Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
664. fundur 11. desember 2025 kl. 13:30 - 14:25 í fundarsal í kjallara, Safnahúsi
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Bæring Gunnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Á 1349. fundi bæjarráðs, þann 24. nóvember 2025, var lagt fram erindi Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra hjá Vestfjarðastofu, f.h. Svæðisskipulagsnefndar Vestfjarða, dags. 19. nóvember 2025, varðandi beiðni um samþykki bæjarstjórnar á auglýsingu tillögu að Svæðisskipulagi Vestfjarða 2025-2050. Jafnframt er lögð fram tillaga til auglýsingar Svæðisskipulags Vestfjarða 2025-2050, skýrsla um stöðumat, skýrsla um umhverfismat og minnisblað um þróun tillögu að svæðisskipulagi. Bæjarráð bókaði að það gerði ekki athugasemdir við umrædda tillögu, en vísaði henni til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja auglýsingu á tillögu að Svæðisskipulagi Vestfjarða 2025-2050, í samræmi við 3 mgr. 23 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2025-2050 - 2025060065

Lagðir fram til kynningar, drög að köflum 1 til 7 í greinargerð Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2025-2050, dags. 5. desember 2025.
Lagt fram til kynningar.

3.Umsagnarbeiðni vegna kynningar matsáætlunar. Kláfur upp á Eyrarfjall, 7.mál - 2025010047

Lögð fram til kynningar, umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar vegna Kláfs upp á Eyrarfjall ofan Ísafjarðar, nr. 7/2025: Kynning umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum), dags. 5. nóvember 2025. Kynningartími er frá 5. nóvember 2025 til og með 17. desember 2025.

Nú er lögð fram umsögn skipulags- og umhverfisfulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 10. desember 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn til Skipulagsstofnunar.

4.Suðurgata, Ísafirði. Lóðarumsókn fyrir smáhýsi með frískáp - 2025120007

Lögð fram umsókn dags. 28. nóvember 2025 frá Vesturafli, vegna afnota af landi í eigu Ísafjarðarbæjar, við Suðurgötu eða á Eyrinni undir frískáp í smáhýsi. Jafnframt er lögð fram tillaga að hýsi sem verður smíðaverkefni í Menntaskólanum á Ísafirði og á lóð skólans í byggingu, fyrir flutning á endanlegan stað sem verður ákveðinn í samráði við Ísafjarðarbæ.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í verkefnið og felur byggingarfulltrúa að vinna stöðuleyfisumsókn áfram, vegna byggingu smáhýsis á lóð Menntaskólans á Torfnesi. Nefndin felur starfsmanni nefndar að taka saman hentugar staðsetningar á Eyrinni vegna smáhýsis undir frískáp þar sem stutt er í innviði og gætir minnsta grenndaráhrifa í samráði við umsækjendur og leggja fram tillögur að nýju á síðari stigum.

5.Skipagata 8, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025120038

Lögð fram umsókn um lóðarleigusamning frá þinglýstum eigendum fasteignar við Skipagötu 8 á Ísafirði, dags. 2. desember 2025. Jafnframt lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 5. desember 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að ganga frá nýjum lóðarleigusamning við Skipagötu 8 á Ísafirði, í samræmi við mæliblað tæknideildar, dags. 5. desember 2025.


Samkvæmt 1. gr. c í Viðauka 7, í samþykkt um breytingu á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nr. 525/2021 sem birt var í b-hluta stjórnartíðinda 5. nóvember 2025 segir: "Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs afgreiðir eftirtalin verkefni, án staðfestingar bæjarstjórnar, samkvæmt heimild í 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og 36. gr. samþykktar þessarar: Umsóknir um endurnýjun útrunninna lóðarleigusamninga og umsóknir um framlengingu gildandi lóðarleigusamninga, enda sé það gert í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi svæða."

6.Strandgata 7 í Hnífsdal. Lóðarmál - 2025110183

Á 663. fundi nefndar þann 27. nóvember 2025 var lagt fram bréf dags. 24. nóvember 2025 frá Björgunarsveitinni Tindum í Hnífsdal varðandi lóðamál við Strandgötu 7 og 3b í Hnífsdal. Fasteignir við Strandgötu 7 og áður Strandgötu 5b hafa verið sameinaðar en tveimur eldri lóðarleigusamningum er þinglýst á lóðina.

Skipulags- og mannvirkjanefnd bókaði að fela starfsmanni nefndar að vinna málið áfram og leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndar.
Nú er lagt fram minnisblað verkefnastjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 10. desember 2025.
Sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs er falið að kanna þríhliða samtal milli aðila.

7.Niðurfelling vega af vegaskrá - 2025120013

Á 1351. fundi bæjarráðs, þann 8. desember 2025, var lögð fram tilkynning Vegagerðarinnar dags. 26. nóvember 2025 vegna fyrirhugaðra niðurfellingar Súgandafjarðarvegar af vegaskrá.

Ísafjarðarbær er veittur andmælafrestur til 26. desember 2025.

Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að andmælafrestur verði framlengdur og felur starfsmanni að vinna málið áfram og leggja fram minnisblað til bæjarráðs.

8.Niðurfelling vega af vegaskrá - 2025120013

Á 1351. fundi bæjarráðs, þann 8. desember 2025, var lögð fram tilkynning Vegagerðarinnar dags. 26. nóvember 2025 vegna fyrirhugaðra niðurfellingar Engidalsvegar af vegaskrá.

Ísafjarðarbær er veittur andmælafrestur til 26. desember 2025.

Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir að andmælafrestur verði framlengdur og felur starfsmanni að vinna málið áfram og leggja fram minnisblað til bæjarráðs.

9.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 1. desember 2025, þar sem Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 235/2025, "Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um lagareldi".
Umsagnarfrestur er til og með 15. desember 2025.
Lagt fram til kynningar.

10.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda, dags. 1. desember 2025, þar sem Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 236/2025, "Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna lax- og silungsveiði og fiskræktar".
Umsagnarfrestur er til og með 15. desember 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?