Eyrarkláfur á Ísafirði. Skipulags- og matslýsing - 2025010156
Álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun í máli nr. 2025/7 liggur fyrir, dagsett 15. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
10.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða sem haldin var 12. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
11.Mjólkárlína II - kæra framkvæmdaleyfis til UUA - 2025050030
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ólöfu Harðardóttur fyrir hönd úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá 3. apríl 2025 um útgáfu á framkvæmdarleyfi til handa Landsneti til framkvæmda á Mjólkárlínu 2 í Arnarfirði. Frestur er veittur í 15 daga, eða til 21. maí 2025.
Jafnframt lagt fram til kynningar svarbréf Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 13. maí 2025.
Jafnframt lagt fram til kynningar svarbréf Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 13. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
12.Salernisgámur við Hafnarstræti 17, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2025050143
Hilmar Lyngmo hafnarstjóri f.h. hafnarstjórnar, sækir um stöðuleyfi fyrir salernisgám á lóð við Hafnarstræti 17 á Ísafirði, sbr. umsókn dags. 16. maí 2025 ásamt loftmynd sem sýnir staðsetningu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu og leggur til við byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
13.Salernisgámur við Hjallaveg á Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi - 2025050144
Hilmar Lyngmo hafnarstjóri f.h. hafnarstjórnar, sækir um stöðuleyfi fyrir salernisgám á lóð við Hjallaveg, Ísafirði sbr. umsókn dags. 16. maí 2025 ásamt loftmynd sem sýnir staðsetningu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir við staðsetningu og leggur til við byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
14.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa - 2025050147
Lögð er fram fyrirspurn Samúels Orra Stefánssonar til byggingarfulltrúa, dags. 20. maí 2025, um áform húseiganda að byggja viðbyggingu ofan á bílgeymslu, grenndarkynning hefur farið fram fyrir nærliggjandi húseigendum sbr. undirritanir á fylgiskjali.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið þá er óskað álits nefndarinnar á málinu.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í erindið en þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið þá er óskað álits nefndarinnar á málinu.
Frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?