Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
180. fundur 01. nóvember 2017 kl. 08:05 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdarstjóri HSV, sat einnig fundinn. Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, mætti til fundar undir öðrum liði fundarins.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Kynntur verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Umræður um verkefnalistann.

2.Endurskoðun samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar - haust 2017 - 2017100072

Kynntur tölvupóstur frá framkvæmdarstjóra HSV með óskum héraðssambandsins um breytingar á samstarfssamningi HSV og Ísafjarðarbæjar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn með þeim breytingatillögum sem fram komu á fundinum.

3.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028

Lagðar fram framkomnar beiðnir um uppbyggingasamninga frá íþróttafélögum.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samið verði við SFÍ, íþróttafélagið Stefni, blakdeild Vestra og GÍ. Starfsmanni falið í samstarfi við framkvæmdarstjóra HSV að setja upp samninga við félögin með skýrum áfangalýsingum. Nefndin telur að ekki sé hægt að taka afstöðu til beiðni Hendingar þar sem um er að ræða annan áfanga í samkomulagi Ísafjarðarbæjar og Hendingar, skilyrði í fyrsta áfanga hafa ekki verið uppfyllt.

4.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Lögð fram drög að vinnuáætlun við endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?