Tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda við þegar byggðar götur

Bæjarstjórn samþykkti á 499. fundi sínum þann 6. október 2022 tillögu um sérstaka niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna lóða við þegar byggðar götur í Ísafjarðarbæ sem ekki þarf að leggja í frekari kostnað við gatnagerð og eru auglýstar eru á vef Ísafjarðarbæjar.

Lækkunin er gerð á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjöld.

Ákvæðið tekur til lóðaúthlutana á neðangreindum lóðum sem fara fram frá 1. janúar 2022 til og með 31. desember 2023.

 • Ártunga (áður Asparlundur) 3 og 6, Ísafirði
 • Daltunga (áður Eikarlundur) 2, 4, 6 og 8, Ísafirði
 • Fífutunga (áður Grenilundur) 4 og 6, Ísafirði
 • Tungubraut 10, 12, 14 og 16, Ísafirði
 • Seljaland 17, 18 og 23, Ísafirði
 • Drafnargata 3 og 5, Flateyri
 • Brimnesvegur 32 og 34 Flateyri
 • Aðalgata 17, 19 og 24, Suðureyri
 • Eyrargata 11, Suðureyri
 • Dalbraut 6, Hnífsdalur
 • Ísafjarðarvegur 8 og 10, Hnífsdalur

Miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka og ljúki með lokaúttekt fyrir 31. desember 2026.

Sækja þarf sérstaklega um þessa niðurfellingu til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Er það gert með því að senda erindi á postur@isafjordur.is.

Nánari upplýsingar