Velferðarnefnd

489. fundur 20. maí 2025 kl. 14:30 - 15:30 á skrifstofu velferðarsviðs í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þórir Guðmundsson formaður
  • Gerður Ágústa Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir aðalmaður
  • Hlynur Reynisson varamaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
  • Þórunn Sunneva Pétursdóttir ráðgjafi á velferðarsviði
  • Jóhanna Gréta Hafsteinsdóttir ráðgjafi
Fundargerð ritaði: Harpa Stefánsdóttir deildarstjóri félagsþjónustu
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - velferðarnefnd - 2011090094

Eitt trúnaðarmál lagt fyrir.
Trúnaðarmál rætt og afgreitt, fært til bókar í trúnaðarmálabók velferðarnefndar.

2.Kvenfélagið Hlíf á Ísafirði - 2025050064

Lagt fram til kynningar minnisblað Hörpu Stefánsdóttur, deildarstjóra í félagsþjónustu velferðarsviðs, dagsett 13. maí 2025 um gjöf frá Kvenfélaginu Hlíf á Ísafirði til dagdeildar.
Velferðarnefnd þakkar kvenfélagi Hlífar innilega fyrir veitta gjöf.

3.Orkubú Vestfjarða - samfélagsstyrkir 2025 - 2025030030

Lagt fram til kynningar minnisblað Hörpu Stefánsdóttur, deildarstjóra í félagsþjónustu velferðarsviðs, dagsett 13. maí 2025 um samfélagsstyrk Orkubús Vestfjarða.
Velferðarnefnd þakkar Orkubúi Vestfjarða innilega fyrir veittan styrk.
Margrét Geirsdóttir sviðstjóri, kom inn á fundinn undir klukkan 14.45.

4.Öruggari Vestfirðir - 2025050046

Lagt fram til kynningar minnisblað Hörpu Stefánsdóttur, deildarstjóra félagsþjónustu velferðarsviðs, dagsett 09. maí 2025 um málþing um öruggari Vestfirði
Lagt fram til kynningar.

5.Geðverndarfélag Íslands - Solihull - 2025050047

Lagt fram til kynningar minnisblað Hörpu Stefánsdóttur, deildarstjóra félagsþjónustu velferðarsviðs, dagsett 09. maí 2025, um kynningu á Solihull aðferðinni og námskeiðum sem Geðverndarfélag Íslands er að bjóða upp á.
Lagt fram til kynningar. Velferðarnefnd hvetur til þess að Solihull nálgunin verði innleidd hjá Ísafjarðarbæ.

6.Endurskoðaður samstarfssamningur 2025 - 2025040175

Lagður fram samningur Ísafjarðarbæjar og Rannsóknir og greiningu ehf til bæjarstjórnar til samþykktar. Einnig er lagt fram fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttir sviðstjóra skóla- og fjölskyldusviðs og Margrétar Geirsdóttur sviðstjóra velferðarsviðs dagsett 23. apríl 2025.
Velferðarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samning Ísafjarðarbæjar við Rannsóknir og greiningu ehf.

7.Vestfjarðarstofa - 2025050061

Lagt fram til kynningar minnisblað Hörpu Stefánsdóttur deildarstjóra í félagsþjónustu velferðarsviðs dagsett 13. maí 2025 um samræmda móttöku og inngildingu íbúa af erlendum uppruna á Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.

8.Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar 2025 - 2025030036

Lagt fram til kynningar minnisblað Hörpu Stefánsdóttur, deildarstjóra félagsþjónustu velferðarsviðs, dagsett 13. maí 2025 um umræður síðasta fundar um vinnslu á forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?