Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
487. fundur 08. nóvember 2017 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Sigurður Mar Óskarsson aðalmaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir aðalmaður
  • Ásvaldur Magnússon áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Axel Rodriguez Överby skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 27 október 2017 og minnisblað frá Verkís dags. 3. október 2017
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 með vísan í minnisblað Verkís dags. 3. október 2017

2.Sindragata 4 - Deiliskipulag - 2016110020

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 26. okt. 2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd mun taka tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar í megindráttum. Hæðir, byggingareitir og nýtingarhlutfall verður þó það sama og í auglýstum uppdrætti. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
Sigurður Jón Hreinsson vék af fundi undir þessum lið dagskrár.

3.Auðkúla - Afskráning fasteigna - 2017100076

Hreinn Þórðarson óskar eftir því við bæjaryfirvöld að eftirfarandi fasteignir verði teknar af fasteignaskrá þ.e. Fjós byggt árið 1960 fastanr. 212-5041 030101
Fjárhús byggt árið 1920 fastanr. 212-5041 040101
Fjárhús byggt árið 1935 fastanr. 212-5041 050101
Fylgigögn eru erindisbréf dags. 17.10.2017
Erindi samþykkt, byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram.
Fylgiskjöl:

4.Fyrirspurn um byggingaleyfi - Kirkjuból Korpudal - 2017100074

Páll Stefánsson leggur inn fyrirspurn dags. 03.11.2017 ásamt uppdráttum dags. 02.09.2017 frá Jóni Guðmundssyni Arkitekt, þar sem spurt er hvort heimilt sé að breyta útihúsum, þ.e. hlaða, fjárhús, flatgryfja. Breytingar snúa að innra fyrirkomulagi og breyttri notkun þ.e. gisting/veitingar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið, jafnframt er óskað eftir staðbundnu hættumati vegna snjóflóða.

5.Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm í Dýrafirði - 2017080006

Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn Ísafjarðarbæjar vegna aukinnar framleiðslu á laxi um 5800 tonn í Dýrafirði á vegum Artic Sea Farm.
Umsögn óskast send Skipulagsstofnun fyrir 20. nóvember 2017.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í áform Arctic Sea Farm, um aukna framleiðslu á laxfiski í Dýrafirði úr 4200 tonnum í 10.000 tonn á ári.
Samkvæmt mati Hafrannsóknarstofnunar er Dýrafjörður talinn þola eldi á allt að 10 þúsund tonnum og er súrefnisbúskapur fjarðarins jafnvel talinn þola allt að 40% meira eldi en það. Áhrif uppsöfnunar næringarefna frá eldinu eru talin hafa mjög takmörkuð áhrif á botndýralíf á svæðinu, en með umhverfisvöktun er ætlun framkvæmdaraðila að fylgjast með mögulegum áhrifum á það og verða kvíaþyrpingar færðar til ef talið verður tilefni til. Í Dýrafirði og í nágrenni hans eru engar laxveiðiár og er því samkvæmt áhættumati Hafró engin áhætta fyrir villta laxfiskstofna af hugsanlegum strokufiski frá eldinu.

Er það því mat skipulags- og mannvirkjanefndar að stækkunaráform fyrirtækisins séu rökrétt í framhaldi af ágætum árangri síðustu ára og áform um viðbrögð þess eðlis að neikvæð umhverfisáhrif verða í algeru lágmarki.
Aðkoma skipulags- og mannvirkjanefndar Ísafjarðarbæjar og álit þetta er byggt á þeirri staðreynd að bæjarfélagið og íbúar þess hafa hagsmuni af því að nýting lands og nærliggjandi sjávar, sé í sátt við umhverfi og íbúa. Jafnframt er mjög mikilvægt að nærliggjandi auðlindir séu nýttar með einhverjum hætti, til hagsbóta fyrir samfélagið.
Í fjölda ára hafa skipulagsnefnd og bæjarstjórn ítrekað það álit að brýn þörf sé á að strandsvæði séu skipulögð og að skipulagsvaldið verði í höndum sveitarfélaganna. Það álit er hér ítrekað, en í því tilfelli sem um ræðir skal þó á það bent að önnur nýting strandsvæðis á þeim reitum sem ætlaðir eru til eldis, er í dag lítil sem engin. Líklegt má því telja að skipulagning á nýtingu fjarðarins verði vel framkvæmanleg í samvinnu við umsækjanda og aðra mögulega hagsmunaaðila.

6.Umsókn um lóð fyrir reiðhöll í Engidal - 2017110012

Marinó Hákonarson, f.h. Hestamannafélagsins Hendingar, sækir um lóð undir reiðhöll í Engidal skv. deiliskipulagi samþykktu af bæjarstjórn 28.01.2000. Jafnframt er óskað heimildar til óverulegrar breytingar á deiliskipulagi, þar sem lóðin yrði stækkuð samhliða byggingarreit með vísan í lóðablað dags. 9.október 2017. Meðfylgjandi er undirrituð umsókn dags. 1. nóv. 2017 og lóðablað frá tæknideild Ísafjarðarbæjar dags 9. okt. 2017.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið.

7.Umsókn um framkvæmdaleyfi - Skíðafélag Ísfirðinga - 2017110016

Jóhann Bæring Pálmason, f.h. Skíðafélags Ísfirðinga, sækir um heimild bæjaryfirvalda vegna framkvæmda við Miðfellslyftu og í Kvennabrekku þ.e. á leiðinni frá Miðfellslyftu niður í barnalyftu. Sótt er um að slétta út og jafna brekkur og brúa skurði. Fylgigögn eru greinargerð með yfirlitsmyndum ódagsett. Loftmynd ódagsett.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið en bendir jafnframt á að tímabært sé að huga að deiliskipulagi fyrir svæðið.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?