Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
556. fundur 24. mars 2021 kl. 08:15 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Gautur Ívar Halldórsson varamaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Heiða Jack skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Staðfesting landamerkja - 2021020013

Óskað er eftir því að Ísafjarðarbær staðfesti landamerki milli Hestjarðanna og Efstabóls, Kroppstaða, Tungu í Firði, Hóls í Firði og Seljalands.
Meðfylgjandi eru uppdrættir landamerkjanna og staðfestar yfirlýsingar allra landeigenda á hnitsettum landamörkum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki ofantalinna jarða.

2.Staðfesting landamerkja - 2021020013

Óskað er eftir að Ísafjarðarbær staðfesti landamerki Kirkjubóls í Korpudal og Efstabóls, Efstabóls og Kroppstaða og Kirkjubóls í Korpudal og Kroppstaða.
Meðfylgjandi eru uppdrættir að landamerkjum og staðfestar yfirlýsingar allra landeigenda á hnitsettum landamörkum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki ofantalinna jarða.

3.Staðfesting landamerkja - 2021020013

Óskað er eftir því að Ísafjarðarbær staðfesti landamerki milli Hjarðardalsjarða og Tungu í Firði, Hóls í Firði, Holts og Lambadals Ytri 1.
Meðfylgjandi eru uppdrættir landamerkjanna og staðfestar yfirlýsingar allra landeigenda á hnitsettum landamörkum.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að staðfesta landamerki ofantalinna jarða.

4.Rafhleðslustöðvar Orkubús Vestfjarða - 2020050004

Orkubú Vestfjarða óskar eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ um að koma upp og viðhalda rafhleðslustöðvum við íþróttamiðstöðina á Þingeyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í hugmyndina og felur skipulagsfulltrúa að útbúa samning og leggja fyrir bæjarráð.

5.Ártunga 2, ný umsókn um byggingarleyfi - 2021020054

Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um byggingarleyfi f.h. EBS fasteigna slf. á einbýlishúsi úr timbri við Ártungu 2, Ísafirði.
Byggingin fellur að hluta til fyrir utan byggingareit.
Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar á því hvort grenndarkynna þurfi óverulega breytingu á byggingareit.
Fylgigögn eru aðaluppdráttur frá Belkod dags 10. mars, 2021 og byggingarleyfisumsókn, ódags.

Eins er óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki sé þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, þar sem grenndaráhrif eru óveruleg og ekki til þess fallandi að valda skuggavarpi á aðrar lóðir né byrgja útsýni umfram það sem var.
Ósk um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum er vísað til bæjarráðs.

6.Ártunga 4. Umsókn um byggingarleyfi - 2021030081

Einar Birkir Sveinbjörnsson sækir um byggingarleyfi f.h. EBS fasteigna slf. á einbýlishúsi úr timbri við Ártungu 4 á Ísafirði.
Byggingin fellur að hluta til fyrir utan byggingareit.
Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar á því hvort grenndarkynna þurfi óverulega breytingu á byggingareit.
Fylgigögn eru aðaluppdráttur frá Belkod dags 10. mars, 2021 og byggingarleyfisumsókn, ódags.

Eins er óskað er eftir niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að ekki sé þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, þar sem grenndaráhrif eru óveruleg og ekki til þess fallandi að valda skuggavarpi á aðrar lóðir né byrgja útsýni umfram það sem var.
Ósk um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum er vísað í bæjarráð.

7.Daltunga 2, Ísafirði. Umsókn um lóð undir einbýlishús - 2021030052

Einar B. Sveinbjörnsson f.h. EBS fasteigna sækir um lóð undir einbýlishús við Daltungu 2, Ísafirði. Fylgiskjöl eru rafræn umsókn sem barst 11. mars, 2021 og mæliblað tæknideildar frá 15. mars, 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að EBS fasteignir ehf. fái lóðina við Daltungu 2, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

8.Daltunga 4, Ísafirði. Umsókn um lóð undir einbýlishús. - 2021030053

Einar B. Sveinbjörnsson f.h. EBS fasteigna sækir um lóð undir einbýlishús við Daltungu 4, Ísafirði. Fylgiskjöl eru rafræn umsókn sem barst 11. mars, 2021 og mæliblað tæknideildar frá 15. mars, 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að EBS fasteignir ehf. fái lóðina við Daltungu 4, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

9.Ártunga 3, Ísafirði. Umókn um lóð undir einbýlishús. - 2021030061

Magnús Jónsson f.h. Gömlu spýtunnar ehf. sækir um lóð undir einbýlishús við Ártungu 3, Ísafirði. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 15. mars, 2021 og mæliblað tæknideildar frá 19. mars, 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Gamla spýtan ehf. fái lóðina við Ártungu 3, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

10.Suðurgata 9, umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma. - 2021030036

Gunnar B. Ólafsson sækir um stöðuleyfi tveggja gáma f.h. Skeljungs hf.
Fylgigögn eru umsókn um stöðuleyfi dags 10. febrúar, 2021 og samþykki aðliggjandi lóðarhafa, ásamt loftmynd, ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við byggingafulltrúa að óska eftir útfærslu á varanlegri lausn áður en nýtt stöðuleyfi er veitt.

11.Gámar og lausafjármunir 2021-22, stöðuleyfi - 2021010022

Haukur Sigurðsson sækir um stöðuleyfi fyrir gám við Sundstræti 33, Ísafirði. Fylgiskjöl eru umsókn dags. 28. nóvember, 2020 og loftmynd af staðsetningu gáms.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi í samræmi við umsókn.
Þó vill nefndin benda á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn og er umsækjandi hvattur til þess að leita varanlegra lausna.

12.Gámar og lausafjármunir 2021-22, stöðuleyfi. - 2021010022

Jóna K. Kristinsdóttir f.h. Heiðmýrar ehf. sækir um endurnýjun á stöðuleyfi gáma við Ásgeirsgötu 3, Ásgeirsbakka á Ísafirði. Þeir verða notaðir til að girða af lóð skv. umsókn dags. 16. febrúar, 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við byggingafulltrúa að óska eftir útfærslu á varanlegri lausn áður en nýtt stöðuleyfi er veitt.

Óskað er eftir umsögn hafnarstjórnar um útgáfu stöðuleyfis þar sem gámurinn er staðsettur á hafnarsvæði.

13.Gámar og lausafjármunir 2021-22, stöðuleyfi - 2021010022

Kristján A. Guðjónsson, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Ísafjarðarbæjar, sækir um stöðuleyfi fyrir geymslugám við Stakkanes 3, Ísafirði. Fylgigögn eru undirrituð umsókn frá 16. mars 2021 og loftmynd með staðsetningu gáms inni á lóð.
Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi í samræmi við umsókn.
Þó vill nefndin benda á að stöðuleyfi er ekki hugsað sem varanleg lausn og er umsækjandi hvattur til þess að leita varanlegra lausna.

Leggur nefndin til að umsækjandi útfæri varanlega lausn í samráði við tæknideild Ísafjarðarbæjar.

14.Sætún 2, Suðureyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi. - 2021030072

Kristrún Linda Jónasdóttir sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningu fyrir fasteignina Sætún, Suðureyri. Fylgiskjöl eru undirituð umsókn dags. 16. mars 2021 og mæliblað tæknideildar frá 18. mars, 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Sætún 2, Suðureyri.
Fylgiskjöl:

15.Hafnarstræti 2a, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi. - 2021030073

Kristján Ó. Ásvaldsson, skiptastjóri þrotabús Múrs og stimplunar ehf. sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi fyrir fasteignina Hafnarstræti 2a, Þingeyri. Fylgiskjöl eru undirituð umsókn dags. 16. mars, 2021 og mæliblað tæknideildar frá 18. mars, 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir Hafnarstræti 2a, Þingeyri.
Fylgiskjöl:

16.Uppbygging Fjarðarstræti Ísafirði. - 2021030086

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, hjá Plan 21/BÓ arkitektum mætir til fundar og kynnir hugmyndaverkefni um uppbyggingu við Fjarðarstræti á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, f.h. Plan 21/BÓ arkitekta - mæting: 09:25

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?