Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032
Kynnt var hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.
2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar starfsárið 2020-2021 - 2020110059
Lögð fram sameiginleg starfsáætlun grunnskóla Önundarfjarðar og leikskólans Grænagarðs á Flateyri fyrir skólaárið 2020 -2021.
Lagt fram til kynningar.
3.Ósk um aukningu á stöðugildum við leikskólann Sólborg og Tanga. - 2021010112
Lagt fram bréf frá Helgu Björk Jóhannsdóttur leikskólastjóra á leikskólanum Sólborg, þar sem hún óskar eftir heimild til að ráða inn stöðugildi vegna stuðning við nemendur. Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa um málið.
Fræðslunefnd vísar málinu áfram til Bæjarráðs.
4.Stuðningur við starfsfólk leikskóla með erlendan bakgrunn - 2021010111
Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2021 frá Artëm Ingmari Benediktssyni nýdoktor og kennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Fyrir hönd hóps á Menntavísindasviði sem heitir Leikskóli og fjölmenning og eru að vinna að ?verkefni?sem hefur?það markmið að auka samfélagsvirkni og tengsl milli kennara Háskóla Íslands og starfsfólks í leikskólum.
Fræðslunefnd þakkar fyrir bréfið og felur starfsmönnum skólasviðs að vinna áfram með málið í samræmi við viðræður á fundinum.
5.Verkefni HLH - 2020080061
Lagt fram minnisblað Stefaníu Helgu Ásmundsdóttr sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs er varðar verkefnalista HLH.
Fræðslunefnd felur starfsmönnun skólasviðs að vinna áfram með málið.
Fundi slitið - kl. 09:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda.