Bæjarstjórn

499. fundur 06. október 2022 kl. 17:00 - 17:28 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir varamaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
  • Dagný Finnbjörnsdóttir varamaður
  • Elísabet Samúelsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Fundir bæjarstjórnar 2022-2026 - 2022050136

Tillaga frá bæjarstjóra um að fundur bæjarstjórnar skv. dagskrá þann 16. febrúar 2023, verði færður til 23. febrúar 2023, vegna vetrarfrís í skólum Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

2.Endurskoðun húsnæðisáætlunar 2021 - 2021120009

Tillaga frá 1213. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 3. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar upp tillögu um að fresta málinu til næsta fundar, þar sem kerfi HMS liggja niðri, og getur sveitarfélagið því ekki skilað áætluninni á tilætluðu formi til HMS.

Tillaga um frestun máls samþykkt 9-0.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022 - 2022040056

Tillaga frá 1213. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 3. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki viðauka 18 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2022, vegna verðbótahækkana, framkvæmdaáætlunar, sölu eigna og endurmats tekna.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri, og Jóhann Birkir Helgason.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

4.Álagningarhlutfall útsvars og fasteignagjalda 2023 - 2022090089

Tillaga frá 1212. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 26. september 2022, um að bæjarstjórn samþykki tillögu Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarstjóra, um að útsvar Ísafjarðarbæjar 2023 verði óbreytt 14,52%.
Til máls tóku: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

5.Niðurfelling gatnagerðargjalda vegna byggingar íbúðarhúsnæðis - 2017050003

Tillaga frá 1213. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 3. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki tillögu sviðsstjóra um sérstaka niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna þeirra lóða sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra, en sækja þarf þó sérstaklega um niðurfellingu til bæjarstjórnar í hverju tilfelli, með vísan til 6. gr. laga nr. 153/2006, um gatnagerðargjöld, og 7. gr. samþykktar Ísafjarðarbæjar um gatnagerðargjöld.

Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

6.Ártunga 3 - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda - 2022100012

Tillaga frá 1213. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 3. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki beiðni Teits Magnússonar um niðurfellingu gatnagerðargjalda af lóðinni Ártungu 3 á Ísafirði, enda er lóðin á lóðalista skv. minnisblaði sviðsstjóra, um sérstaka niðurfellingarheimild gatnagerðargjalda.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

7.Hafnarstræti 25 og 26, Þingeyri. Umsókn um lóðir undir sjósundsaðstöðu - 2022030075

Tillaga frá 1213. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 3. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki viljayfirlýsingu Ísafjarðarbæjar til handa Fasteignafélagi Þingeyrar vegna uppbyggingar sjósundsaðstöðu með gufuböðum og heitum pottum við Hafnarstræti á Þingeyri.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

8.Boðgreiðslur - 2022090140

Tillaga frá 1213. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 3. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki breytingar á þjónustu Ísafjarðarbæjar varðandi boðgreiðslur, og að breytingin taki gildi 1. janúar 2023.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

9.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2022 - 2022020094

Tillaga frá 1213. fundi bæjarráðs, sem fram fór þann 3. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða 2023, en telur þó að verkefnið „Hreinir Vestfirðir 2023“ skuli unnið innan fjárhagsramma áætlunar 2023.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

10.Hafnarstræti 15 - Ósk um óverulega deiliskipualgsbreytingu - 2022090131

Tillaga frá 593. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, sem fram fór þann 3. október 2022, um að bæjarstjórn samþykki að umsækjandi, Arctic Sea Farm og Jónína Sólveig Jónsdóttir, fái heimild til að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Forseti bar tillöguna upp til atkvæða.

Tillagan samþykkt 9-0.

11.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 192 - 2209004F

Fundargerð 192. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 14. september 2022.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

12.Bæjarráð - 1211 - 2209015F

Fundargerð 1211. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 19. september 2022.

Fundargerðin er í tólf liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

13.Bæjarráð - 1212 - 2209021F

Fundargerð 1212. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 26. september 2022.

Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

14.Bæjarráð - 1213 - 2209028F

Fundargerð 1213. fundar bæjarráðs lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 3. október 2022.

Fundargerðin er í 15 liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

15.Fræðslunefnd - 443 - 2209009F

Fundargerð 443. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 15. september 2022.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

16.Fræðslunefnd - 444 - 2209016F

Fundargerð 444. fundar fræðslunefndar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 22. september 2022.

Fundargerðin er í sex liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

17.Hafnarstjórn - 234 - 2209020F

Fundargerð 234. fundar hafnarstjórnar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 27. september 2022.

Fundargerðin er í níu liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Sædís Ólöf Þórsdóttir.

Sædís leggur fram eftirfarandi bókun vegna þriðja liðs fundargerðarinnar er varðar aðstöðu og skipulag við móttöku ferðamanna úr skemmtiferðaskipum á nýjum Sundabakka:
„Í vinnu við skipulag á Sundabakka hefði átt að ræða við alla hagsmunaaðila. Í þeirri vinnu var haft samband beint við eina ferðaskrifstofu en tekið skal fram að alls eru fjórar ferðaskrifstofur, tveir ferðaskipuleggjendur og að minnsta kosti þrír einstaklingar sem eru með þjónustu við skemmtiferðaskipafarþega. Ekki var horft til þeirra sem selja beint til ferðamanna um borð eða harka ferðir á staðnum þar sem ekki er gert ráð fyrir staðsetningu fyrir þá í núverandi vinnu. Óskað er eftir því að leitað verði eftir þeirra áliti áður en vinnu við skipulag á svæðinu er formlega lokið.“

Lagt fram til kynningar.

18.Íþrótta- og tómstundanefnd - 234 - 2209017F

Fundargerð 234. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 21. september 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 593 - 2209025F

Fundargerð 593. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 3. október 2022.

Fundargerðin er í átta liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

20.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 123 - 2209011F

Fundargerð 123. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 14. september 2022.

Fundargerðin er í einum lið.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti, og Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

21.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 124 - 2209024F

Fundargerð 124. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 28. september 2022.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Til máls tók: Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, forseti.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:28.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?