Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Sjávargata 14, Þingeyri_Óleyfisframkvæmd - 2023080028
Lagt fram erindi Wouter Van Hoeymissen, dags. 9. desember 2025, þar sem hann óskar eftir niðurfellingu dagsekta vegna óleyfisframkvæmda við Sjávargötu 14 á Þingeyri.
Jafnframt lagt fram minnisblað Kristjáns Svans Kristjánssonar, byggingarfulltrúa, dags. 11. desember 2025, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Kristjáns Svans Kristjánssonar, byggingarfulltrúa, dags. 11. desember 2025, vegna málsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Kristján yfirgaf fund kl. 8:36.
Gestir
- Kristján Svan Kristjánsson, byggingarfulltrúi - mæting: 08:10
2.Uppfærðar reglur Ísafjarðarbæjar um netnotkun, meðferð tölvupósts, gagna, tölvu- og hugbúnaðar 2025 - gervigreind - 2025120105
Lagðar fram til samþykktar uppfærðar reglur Ísafjarðarbæjar um netnotkun notkun tölvukerfis meðferð tölvupósts og skjala á drifum, hvað varðar notkun gervigreindarlausna og aðgangsstýringar í kerfi sveitarfélagsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 11. desember 2025, vegna málsins.
Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 11. desember 2025, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðar reglur Ísafjarðarbæjar um netnotkun notkun tölvukerfis meðferð tölvupósts og skjala á drifum, hvað varðar notkun gervigreindarlausna og aðgangsstýringar í kerfi sveitarfélagsins.
3.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - áform um frumvarp um lagareldi - 2025010004
Lögð fram til kynningar tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda, mál nr. 235/2025 frá atvinnuvegaráðuneytinu, "Áform um lagasetningu - frumvarp til laga um lagareldi". Umsagnarfrestur er til og með 15. desember 2025.
Jafnframt lögð fram til kynningar umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 12. desember 2025, varðandi áformin.
Jafnframt lögð fram til kynningar umsögn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, dags. 12. desember 2025, varðandi áformin.
Lagt fram til kynningar.
4.Farsældarráð Vestfjarða - 2025090182
Lagt fram erindi Ernu Leu Bergsteinsdóttur dags. 26. nóvember 2025 þar sem óskað er eftir tilnefningum í Farsældarráð Vestfjarða. Sveitarfélög skulu einnig tilnefna fulltrúa til að taka sæti í stjórn ráðsins. Öllum tilnefningum þarf að vera lokið þann 2. janúar 2026.
Jafnframt er lagt fram skipurit Farsældarráðs Vestfjarða, starfsreglur Farsældarráðs Vestfjarða og samningur Farsældarráðs Vestfjarða.
Jafnframt er lagt fram skipurit Farsældarráðs Vestfjarða, starfsreglur Farsældarráðs Vestfjarða og samningur Farsældarráðs Vestfjarða.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að í Farsældarráð Vestfjarða verði tilnefnd Elísabet Samúelsdóttir sem sveitarstjórnarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, Svava Rán Valgeirsdóttir sem fulltrúi leikskólastjórnenda sveitarfélaga, Margrét Geirsdóttir og Hafdís Gunnarsdóttir sem fulltrúar velferðar- og fræðslusviða, og Dagný Finnbjörnsdóttir sem íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Í stjórn Farsældarráðs verði tilnefnd Dagný Finnbjörnsdóttir, tilnefnd sem starfsmaður Ísafjarðarbæjar.
Í stjórn Farsældarráðs verði tilnefnd Dagný Finnbjörnsdóttir, tilnefnd sem starfsmaður Ísafjarðarbæjar.
5.Undanþágur verkfallsheimilda 2026 - 2025100163
Lagt fram til samþykktar minnisblað Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra, dags. 12. desember 2025, vegna undanþágu verkfallsheimilda
Árlega þurfa sveitarfélög, að höfðu samráði við viðkomandi stéttarfélög, að endurnýja lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild með tilvísun til laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til. Undanþágulisti sem tilgreindur er í minnisblaðinu er lagður fyrir bæjarráð til samþykktar, en listinn þarf að birtast í B-deild stjórnartíðinda fyrir 1. febrúar 2026.
Árlega þurfa sveitarfélög, að höfðu samráði við viðkomandi stéttarfélög, að endurnýja lista yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild með tilvísun til laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og 2. gr. laga nr. 129/2020 um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til. Undanþágulisti sem tilgreindur er í minnisblaðinu er lagður fyrir bæjarráð til samþykktar, en listinn þarf að birtast í B-deild stjórnartíðinda fyrir 1. febrúar 2026.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja undanþágulista verkfallsheimilda, í samræmi við minnisblað mannauðsstjóra.
6.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2025 - 2025020111
Lagt fram til kynningar minnisblað Helgu Sigríðar Hjálmarsdóttur, launafulltrúa, dags. 8. desember 2025, um launakostnað fyrir janúar til nóvember árið 2025.
Lagt fram til kynningar.
7.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017
Lögð fram til kynningar fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5. desember 2025.
Lagt fram til kynningar.
8.Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 11 - 2510023F
Lögð fram til kynningar fundargerð 11. fundar framkvæmdaráðs Velferðarþjónustu Vestfjarða, en fundur var haldinn 12. desember 2025.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Fundargerðin er í 3 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 11 Lagt fram til kynningar.
-
Framkvæmdaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða - 11 Reglurnar lagðar fram til kynningar, framkvæmdaráð lýsir ánægju sinni með að þær spanni allan rétt barna og fjölskyldna til þjónustu, til hægðarauka fyrir umsækjendur.
9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 664 - 2512007F
Lögð fram til kynningar fundargerð 664. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 10. desember 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 664 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja auglýsingu á tillögu að Svæðisskipulagi Vestfjarða 2025-2050, í samræmi við 3 mgr. 23 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 163 - 2512006F
Lögð fram til kynningar fundargerð 163. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 10. desember 2025.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 163 Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við framlengingu samnings til eins árs. Nefndin vísar erindi til samþykktar í bæjarstjórn.
Fundi slitið - kl. 09:56.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?