Skipulags- og mannvirkjanefnd

519. fundur 24. apríl 2019 kl. 08:15 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson formaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir varamaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Hrannargata 2 á Flateyri - 2019030098

Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson óska eftir endurnýjun lóðaleigusamnings að Hrannargötu 2, Flateyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 12.03.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings vegna fasteignar við Hrannargötu 2, Flateyri.

2.Skipulagsstofnun óskar umsagnar Ísafjarðarbæjar - 2016070031

Lagt er fram bréf Jóns Smára Jónssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 9. apríl sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna beiðni Íslenska Kalkþörungafélagsins, Bíldudal, um framleiðsluaukningu. Fyrirspurn Íslenska Kalkþörungafélagsins um matsskyldu vegna framleiðsluaukningar á Bíldudal gefin út í apríl 2019 er jafnframt lögð fram til kynningar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1058. fundi sínum 15. apríl sl. og vísaði því til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar og skipulags- og mannvirkjanefndar.
Í samræmi við 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af hálfu Íslenska Kalkþörungafélagsins. Á grundvelli þessara gagna og að teknu tilliti til viðmiða í 1. viðauka vegna framkvæmda í flokki B, í lögum um mat á umhverfisáhrifum, er það niðurstaða nefndarinnar að framleiðsluaukning sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Nefndin bendir á að vegna fyrri vandamála vegna rykmengunar, þá sé mikilvægt að tíðni mælinga sé aukinn á meðan nýr hreinsibúnaður er tekin í notkun, einnig eftir að fullri starfsemi er náð. Þannig að tryggt verði að starfsemin uppfylli kröfur starfsleyfis að losunarmörk verði undir viðmiðunarmörkum.3.Hábrún ehf - fiskeldi í Ísafjarðardjúpi - 2017050072

Eftirfarandi erindi var lagt fram til kynningar á fundi nefndar nr. 518 en þá var lagt fram bréf Vigdísar Sigurðardóttur f.h. Matvælastofnunar, dagsett 29. mars sl., ásamt fylgigögnum, þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu Hábrúnar ehf. í Skutulsfirði. Umsagnarfrestur er til 26. apríl.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1056. fundi sínum 1. apríl sl., og vísaði því til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur að í skýrslu dags. 22.01.2018 "Þorsk- og silungaeldi Hábrúnar í Skutulsfirði" í Ísafjarðardjúpi, sé nægjanlega gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi, mótvægisaðgerðum og vöktun. Hábrún áætlar að auka framleiðslu úr 400 tonnum í 700 tonn í kvíum í Skutulsfirði. Miðað við þær forsendur flokkast framkvæmdin í B flokk 1. viðauka í lögum um umhverfismat nr.106/2000.
Með hliðsjón af viðauka 2 telur skipulags- og mannvirkjanefnd að aukningin þurfi ekki að fara í umhverfismat miðað við þær forsendur sem gefnar eru upp í skýrslu og m.t.t. til staðsetningar, umfangs og afturkræfi eldisins.

4.Ísafjarðarhöfn - stöðuleyfi fyrir torgsöluhús - 2016040066

Kristín Þórunn Helgadóttir óskar eftir endurnýjun stöðuleyfis vegna torgsöluhúss við Ísafjarðarhöfn. Lögð eru fram fyrri gögn.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindinu til hafnarstjórnar.

5.Umsókn um afnot af svæði til hjólreiða - 2019010058

Lagður fram tölvupóstar frá Heiðu Jónsdóttur f.h. reiðhjóladeildar Vestra dags. 23. apríl 2019, ásamt fylgiskjölum. Í fylgiskjölum er umsókn dags. 23. apríl um afnot af svæði utan við lóð Eyrarsteypu.
Lagt fram.

6.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Fyrsta umræða um gjaldskrár sem tilheyra skipulags- og mannvirkjanefnd.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?