Öldungaráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
10. fundur 13. febrúar 2019 kl. 14:30 - 16:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigrún Camilla Halldórsdóttir formaður
  • Guðný Sigríður Þórðardóttir aðalmaður
  • Halla S Sigurðardóttir aðalmaður
  • Smári Haraldsson varaformaður
  • Guðbjartur Bergur Torfason aðalmaður
  • Auður Helga Ólafsdóttir aðalmaður
  • Magnús Reynir Guðmundsson aðalmaður
  • Jóhanna Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Halldóra Snæland Hreinsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Hagalínsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs
  • Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Hjördís Þráinsdóttir skjalastjóri
Dagskrá

1.Öldungaráð - reglur og samþykktir - 2019010059

Kynning á breyttri löggjöf og samþykkt um öldungaráð.
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, fer yfir breytta löggjöf og samþykkt um öldungaráð.

2.Kosning formanns og varaformanns. - 2019020012

Kosning formanns og varaformanns.
Tillögur koma fram um Sigrúnu C. Halldórsdóttur sem formann öldungaráðs og Smára Haraldsson sem varaformann.

Báðar tillögur samþykktar samhljóða.

Nýkjörinn formaður tekur við stjórn fundarins og býður fulltrúa í öldungaráði velkomna til fundar.

3.Íþrótta- og tómstundafulltrúi eldri borgara - 2019020012

Umræður um íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir eldri borgara í Ísafjarðarbæ.
Öldungaráð telur að aldraðir hafi orðið út undan þegar kemur að starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa hjá sveitarfélaginu og þykir miður að staða íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir aldraða hafi ekki verið sett inn í fjárhagsáætlun ársins 2019. Formanni falið að vinna málið áfram.

4.Útgáfa bæklings - 2019020012

Rætt um útgáfu bæklings þar sem fram komi allar upplýsingar um alla þjónustu við eldri borgara í Ísafjarðarbæ.
Öldungaráð felur formanni að vinna að undirbúningi útgáfu bæklings fyrir eldriborgara í Ísafjarðarbæ.

5.Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 31. janúar, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra) 306. mál. Umsagnarfrestur er til 21. febrúar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1048. fundi sínum 4. febrúar og vísaði því til umsagnar í öldungaráði.
Öldungaráð Ísafjarðarbæjar fagnar því að gera eigi átak í uppbyggingu hjúkrunarheimila 2019-2023, og að staðið verði við áætlunina. Þá skal á það bent að landssamband eldriborgara hefur margítrekað að fjármagn úr framkvæmdasjóði aldraðra verði ekki notað til rekstrar hjúkrunarheimila.

6.Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2018020026

Formaður leggur til að mál um húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar verði tekið á dagskrá. Tillaga formanns samþykkt samhljóða.
Ályktun öldungaráðs til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar varðandi húsnæðisáætlun:

Öldungaráð Ísafjarðarbæjar fékk fyrir tilviljun upplýsingar um að nú væri í vinnslu húsnæðisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ. Ekkert samráð var haft við öldungaráð varðandi þessa áætlun og lýsir ráðið furðu sinni á því og telur að ráðið eigi að koma að slíkri vinnu.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?