Fræðslunefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
423. fundur 21. janúar 2021 kl. 08:10 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson varaformaður
  • Jónas Þór Birgisson aðalmaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Guðrún Birgisdóttir skóla- og sérkennslufulltrúi
Dagskrá
Áheyrnafulltrúar fyrir grunnskólamál: Erna Sigrún Jónsdóttir og Jóna Lára Sveinbjörnsdóttir, fulltrúar kennara.
Áheyrnarfulltrúar fyrir leikskólamál: Helga Björk Jóhannsdóttir, fulltrúi skólastjórnenda.

1.Verkefnalisti fræðslunefndar 2020-2021 - 2020090032

Kynnt var hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu.

2.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla Ísafjarðarbæjar starfsárið 2020-2021 - 2020110059

Lögð fram sameiginleg starfsáætlun grunnskóla Önundarfjarðar og leikskólans Grænagarðs á Flateyri fyrir skólaárið 2020 -2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Ósk um aukningu á stöðugildum við leikskólann Sólborg og Tanga. - 2021010112

Lagt fram bréf frá Helgu Björk Jóhannsdóttur leikskólastjóra á leikskólanum Sólborg, þar sem hún óskar eftir heimild til að ráða inn stöðugildi vegna stuðning við nemendur. Kynnt minnisblað Guðrúnar Birgisdóttur skóla- og sérkennslufulltrúa um málið.
Fræðslunefnd vísar málinu áfram til Bæjarráðs.

4.Stuðningur við starfsfólk leikskóla með erlendan bakgrunn - 2021010111

Lagt fram bréf dagsett 18. janúar 2021 frá Artëm Ingmari Benediktssyni nýdoktor og kennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Fyrir hönd hóps á Menntavísindasviði sem heitir Leikskóli og fjölmenning og eru að vinna að ?verkefni?sem hefur?það markmið að auka samfélagsvirkni og tengsl milli kennara Háskóla Íslands og starfsfólks í leikskólum.
Fræðslunefnd þakkar fyrir bréfið og felur starfsmönnum skólasviðs að vinna áfram með málið í samræmi við viðræður á fundinum.

5.Verkefni HLH - 2020080061

Lagt fram minnisblað Stefaníu Helgu Ásmundsdóttr sviðstjóra skóla- og tómstundasviðs er varðar verkefnalista HLH.
Fræðslunefnd felur starfsmönnun skólasviðs að vinna áfram með málið.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?