Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
156. fundur 23. mars 2021 kl. 08:15 - 09:53 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Afnot af Svarta pakkhúsinu Flateyri - Hús og fólk - 2020090034

Á 153. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar, þann 17. september 2020, var lagt fram bréf Jóhönnu Kristjánsdóttur og Guðrúnar Pálsdóttur, f.h. félagsins Húsa og fólks ehf., þar sem óskað var áframhaldandi afnota af Svarta pakkhúsinu á Flateyri, fyrir sýningu um harðfisk og skreið, þegar endurbyggingu hússins lýkur.

Atvinnu- og menningarmálanefnd fól starfsmanni að óska frekari upplýsinga um sýningu Húsa og fólks, þ.e. framtíðaráform félagsins um notkun hússins.

Á fundi nefndarinnar þann 26. janúar 2021 voru lögð fram gögn um endurbyggingu hússins, sem kallað var eftir frá umhverfis- og eignasviði, en forsvarsmaður Húsa og fólks komst ekki til fundar vegna veðurs. Var málinu frestað til næsta fundar.

Guðrún Pálsdóttir, f.h. Húsa og fólks, mætir nú til fundar til umræðu um málið.
Málefni hússins rædd og möguleg framtíðarnotkun. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram með forsvarsmönnum Húsa og fólks.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:15
  • Guðrún Pálsdóttir, forsvarsmaður Húsa og fólks - mæting: 08:15

2.Styrkir til menningarmála 2020 - 2020010033

Lagðar fram til kynningar greinargerðir um framkvæmd þeirra menningarmála sem styrkt voru í fyrri úthlutun styrkja atvinnu- og menningarmálanefndar árið 2020.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálsviðs, dags. 20. mars 2020, um samantekt vegna úthlutunar styrkja til menningarmála vorið 2020.
Lagt fram til kynningar.

3.Styrkir til menningarmála 2020 - 2020010033

Lögð fram beiðni Sæbjargar Freyju Gísladóttur varðandi breytta nýtingu menningarstyrks sem úthlutaður var í fyrri úthlutun 2020, en vegna óviðráðanlegra ástæðna gafst ekki færi á að nýta styrkinn eins og til stóð.
Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir beiðni Sæbjargar Freyju með vísan til aðstæðna.

4.Styrkir til menningarmála 2021 - 2021020098

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir menningarmála, vegna fyrri úthlutunar 2021. Alls bárust 16 umsóknir.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna vorúthlutunar 2021. Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 1.100.000,- til eftirfarandi umsækjenda.

Listahópurinn Allt Kollektív, sýningar á Flateyri, kr. 170.000,
Kvennakór Ísafjarðar, upptökur og útgáfa tónlistar, kr. 100.000,
Elísabet Gunnarsdóttir, Frönsk kvikmyndahátíð, kr. 50.000,
Kol og salt ehf. / Gallerí Úthverfa, Uppruni myndlistar á Ísafirði, kr. 170.000,
Óttar Gíslason, Sælkeraveisla á Þingeyri, kr. 170.000,
Pétur Ernir Svavarsson, Sumarsöngleikur „Níu-til-fimm“, kr. 170.000,
Heimabyggð, Glaðventa, kr. 170.000,
F. Chopin tónlistarfélagið á Íslandi, tónleikar Maksymilian Frach, kr. 100.000.

Atvinnu- og menningarmálanefnd felur starfsmanni að tilkynna styrkveitingar og skilyrða útgreiðslu því að búið sé að skila lokaskýrslu vegna fyrri verkefna styrkþega, sé um slíkt að ræða.

Nefndin felur starfsmanni jafnframt að endurskoða reglur um úthlutun menningarstyrkja í samræmi við umræður á fundinum, og leggja fyrir nefndina á næsta fundi hennar.

5.Act Alone - endurnýjun samnings 2021 - 2021030095

Lagt fram erindi Elfars Loga Hannessonar, f.h. Act Alone, dags. 18. febrúar 2021, þar sem óskað er endurnýjunar styrktarsamnings vegna leiklistarhátíðarinnar Act Alone, með sömu forsendum og skilmálum.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur starfsmanni að gera drög að endurnýjun samnings til þriggja ára og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 09:53.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?