Bæjarráð

1059. fundur 29. apríl 2019 kl. 08:05 - 09:11 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjaritari
Dagskrá

1.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Lagt fram að nýju bréf Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dagsett 29. mars sl., ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu Hábrúnar ehf. í Skutulsfirði. Á 1056. fundi bæjarráðs 1. apríl sl., var erindinu vísað til umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar. Báðar nefndir hafa skilað umsögnum sem jafnframt eru lagðar fram.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umsagnir umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.

2.Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar - Íslenska kalkþörungafélagið - 2016070031

Lagt er fram að nýju bréf Jóns Smára Jónssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 9. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna beiðni Íslenska Kalkþörungafélagsins, Bíldudal, um framleiðsluaukningu. Fyrirspurn Íslenska Kalkþörungafélagsins um matsskyldu vegna framleiðsluaukningar á Bíldudal gefin út í apríl 2019 er jafnframt lögð fram til kynningar. Erindið var síðast á dagskrá 15. apríl sl., og óskaði bæjarráð eftir umsögnum frá umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd, sem jafnframt eru lagðar fram.
Skipulagsstofnun hefur framlengt umsagnarfrest Ísafjarðarbæjar til 3. maí.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umsagnir umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.

3.Tankurinn - Þingeyri - 2019040026

Á 518. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var kynntur tölvupóstur Pálmars Kristmundssonar dags. 02.04.2019. Nefndin tók jákvætt í erindi Pálmars en bendir á að mögulega þarf að gera breytingar á deiliskipulagi, m.t.t. skilgreiningar verkefnisins. Nefndin vísar erindi til frekari umræðna í bæjarráði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með hverfisráði Dýrafjarðar um verkefnið ásamt fleiri verkefnum er tengjast Þingeyri.

4.Seljalandsvegur 100, uppkaup. - 2018090014

Kynnt tilboð í fasteignina Seljalandsveg 100, dagsett 9. apríl 2019.
Bæjarráð vísar tilboðinu í fasteignina Seljalandsveg 100 til bæjarstjórnar.

5.Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085

Lagt fram bréf Helenu Jónsdóttur og Runólfs Ágústssonar f.h. Lýðháskólans á Flateyri, dagsett 24. apríl sl., þar sem óskað er eftir að samningur milli skólans og Ísafjarðarbæjar verði framlengdur.
Lagt fram til umræðu.

6.Virðisaukinn - 2013110016

Á 145. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar 16. apríl sl., lagði nefndin til við bæjarráð að afhending Virðisaukans fari fram með hátíðlegri athöfn við upphaf bæjarstjórnarfundar í maí.
Bæjarráð vísar afhendingunni til 2. fundar bæjarstjórnar í maí.

7.Stefnumótun í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar og atvinnuþróunarsamningur Atvest - 2010080057

Lagður er fram tölvupóstur Sigríðar Ó. Kristjánsdóttur, dags. 13. febrúar sl., varðandi tilboð í gerð atvinnu- og menningarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ.
Atvinnu- og menningarmálanefnd tók erindið fyrir á 145. fundi sínum 16. apríl sl., og lagði til við bæjarráð að Ísafjarðarbær leiti til sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum að taka sig saman um gerð atvinnumálastefnu og menningarmálastefnu fyrir norðanverða Vestfirði.
Bæjarráð vísar gerð atvinnustefnu og menningarmálastefnu til næsta árs.

8.Styrkur til reksturs upplýsingamiðstöðvar fyrir árið 2019 - 2019020089

Lagður er fram til kynningar tölvupóstur Guðnýjar Hrafnkelsdóttur, f.h. Ferðamálastofu, dags. 15. apríl sl., þar sem tilkynnt er um að fjármunum þeim sem hefur verið veitt í rekstur upplýsingamiðstöðva í hefðbundnum rekstri verði í framtíðinni í auknum mæli ráðstafað til að miðla upplýsingum með stafrænum hætti.
Lagt fram til kynningar.

9.Áskorun til stjórnvalda um uppbyggingu varnarvirkja gegn ofanflóðum - 2019040053

Lagður fram tölvupóstur Tómasar Jóhannessonar f.h. Veðurstofu Íslands, dagsettur 23. apríl sl., þar sem kynnt er áskorun sem Veðurstofa og fleiri aðilar hyggjast senda stjórnvöldum, vegna hægagangs við uppbyggingu snjóflóðavarnarvirkja með núverandi fjárframlögum úr Ofanflóðasjóði.
Bæjarráð tekur undir eftirfarandi áskorun Veðurstofu Íslands:
„Við undirrituð, sem öll höfum komið að hættumati og uppbyggingu varna gegn snjóflóðum og skriðuföllum hér á landi á undanförnum árum og áratugum, viljum skora á stjórnvöld að ljúka sem fyrst uppbyggingu ofanflóðavarna. Fjárhagslega og tæknilega virðist raunhæft að ljúka þeim framkvæmdum sem eftir standa fyrir árið 2030 ef fljótlega verður hafist handa við framkvæmdir, sem undirbúnar hafa verið, og samtímis unnið að undirbúningi framkvæmda sem skemmra eru á veg komnar. Þetta er verðugt markmið nú þegar tæpur aldarfjórðungur er liðinn frá hinum hörmulegu slysum í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Ekki er viðunandi að meira en hálf öld líði frá þessum slysum þar til fullnægjandi varnir hafa verið reistar fyrir byggð á mestu snjóflóðahættusvæðum landsins þar sem slíkur hægagangur býður heim hættu á mannskæðum slysum í þéttbýli.“

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 11. apríl sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar fræðslunefndar.

11.Malarnám í Skutulsfirði - 2019040054

Lagður fram tölvupóstur Bryndísar Róbertsdóttur f.h. Orkustofnunar, dagsettur 26. apríl sl., ásamt fylgiskjölum, þar sem óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um umsókn Kubbs ehf. um leyfi til töku á möl og sandi af hafsbotni í Polli, Skutulsfirði.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í hafnarstjórn. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

12.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 145 - 1904014F

Fundargerð 145. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 16 apríl sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir atvinnu- og menningarmálanefnd í samræmi við tillögu nefndarinnar um breytingar á markmiðum hennar og leggja fyrir bæjarstjórn.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 145 Atvinnu- og menningarmálefnd leggur til við bæjarstjórn að nefndinni verði breytt í menningarmálanefnd sem fari eingöngu með menningarmál í sveitarfélaginu og erindisbréfi verði breytt til samræmis.

13.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 519 - 1904017F

Fundargerð 519. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 24. apríl sl. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 83 - 1904013F

Fundargerð 83. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 23. apríl sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:11.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?