Bæjarráð

994. fundur 13. nóvember 2017 kl. 08:05 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Arna Lára Jónsdóttir formaður
 • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
 • Jónas Þór Birgisson varamaður
 • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
 • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Framtíð og rekstur Edinborgarhússins - 2017100071

Á 993. fundi bæjarráðs, 31. október sl., var lagt fram bréf stjórnar Edinborgarhússins ehf., dagsett 26. október sl., þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um framtíð og rekstur Edinborgarhússins. Að mati stjórnar og rekstrarstjóra hússins er rekstur þess tæplega sjálfbær í núverandi mynd og fjárframlög úr Uppbyggingarsjóði hrökkva skammt. Stjórn hússins leggur höfuð áherslu á að gætt sé að því að tryggja megi að starfsemi hússins haldi áfram að blómstra svo sómi sé að.

Bæjarráð óskaði eftir að stjórn Edinborgarhússins mætti til fundar við bæjarráð eftir hálfan mánuð, eða þann 13. nóvember.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að frekar að málinu í samstarfi við Edinborgarhúsið ehf.
Jón, Ingi Björn og Matthildur yfirgefa fundinn kl. 8:38

Gestir

 • Jón Sigurpálsson, stjórnarmaður í Edinborgarhúsinu ehf. - mæting: 08:05
 • Ingi Björn Guðnason, stjórnarmaður í Edinborgarhúsinu ehf. - mæting: 08:05
 • Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, rekstrar- og viðburðastjóri Edinborgarhússins ehf. - mæting: 08:05

2.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Lagt fram bréf Ómars Ingþórssonar, f.h. Skipulagsstofnunar, dagsett 1. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu á laxi um 5800 tonn í Dýrafirði á vegum Artic Sea Farm. Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 20. nóvember 2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tók erindið fyrir á 487. fundi sínum, 8. nóvember sl. og bókaði eftirfarandi:
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í áform Arctic Sea Farm, um aukna framleiðslu á laxfiski í Dýrafirði úr 4200 tonnum í 10.000 tonn á ári. Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar er Dýrafjörður talinn þola eldi á allt að 10 þúsund tonnum og er súrefnisbúskapur fjarðarins jafnvel talinn þola allt að 40% meira eldi en það. Áhrif uppsöfnunar næringarefna frá eldinu eru talin hafa mjög takmörkuð áhrif á botndýralíf á svæðinu, en með umhverfisvöktun er ætlun framkvæmdaraðila að fylgjast með mögulegum áhrifum á það og verða kvíaþyrpingar færðar til ef talið verður tilefni til. Í Dýrafirði og í nágrenni hans eru engar laxveiðiár og er því samkvæmt áhættumati Hafró engin áhætta fyrir villta laxfiskstofna af hugsanlegum strokufiski frá eldinu. Er það því mat skipulags- og mannvirkjanefndar að stækkunaráform fyrirtækisins séu rökrétt í framhaldi af ágætum árangri síðustu ára og áform um viðbrögð þess eðlis að neikvæð umhverfisáhrif verða í algeru lágmarki. Aðkoma skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar og álit þetta er byggt á þeirri staðreynd að bæjarfélagið og íbúar þess hafa hagsmuni af því að nýting lands og nærliggjandi sjávar, sé í sátt við umhverfi og íbúa. Jafnframt er mjög mikilvægt að nærliggjandi auðlindir séu nýttar með einhverjum hætti, til hagsbóta fyrir samfélagið. Í fjölda ára hafa skipulagsnefnd og bæjarstjórn ítrekað það álit að brýn þörf sé á að strandsvæði séu skipulögð og að skipulagsvaldið verði í höndum sveitarfélaganna. Það álit er hér ítrekað, en í því tilfelli sem um ræðir skal þó á það bent að önnur nýting strandsvæðis á þeim reitum sem ætlaðir eru til eldis, er í dag lítil sem engin. Líklegt má því telja að skipulagning á nýtingu fjarðarins verði vel framkvæmanleg í samvinnu við umsækjanda og aðra mögulega hagsmunaaðila.

Bæjarráð vísar umsögninni til bæjarstjórnar.

3.Sorpmál 2018 - útboð 2017 - 2016090021

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 11. nóvember 2017, þar sem lagt er til að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ 2018-2021.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samið verði við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. um sorphirðu og förgun í Ísafjarðarbæ 2018-2021, í samræmi við tillögu sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.

Gestir

 • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:54

4.Hafnarstræti 11, Flateyri. Sala eignar. - 2017110013

Lagt fram bréf sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 3. nóvember 2017, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs Ísafjarðarbæjar til að hefja söluferli á fasteigninni Hafnarstræti 11, Flateyri.
Bæjarráð veitir Brynjari heimild til að hefja söluferli á fasteigninni á Hafnarstræti 11, Flateyri.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 9:01.

5.Sýslumaðurinn á Ísafirði - 2017 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2017020017

Lagður fram tölvupóstur Guðrúnar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum, dags. 18. október 2017, þar sem óskað er eftir umsögn varðandi umsókn Friðbjargar Matthíasdóttur, f.h. Kirkjubóls í Bjarnardal ehf., um rekstrarleyfi vegna gististaðar í flokki III. Einnig eru lagðar fram umsagnir byggingafulltrúa, dags. 1. nóvember og Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dags. 18. október.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

6.Svæðisáætlun Sorpmál - 2015090028

Lagt fram bréf Snjólaugar Tinnu Hansdóttur og Guðmundar B. Ingvarssonar, f.h. Umhverfisstofnunar, dagsett 6. nóvember sl. þar sem vakin er athygli á breytingu sem gerð var á 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, en eftirfarandi málsgrein var felld inn í lögin:

„Sveitarstjórn skal senda Umhverfisstofnun upplýsingar um útgáfu og veigamiklar endurskoðanir á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á því formi sem stofnunin leggur til.“
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

7.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017 - 2017010064

Lagður fram viðauki 13 við fjárhagsáætlun 2017. Viðaukinn varðar ósk um aukningu á stöðugildum við Tónlistarskóla Ísafjarðarbæjar að fjárhæð 431.915. Þessum kostnaði er mætt með tilfæringu innan málaflokksins, áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöður Ísafjarðarbæjar er því kr. 0.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann.

8.Ársfjórðungsskil - 3. ársfjórðungur - 2017100078

Lagt er fram til kynningar uppgjör Ísafjarðarbæjar fyrir þriðja ársfjórðung 2017 sem var sent Hagstofu Íslands mánudaginn 6. nóvember. Uppgjörið sýnir rekstrarafkomu upp á kr. 197.302.270,- fyrstu 9 mánuði ársins. Afkoman er því kr. 48.506.934,- betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.
Lagt fram til kynningar.

9.Framkvæmdir og fjárfestingar hafna Ísafjarðarbæjar - fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dagsett 21. október sl., um framkvæmdir og fjárfestingar, sem vísað var til bæjarráðs af 194. fundi hafnarstjórnar.
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar 2018.

10.Gjaldskrár hafna Ísafjarðarbæjar - fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Lögð fram tillaga hafnarstjórnar að breytingum á gjaldskrám hafna Ísafjarðarbæjar. Almennt hækka gjaldskrár samkvæmt verðbólguspá sem nú er 2,5% en farþegagjald hækkar um 25 krónur fyrir hvern fullorðinn og 12,5 krónur fyrir börn, samkvæmt áætlun frá 2016. Rafmagn hækkar um 9,4% sem er hækkun Orkubús Vestfjarða til hafna Ísafjarðarbæjar, milli gjaldskráhækkana 2017 til 2018.
Bæjarráð vísar gjaldskránni til bæjarstjórnar.

11.Lagfæring á vegi um efriskóg í Tungudal - 2017100077

Lagt fram bréf Einars Ágústs Yngvasonar, f.h. Félags skógarbúa í Tunguskógi, dagsett 30. október sl., þar sem þess er óskað að lagfæring á vegi um efriskóg í Tungudal verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs.
Bæjarráð vísar beiðninni til afgreiðslu umhverfis- og eignasviðs.

12.Tungumálatöfrar, sumarskóli fyrir fjöltyngd börn - 2017050109

Lagður fram tölvupóstur Isabel Alejandra Diaz, verkefnastjóra Tungumálatöfra, dagsettur 27. október sl., þar sem óskað er eftir því að Tungumálatöfrar verði settir á fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2018.

13.Styrktarsjóður EBÍ 2017 - 2017020194

Lagt fram bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélagsins brunabótafélags Íslands, dagsett 30. október sl., vegna ágóðahlutagreiðslu 2017.
Lagt fram til kynningar.

14.Dægradvöl á Ísafirði fjölgun rýma - 2017100070

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dagsett 10. nóvember sl., þar sem greint er frá nánari skoðun á húsnæðisvanda Dægradvalar og sviðsmynd er varðar fjölda barna ef íbúafjöldi eykst.
Lagt fram til kynningar.

15.Flotbryggja við Olíumúla - 2017100079

Lagt fram bréf Jóns Reynis Sigurvinssonar og Torfa Einarssonar, dagsett 30. október sl., þar sem óskað er eftir því að í fjárhagsáætlun næsta árs verði gert ráð fyrir flotbryggju úr steinsteyptum einingum við hlið þeirrar sem fyrir er við Olíumúla.
Einnig lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dagsett 8. nóvember sl., með áliti hafnarstjórnar á erindinu.
Lagt fram til kynningar.

16.Bókun 1 í kjarasamningi FG - 2017040053

Lagður fram tölvupóstur Bjarna Ómars Haraldssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 6. nóvember sl., ásamt lokaskýrsla samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara sem er samantekt á niðurstöðum byggðar á lokaskýrslum sveitarfélaga og umbótaáætlunum grunnskóla vegna úrvinnslu þeirra á bókun 1.
Bæjarráð vísar lokaskýrslunni til fræðslunefndar.

17.Framtíð líkamsræktaraðstöðu í Skutulsfirði - 2017050073

Bæjarstjóri hefur náð munnlegu samkomulagi við Stefán Dan Óskarsson, um að Ísafjarðarbær geti keypt Stúdíó Dan og geti tekið við rekstrinum frá og með 1. febrúar n.k. Einnig hefur náðst munnlegt samkomulag um leigu á húsnæðinu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka kaupsamningi við eigendur Studío Dan og leigusamningi við eigendur húsnæðisins og leggja samningana til samþykktar fyrir bæjarstjórn.

18.Byggðasamlag Vestfjarða - þjónustusamningur og samstarfssamningur - endurskoðun 2016 - 2016100073

Lagður fram tölvupóstur Sifjar Huldar Albertsdóttur, verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BSVEST), dagsettur 9. nóvember sl., með dagskrá aukafundar BSVEST ásamt kjörbréfi vegna kosningu á tillögu Ísafjarðarbæjar um að gerast leiðandi sveitarfélag, ásamt fundargögnum.
Bæjarráð samþykkir að draga til baka þá tillögu sem liggur fyrir aukafundi BSVEST að Ísafjarðarbær gerist leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Vestfjörðum. Ljóst er að ekki hefur náðst að vinna tillögunni fylgi meðal annarra aðildar sveitarfélaga í BSVEST í viðræðum á yfirstandandi ári.

19.Trúnaðarmál á stjórnsýslusviði - 2014090027

Trúnaðarmál um laun og lífeyrismál starfsmanns.
Bókað í trúnaðarmálabók bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.

20.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036

Kynnt er minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 10. nóvember sl., um stöðu mála vegna leigusamnings milli Ísafjarðarbæjar og HN ehf. um Norðurtanga.
Bæjarráð leggur áherslu á að unnið verði eftir samkomulaginu sem náðist milli aðila í maí 2017 og var samþykkt í bæjarráði í júní 2017.

21.Áfangastaðaáætlun Vestfjarða - 2017110020

Lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur, verkefnastjóra Visit Westfjords, dagsettur 8. nóvember sl., vegna gerðar áfangastaðaáætlunar Vestfjarða. Óskað er eftir að Ísafjarðarbær taki afstöðu til forgangsröðunar aðgerða sem sótt hefur verið um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, sem settar hafa verið fram í Landsáætlun og sem tilgreindar voru í vinnu vegna Stefnumótunar vestfirskrar ferðaþjónustu.
Bæjarráð vísar drögum að áfangastaðaáætlun Vestfjarða til umsagnar umhverfis- og framkvæmdanefndar og hverfisráða í Ísafjarðarbæ, en vekur athygli á að Visit Westfjords hefur óskað eftir umsögnum Ísafjarðarbæjar fyrir 24. nóvember n.k.

22.Kaup á bifreið fyrir bæjarskrifstofur - 2017110024

Lagt fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 10. nóvember sl., þar sem lagt er til að keypt verði bifreið til afnota fyrir starfsfólk bæjarskrifstofa og stoðþjónustu.
Bæjarráð vísar beiðninni til fjárhagsáætlunar 2018 og óskar eftir kostnaðarsamanburði þess að vera með bifreið á rekstarleigu og að eiga bifreiðina sjálfa.

23.Hverfisráð Eyrar og efri bæjar - Nýting framkvæmdafjár - 2017010043

Lagt er fram minnisblað Fannars Þórs Þorfinnssonar, starfsmanns umhverfis- og eignasviðs, dags. 7. nóvember sl., þar sem tillaga hverfisráðs Eyrar og efri bæjar er kostnaðarmetin.
Bæjarráð samþykkir tillögu Hverfisráðs Ísafjarðarbæjar og skerðir framkvæmdafé ársins 2018 því sem nemur þeirri fjárhæð sem fer umfram framkvæmdafé ársins 2017.

24.Fundargerð hverfisráðs Eyrar og efri bæjar Ísafjararðar - Málefni hverfisráða 2017 - 2017010043

Lögð er fram fundargerð hverfisráðs Eyrar og efribæjar Ísafjarðar frá 24. október sl.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til úrvinnslu í umhverfis- og framkvæmdanefnd og íþrótta-og tómstundanefnd.

25.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2017 - 2017020078

Lagður fram tölvupóstur Antons Helgasonar, f.h. Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsettur 30. október sl., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27. október sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Fundargerðir 2017 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2017010019

Lagður fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 1. nóvember sl., ásamt fundargerð 853. fundar stjórnar sambandsins.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

27.Náttúrustofa - Ýmis erindi og fundargerðir 2017 - 2017020094

Lögð fram fundargerð 105. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða, sem haldinn var 25. október sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

28.Hafnarstjórn - 194 - 1711004F

Fundargerð 194. fundar hafnarstjórnar, sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

29.Íþrótta- og tómstundanefnd - 179 - 1710026F

Fundargerð 179. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 31. október sl. Fundargerðin er í 1 lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

30.Íþrótta- og tómstundanefnd - 180 - 1710027F

Fundargerð 180. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 1. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Bæjarráð samþykkir að haldinn verði vinnufundur bæjarfulltrúa um samstarfssamning HSV og Ísafjarðarbæjar áður en tillaga um endurskoðun samstarfssamningsins verði tekin fyrir bæjarstjórn.

Fundargerðin lögð fram til kynningar að öðru leyti.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 180 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn með þeim breytingatillögum sem fram komu á fundinum.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 180 Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samið verði við SFÍ, íþróttafélagið Stefni, blakdeild Vestra og GÍ. Starfsmanni falið í samstarfi við framkvæmdarstjóra HSV að setja upp samninga við félögin með skýrum áfangalýsingum. Nefndin telur að ekki sé hægt að taka afstöðu til beiðni Hendingar þar sem um er að ræða annan áfanga í samkomulagi Ísafjarðarbæjar og Hendingar, skilyrði í fyrsta áfanga hafa ekki verið uppfyllt.

31.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 487 - 1710028F

Fundargerð 487. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, sem haldinn var 8. nóvember sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 487 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 með vísan í minnisblað Verkís dags. 3. október 2017

32.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 56 - 1711001F

Fundargerð 56. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, sem haldinn var 7. nóvember sl. Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?