Skipulags- og mannvirkjanefnd

514. fundur 13. febrúar 2019 kl. 08:15 - 10:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Mar Óskarsson formaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Smári Karlsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Seljalandsvegur 100, - Lóðaleigusamningur - 2019020016

Lagður er fram nýr lóðaleigusamningur fyrir Seljalandsveg 100 dags. 1. feb. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings, skv. meðfylgjandi mæliblaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar.

2.Seljalandsvegur 102 - Nýr lóðaleigusamningur - 2019020017

Lagður fram nýr lóðaleigusamningur fyrir Seljalandsveg 102 ásamt lóðablaði dags. 1. feb. 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings, skv. meðfylgjandi mæliblaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar.

3.Fjarðargata 45, endurnýjun lóðarleigusamnings - 2018110016

Eigendur fasteignarinnar að Fjarðargötu 45, Þingeyri óska eftir endurnýjun lóðaleigusamnings. Fyrri samningur var útgefinn 20.desember 1973 til 50 ára.
Lögð eru fram fylgigögn frá tæknideild Ísafjarðarbæjar þ.e. lóðablað og samningur dags. 7. feb. 2019 og
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðaleigusamnings, skv. meðfylgjandi mæliblaði frá Tæknideild Ísafjarðarbæjar. Eldri lóðaleigusamningur fellur úr gildi við þinglýsingu nýs lóðaleigusamnings. Lóð Fjarðargötu 45b er felld út og sameinuð Fjarðargötu 45.

4.Djúpvegur, Kofrahús - Endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019020018

Sveinn Ingi og Garðar Sigurgeirsson sækja um endurnýjun lóðaleigusamnings vegna Kofrahúss að Djúpvegi þ.e. landnúmer 138924. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags. 21.01.2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram.

5.Upplýsingar um staðföng í Ísafjarðarbæ - 2019010063

Lögð fram tvö bréf Hjördísar Bragadóttur f.h. Þjóðskrár Íslands, dagsett 8. og 9. janúar, vegna upplýsinga um breytingar á skráningu staðfanga í Ísafjarðarbæ, vegna vinnu við leiðréttingu á misræmi milli fasteignaskrár og húsaskrár.
Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.
Sigurður Mar vék af fundi undir þessum lið

6.Stofnun lóðar fyrir vegsvæði - Borg Mjólkárvirkjun - 2019020020

Elías Jónatansson f.h. Orkubús Vestfjarða, sækir um stofnun lóðar úr landi Borgar/Mjólkárvirkjunar lnr. 140670, vegna vegsvæðis Vegagerðar. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags.14.12.2018 ásamt hnitsettum uppdrætti Borg Mjólkárvirkjun, frá Vegagerðinni dags. 31.01.2018 og deiliskipulagsuppdráttur dags. 12.05.2017
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.

Sigurður Mar vék af fundi undir þessum lið

7.Stofnun lóðar vegna vegsvæðis - Rauðsstaðir - 2019020019

Elías Jónatansson f.h. Orkubús Vestfjarða, sækir um stofnun lóðar úr landi Rauðsstaða lnr. 140686, vegna vegsvæðis Vegagerðar. Fylgigögn eru undirrituð umsókn dags.14.12.2018 ásamt hnitsettum uppdrætti Mjólká Rauðsstaðir, frá Vegagerðinni dags. 31.01.2018
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar.

8.Hornstrandafriðland framkvæmdaleyfi - Minnisblað Juris - 2019020031

Kynnt minnisblað frá Juris slf., varðandi framkvæmdaleyfi í friðlandinu á Hornströndum, dagsett janúar 2019
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingafulltrúa að óska eftir afstöðu Umhverfisstofnunar á minnisblaði Juris.

9.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020

Lagt fram bréf Sigrúnar Brynju Einarsdóttur og Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur f.h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, dagsett 25. janúar, ásamt samantekt úr áfangastaðaáætlun Vestfjarða.
Skýrslunni er vísað til endurskoðunnar Aðalsipulags Ísafjarðarbæjar 2020-2032, mikilvægt er að sótt verði um styrki í Framkvæmdasjóð Ferðamála fyrir verkefni sem koma fram í aðgerðaráætlun.

10.Hesteyri, þjónustuhús - deiliskipulag - 2018060060

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 15. janúar 2019, þar sem stofnunin óskar eftir því að deiliskipulagsgerð hefjist vegna þjónusthúss að Hesteyri í Hornstrandafriðlandi.
Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps var með samskonar erindi á dagskrá Umhverfisnefndar á fundi nr. 414. þann 29. maí 2014
Samhljómur er á meðal Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps og Umhverfisstofnunar um þörf á skipulagi svæðisins m.t.t. aukins fjölda ferðamanna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa, Umhverfisstofnun og Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps að mynda skipulagshópa vegna Rammahluta Aðalskipulags í Hornstrandafriðlandi og vegna deiliskipulagsgerðar að Hesteyri.

11.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar - endurskoðun - 2015100008

Verkefnalýsing kynnt.
Kynnt.

12.Laugar - umsókn um framkvæmdaleyfi - 2019020033

Orkubú Vestfjarða sækir um framkvæmdaleyfi í landi Suðureyrar. Sótt er um leyfi til þess að útbúa borteig, vegna fyrirhugaðrar borholu. Fylgigögn eru uppdrættir frá Tækniþjónustu Vestfjarða nr. 12-1376 og 15-1530 ásamt afstöðumynd frá OV dags, dags. 18.01.2019, Umsókn um framkvæmdaleyfi ódagsett og óundirrituð.
Nefndin getur ekki tekið afstöðu til erindisins fyrr en landamerki hafa verið staðfest á milli Lauga og Suðureyrar. Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.
Nanný Arna Guðmundsdóttir mætti til fundar undir þessum lið.

13.Umsókn um afnot af svæði til hjólreiða - 2019010058

Á 513. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var eftrfarandi erindi tekið fyrir.

Reiðhjóladeild Vestra sækir um afnot af svæði til þess að byggja upp æfingaaðstöðu fyrir hjólreiðar o.fl. sambærilegar íþróttir s.s. hjólabretti, hlaupahjól og línuskauta. Þrjár staðsetningar koma til greina þ.e. á milli lóðar Grænagarðs fyrrum Eyrarsteypu og Seljalandsbrekku.
Annar valkostur er innan við Tjaldsvæðið í Tungudal Þriðji valkostur er við skíðasvæði í Tungudal.
Fylgigögn eru undirrituð umsókn og greinargerð.

Nefndin óskaði eftir fundi með Nanný Örnu varðandi umsókn Vestra.
Nefndin tekur jákvætt í erindi Vestra, en bendir á að fyrsti valkostur getur verið háður takmörkunum m.t.t. vegalaga nr. 80/2007. Nefndin bendir á fleiri valkosti s.s. við skátaheimili Dyngju og neðan Vegagerðar í Dagverðardal. Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til starfshóps um framtíðarskipulag útivistarsvæðis Tungudals og Skíðasvæðis.
Bæjarfulltrúar og embættismenn sátu þennan fundarlið.

14.Húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar - 2018020026

Lögð fram til kynningar endanleg útgáfa af húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics mætir til fundar og kynnir skýrsluna.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindi til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?