Bæjarráð

1147. fundur 29. mars 2021 kl. 08:05 - 08:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Lagt er fram minnisblað Birgis Arnar Birgissonar, lögfræðings Consensa, dags. 24. mars sl., ásamt minnisblaði Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 25. mars sl., vegna niðurstöðu útboðs fjölnota knattspyrnuhúss á Ísafirði og næstu skref í málinu, en lagt er til við bæjarráð að óskað verði staðfestingar Hugaas Baltic á því að þeir uppfylli allar tilskyldar hæfiskröfur, og ef Hugaas uppfyllir hæfiskröfur þá getur Ísafjarðarbær tekið afstöðu til tilboðs Hugaas.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:05

2.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26 mars. 2021, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til kauptilboðs í íbúð 105 að Sindragötu 4a á Ísafirði, að fjárhæð kr. 23.000.000.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkomið tilboð, að fjárhæð kr. 23.000.000, fyrir íbúð 105 að Sindragötu 4a.

3.Uppbyggingasamningar 2019-2020 - 2019080035

Lagt fram minnisblað Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 25. mars 2021, vegna stöðu á greiðslu uppbyggingasamninga 2019 og 2020, auk samantektar um feril málsins í íþrótta- og tómstundanefnd.

Jafnframt lagður fram viðauki 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2020 en áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 9.832.000,-

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er kr. 9.832.000,- lækkun rekstrarniðurstöðu
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 9.832.000,- eða lækkun rekstrarniðurstöðu
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 4 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2021 vegna uppbyggingasamninga 2019 og 2020, í samræmi við minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

4.Heiðursborgari reglur - 2021030099

Á 1146. fundi bæjarráðs, þann 22. mars 2021, var lagt fram bréf Indriða Kristjánssonar, dags. 14. mars 2021, vegna tillögu til tilnefningar heiðursborgara Ísafjarðarbæjar. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram

Eru nú lögð fram drög að reglum um heiðursborgara Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar reglum um heiðursborgara Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar til samþykktar.

5.Ártunga 2, ný umsókn um byggingarleyfi - 2021020054

Á 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 24. mars 2021, var lögð fram umsókn Einars Birkis Sveinbjörnssonar um byggingarleyfi f.h. EBS fasteigna slf. á einbýlishúsi við Ártungu 2, Ísafirði, auk þess sem óskað var eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Nefndin vísaði ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda til bæjarráðs.

Nú er lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. mars 2021, þar sem lagt er til við bæjarráð að bæjarstjóri ljúki þeim þætti málsins sem snýr að beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda til samræmis við samþykkt bæjarstjórnar um almenna niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð telur að beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda falli undir þá almennu samþykkt um niðurfellingu fasteignagjalda sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarstjórnar, og ekki sé því þörf á afgreiðslu bæjarráðs.

6.Ártunga 4. Umsókn um byggingarleyfi - 2021030081

Á 556. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 24. mars 2021, var lögð fram umsókn Einars Birkis Sveinbjörnssonar um byggingarleyfi f.h. EBS fasteigna slf. á einbýlishúsi við Ártungu 4, Ísafirði, auk þess sem óskað var eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Nefndin vísaði ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda til bæjarráðs.

Nú er lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. mars 2021, þar sem lagt er til við bæjarráð að bæjarstjóri ljúki þeim þætti málsins sem snýr að beiðni um niðurfellingu gatnagerðargjalda til samræmis við samþykkt bæjarstjórnar um almenna niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Bæjarráð telur að beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda falli undir þá almennu samþykkt um niðurfellingu fasteignagjalda sem samþykkt var á síðasta fundi bæjarstjórnar, og ekki sé því þörf á afgreiðslu bæjarráðs.
Axel Överby yfirgaf fund kl. 8:30.

7.Húsnæði Minjasjóðs Önundarfjarðar - Hafnarstræti 3-5, Flateyri - 2021030080

Á 1146. fundi bæjarráðs, þann 22. mars 2021, var lagt fram erindi Bryndísar Sigurðardóttur, formanns stjórnar Minjasjóðs Önundarfjarðar, dags. 17. mars 2021, þar sem viðruð er sú hugmynd að færa Ísafjarðarbæ að gjöf húsnæði Minjasjóðsins, Hafnarstræti 3-5 á Flateyri.

Bæjarráð óskaði eftir umsögn forstöðumanns Byggðasafn Vestfjarða um málið.

Nú er lögð fram greinargerð Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanns Byggðasafns Vestfjarða, móttekið 25. mars 2021, um húsnæðið sem hýsir verslun Bræðranna Eyjólfsson á Flateyri.
Málinu vísað til atvinnu- og menningarmálanefndar til umfjöllunar.

8.Samstarfshópur um þjóðgarð á Vestfjörðum - 2019100101

Lagt fram bréf Freyju Pétursdóttur og Eddu Kristínar Eiríksdóttur, sérfræðinga hjá Umhverfisstofnun, dags. 2. mars 2021, um tillögu að friðlýsingu þjóðgarðs á Vestfjörðum. Bréfinu fylgir jafnframt kort sem sýnir tillögu að mörkum svæðisins ásamt hnitaskrá og tillaga að friðlýsingu. Frestur til athugasemda er 26. maí 2021.
Lagt fram til kynningar.

9.Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum - 2016110092

Lagt fram erindi Þórdísar Bjartar Sigþórsdóttur, f.h. Umhverfisstofnunar, dags. 19. mars 2021, þar sem upplýst er um viðbrögð Umhverfisstofnunar vegna bókunar á fundi Ísafjarðarbæjar varðandi tillögur um breytingar á sérreglum nr. 2 og 10. fyrir friðlandið á Hornströndum.
Lagt fram til kynningar.

10.Innviðauppbygging og þjónusta í Súgandafirði - 2021030030

Á 1146. fundi bæjarráðs, þann 21. mars 2021, var lagt fram til kynningar erindi Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dags. 19. mars 2021, vegna bréfs sem tekið var fyrir í bæjarráði 15. mars 2021 - 2021030030, undirritað af Óðni Gestssyni framkvæmdarstjóra Íslandssögu á Suðureyri. Var erindinu frestað til næsta fundar.

Er bréf hafnarstjóra nú lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

11.Sundabakki - framkvæmdir - 2016090029

Á 219. fundi hafnarstjórnar, þann 25. mars 2021, voru kynnt drög að teikningum vegna lengingar Sundabakka og minnisblað Kjartans Elíassonar, f.h. hafnadeildar Vegagerðarinnar, dags. 15. mars 2021, vegna aukakostnaðar á upptökudokk. Einnig er tiltekið í bréfinu áætlun um tímaramma verkefnisins. Þá kynnti hafnarstjóri stöðu máls vegna aukakostnaðar á upptökudokk við Sundabakka á Ísafirði.

Hafnarstjórn lagði til að farið verði í verkþátt tvö samkvæmt tillögu í minnisblaði og vísaði málinu til bæjarráðs til samþykktar.

Er nú lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. mars 2021, um stjórnsýslulegan feril málsins.
Bæjarráð samþykkir að byggt verði umrætt stálþil og upptökudokk, enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar ársins, og felur bæjarstjóra að gera samning við rekstraraðila upptökumannvirkisins.

12.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 156 - 2103021F

Lögð fram til kynningar fundargerð 156. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, en fundur var haldinn 23. mars 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 156 Atvinnu- og menningarmálanefnd felur starfsmanni að gera drög að endurnýjun samnings til þriggja ára og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

13.Fræðslunefnd - 423 - 2101020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 423. fundar fræðslunefndar, en fundur var haldinn 21. janúar 2021.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Fræðslunefnd - 425 - 2103020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 425. fundarfræðslunefndar, en fundur var haldinn 25. mars 2021.

Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.Hafnarstjórn - 219 - 2103024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 219. fundar hafnarstjórnar, en fundur var haldinn 25. mars 2021.

Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 556 - 2103022F

Lögð fram til kynningar fundargerð 556. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 24. mars 2021.

Fundargerðin er í sextán liðum.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
 • 16.1 2021020013 Staðfesting landamerkja
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 556 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki ofantalinna jarða.
 • 16.2 2021020013 Staðfesting landamerkja
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 556 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki ofantalinna jarða.
 • 16.3 2021020013 Staðfesting landamerkja
  Skipulags- og mannvirkjanefnd - 556 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki ofantalinna jarða.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 556 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að EBS fasteignir ehf. fái lóðina við Daltungu 2, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 556 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að EBS fasteignir ehf. fái lóðina við Daltungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 556 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla spýtan ehf. fái lóðina við Ártungu 3, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 556 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Sætún 2, Suðureyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 556 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hafnarstræti 2a, Þingeyri.

Fundi slitið - kl. 08:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?