Bæjarráð

1050. fundur 18. febrúar 2019 kl. 08:05 - 08:36 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
 • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
 • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá
Guðmundur Gunnarsson situr fund í gegn um síma.

1.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019 - 2018120062

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2019. Á 1048. fundi bæjarráðs 4. febrúar sl. var lagður fram (Stuð)samningur milli Aldrei fór ég suður og Ísafjarðarbæjar, sem undirritaður var 18. janúar. Samkvæmt samningnum skuldbindur Ísafjarðarbær sig til að leggja fram 500.000,- kr. sem AFÉS nýtur til aukinnar kynningar á hátíðinni og um leið á svæðinu í heild. Samningurinn gildir fyrir árin 2019, 2020 og 2021. Lagt er
því til að önnur framlög á deildinni Aðrar hátíðir verði hækkuð sem þessu nemur og að áætlað framlag til Fablab sem áætlað er á ýmsum styrkjum atvinnumála verði lækkað úr 4 milljónum króna í 3,5 milljón króna. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er 0 kr.
Bæjarráð vísar viðaukanum til samþykktar í bæjarstjórn.

2.Lánsumsókn til Ofanflóðasjóðs 2019 v. 2018 - 2019020042

Lagt er fram afrit af lánsumsókn Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 13. febrúar sl., til Ofanflóðasjóðs vegna kostnaðar 2018, samtals 61 milljónir króna, sem lagt er til að sent verði til Ofanflóðasjóðs. Um er að ræða hluta af áætlaðri lántöku ársins 2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um lán til Ofanflóðasjóðs.

3.Afreksbraut við Menntaskólann á Ísafirði - 2018040003

Umræður um afreksíþróttabraut við Menntaskólann á Ísafirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við Menntaskólann á Ísafirði vegna afreksíþróttabrautar og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

4.Notendaráð fatlaðs fólks - 2019020050

Lagt fram bréf Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, formanns Öryrkjabandalags Íslands, dagsett 12. febrúar, þar sem spurt er hvort sveitarfélagið hafi skipað í notendaráð fatlaðs fólks.
Bæjarráð vísar erindinu til vinnslu á velferðarsviði.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2019 - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. Umsagnarfrestur er til 21. febrúar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1048. fundi sínum 4. febrúar og vísaði því til umsagnar í öldungaráði, sem gerir eftirfarandi tillögu að umsögn:
Öldungaráð Ísafjarðarbæjar fagnar því að gera eigi átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila 2019-2023, og að staðið verði við áætlunina. Þá skal á það bent að landssamband eldriborgara hefur margítrekað að fjármagn úr framkvæmdasjóði aldraðra verði ekki notað til rekstrar hjúkrunarheimila.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn Ísafjarðarbæjar.

6.Fræðslunefnd - 401 - 1902008F

Fundargerð 401. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 14. febrúar. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Nefnd um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss - 8 - 1902006F

Fundargerð 8. fundar nefndar um byggingu fjölnota knattspyrnuhúss sem haldinn var 12. febrúar. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 514 - 1901030F

Fundargerð 514. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. febrúar. Fundargerðin er í 14 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 514 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings, skv. meðfylgjandi mæliblaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 514 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings, skv. meðfylgjandi mæliblaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 514 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings, skv. meðfylgjandi mæliblaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Eldri lóðaleigusamningur fellur úr gildi við þinglýsingu nýs lóðaleigusamnings. Lóð Fjarðargötu 45b er felld út og sameinuð Fjarðargötu 45.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 514 Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.

 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 514 Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 514 Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Öldungaráð - 10 - 1902003F

Fundargerð 10. fundar öldungaráðs sem haldinn var 13. febrúar. Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Öldungaráð - 10 Ályktun öldungaráðs til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar varðandi húsnæðisáætlun:

  Öldungaráð Ísafjarðarbæjar fékk fyrir tilviljun upplýsingar um að nú væri í vinnslu húsnæðisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ. Ekkert samráð var haft við öldungaráð varðandi þessa áætlun og lýsir ráðið furðu sinni á því og telur að ráðið eigi að koma að slíkri vinnu.

Fundi slitið - kl. 08:36.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?