Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Álagningarhlutfall fasteignagjalda 2026 - 2025100061
Á 1343. fundi bæjarráðs, þann 13. október 2025, var lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dags. 10. október 2025, varðandi samantekt um fasteignagjöld og fasteignamat ársins 2026 til samanburðar við fyrri ár.
Bæjarráð samþykkti að við áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2026 verði gengið út frá óbreyttu hlutfalli fasteignaskatts frá árinu 2025, og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram út frá því. Málið skyldi lagt aftur fram til samþykktar síðar í fjárhagsáætlunarferlinu.
Málið var tekið fyrir á nýjan leik á 1347. fundi bæjarráðs, þann 10. nóvember 2025, varðandi töku ákvörðunar um álagningu fasteignagjalda ársins 2026. Bæjarráð fól bæjarstjóra að skoða áhrif lækkunar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og leggja gögn fyrir bæjarráð á nýjan leik.
Er nú lagt fram til samþykktar tillaga til bæjarráðs um fasteignaskatt ársins 2026, og uppfært minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. nóvember 2025, um fasteignagjöld Ísafjarðarbæjar 2026.
Bæjarráð samþykkti að við áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2026 verði gengið út frá óbreyttu hlutfalli fasteignaskatts frá árinu 2025, og fól bæjarstjóra að vinna málið áfram út frá því. Málið skyldi lagt aftur fram til samþykktar síðar í fjárhagsáætlunarferlinu.
Málið var tekið fyrir á nýjan leik á 1347. fundi bæjarráðs, þann 10. nóvember 2025, varðandi töku ákvörðunar um álagningu fasteignagjalda ársins 2026. Bæjarráð fól bæjarstjóra að skoða áhrif lækkunar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði og leggja gögn fyrir bæjarráð á nýjan leik.
Er nú lagt fram til samþykktar tillaga til bæjarráðs um fasteignaskatt ársins 2026, og uppfært minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. nóvember 2025, um fasteignagjöld Ísafjarðarbæjar 2026.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að fasteignagjöld ársins 2026 verði 0,48% af íbúðarhúsnæði, og 1,65% af atvinnuhúsnæði og öðru húsnæði, og að lóðarleiga verði 1,5% af íbúðarhúsnæði og 3% af atvinnuhúsnæði og öðru húsnæði.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10
2.Fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2026 - 2025050025
Lögð fram til samþykktar lokaútgáfa fjárhagsáætlunar 2026, og áranna 2027-2029, auk greinargerðar með áætluninni. Jafnframt lögð fram til kynningar sundurliðuð fjárhagsáætlun 2026 niður á deildir og lykla til samanburðar við fjárhagsáætlun 2025 og ársreikning áranna 2024 og 2023.
Bæjarráð samþykkir lokaútgáfu fjárhagsáætlunar Ísafjarðarbæjar 2026, og 2027-2029 og vísar til síðari umræðu bæjarstjórnar.
3.Endurskoðun 2025-2027 - 2025090060
Lagt fram til samþykktar tilboð KPMG vegna endurnýjun á samningi um endurskoðun Ísafjarðarbæjar, rekstrarárin 2025-2027, en núverandi samningur rennur út í lok árs 2025.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja endurnýjun á samningi við KPMG um endurskoðun Ísafjarðarbæjar vegna rekstraráranna 2025-2027.
Edda María yfirgaf fund kl. 8:40.
4.Ferlagreining Ísafjarðarbæjar - 2025110103
Lagt fram til kynningar minnisblað Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur, bæjarstjóra, dags. 14. nóvember 2025, ásamt samkomulagi við ANSA ehf. vegna verkefnis er varðar ferlagreiningu og bætta skilvirkni skrifstofa Ísafjarðarbæjar, en fyrirhuguð vinna hefst fyrir áramót og verður unnin veturinn 2025-2026 á öllum sviðum.
Lagt fram til kynningar.
5.Hættuástand við Vestfjarðagöng vegna elds - 2024090068
Lagt fram til kynningar erindi Pálma Þórs Sævarssonar, f.h. Vegagerðarinnar, dags. 4. nóvember 2025, vegna öryggismála í Breiðadals- og Botnsheiðargöngum.
Málið var tekið fyrir á 1295. og 1296. fundi bæjarráðs í september 2024 þar sem málið var rætt og fundað með Vegagerð, og ákveðið að annar fundur yrði haldinn þegar hættumat Vegagerðarinnar lægi fyrir, líklega í október 2024. Eftir það hefur almannavarnarnefnd tekið málið fyrir í október 2024 og apríl 2025.
Málið hefur þó ekki fengið framgöngu innan Vegagerðarinnar fyrr en nú.
Málið var tekið fyrir á 1295. og 1296. fundi bæjarráðs í september 2024 þar sem málið var rætt og fundað með Vegagerð, og ákveðið að annar fundur yrði haldinn þegar hættumat Vegagerðarinnar lægi fyrir, líklega í október 2024. Eftir það hefur almannavarnarnefnd tekið málið fyrir í október 2024 og apríl 2025.
Málið hefur þó ekki fengið framgöngu innan Vegagerðarinnar fyrr en nú.
Lagt fram til kynningar.
6.Hvítisandur. Ósk um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð - 2025110057
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarstjóra.
Á 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, haldinn 12. nóvember 2025, var lögð fram umsagnarbeiðni frá félags- og húsnæðisráðuneyti, dags. 30. október 2025, vegna erindis Runólfs Ágústssonar, f.h. Hvítasands ehf., dags. 10. október 2025, þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skv. 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar 90/2013, varðandi skipulag við vötn, ár og sjó, segir að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 metrar. Með vísan til 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga er þess farið hér með á leit að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar veiti ráðuneytinu umsögn sína um beiðni þessa og sendi ráðuneytinu eigi síðar en 20. nóvember 2025.
Nefndin gerði ekki athugasemd við að ráðherra veiti ráðherra umbeðna undanþágu. Aftur á móti er nauðsynlegt að tillaga þess efnis fari til ákvörðunar í bæjarstjórn, sbr. ákvæði skipulagslaga. Sökum skamms tímafrests í málinu er nauðsynlegt að taka málið fyrir í bæjarráði, í stað þess að bíða næsta fundar skipulags- og mannvirkjanefndar.
Lögð fram umsagnarbeiðni frá félags- og húsnæðisráðuneyti, dags. 30. október 2025, vegna erindis Runólfs Ágústssonar, f.h. Hvítasands ehf., dags. 10. október 2025, þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá eru lögð fram drög að lýsingu og lóðablaði Hvítasands, auk minnisblaðs Erlu Margrétar Gunnarsdóttur, skipulagsfulltrúa, dags. 14. nóvember 2025, vegna málsins.
Á 662. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, haldinn 12. nóvember 2025, var lögð fram umsagnarbeiðni frá félags- og húsnæðisráðuneyti, dags. 30. október 2025, vegna erindis Runólfs Ágústssonar, f.h. Hvítasands ehf., dags. 10. október 2025, þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skv. 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar 90/2013, varðandi skipulag við vötn, ár og sjó, segir að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 metrar. Með vísan til 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga er þess farið hér með á leit að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar veiti ráðuneytinu umsögn sína um beiðni þessa og sendi ráðuneytinu eigi síðar en 20. nóvember 2025.
Nefndin gerði ekki athugasemd við að ráðherra veiti ráðherra umbeðna undanþágu. Aftur á móti er nauðsynlegt að tillaga þess efnis fari til ákvörðunar í bæjarstjórn, sbr. ákvæði skipulagslaga. Sökum skamms tímafrests í málinu er nauðsynlegt að taka málið fyrir í bæjarráði, í stað þess að bíða næsta fundar skipulags- og mannvirkjanefndar.
Lögð fram umsagnarbeiðni frá félags- og húsnæðisráðuneyti, dags. 30. október 2025, vegna erindis Runólfs Ágústssonar, f.h. Hvítasands ehf., dags. 10. október 2025, þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá eru lögð fram drög að lýsingu og lóðablaði Hvítasands, auk minnisblaðs Erlu Margrétar Gunnarsdóttur, skipulagsfulltrúa, dags. 14. nóvember 2025, vegna málsins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja bókun 662. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, frá 12. nóvember 2025, um að gera ekki athugasemd við að ráðherra veiti undanþágu í samræmi við erindi Runólfs Ágústssonar, f.h. Hvítasands ehf., dags. 10. október 2025, frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð, þar sem kveðið er á um að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 metrar.
Gestir
- Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:45
7.Loftlags og orkusjóður - Styrktarumsóknir 2025 - 2025070095
Lögð fram til kynningar niðurstaða úr Loftslags- og orkusjóði, en Ísafjarðarbæjar sótti um styrk á árinu 2025.
Ísafjarðarbær hefur hlotið styrk að fjárhæð kr. 15.328.000 fyrir hringrásarstöð (moltustöð).
Ísafjarðarbær hefur hlotið styrk að fjárhæð kr. 15.328.000 fyrir hringrásarstöð (moltustöð).
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 9:00.
8.Forsendur fjárhagsáætlana 2026-2029 - Sambandið - 2025070025
Lagt fram til kynningar erindi Sögu Guðmundsdóttur, aðalhagfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 14. nóvember 2025, varðandi uppfærðar forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026-2029.
Lagt fram til kynningar.
9.Sögustund Sambandsins - 2025110104
Lagður fram til kynningar pistill Sögu Guðmundsdóttur, aðalhagfræðings Sambandsins varðandi 30 ára sögu grunnskóla sveitarfélaganna.
Lagt fram til kynningar.
10.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017
Lögð fram fundargerð 988. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. október 2025.
Lagt fram til kynningar.
11.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 662 - 2511002F
Lögð fram til kynningar fundargerð 662. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 17 liðum.
Fundargerðin er í 17 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 662 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning undir mannvirkin við Oddaveg 5 á Flateyri í samræmi við mæliblað þar sem að helstu niðurstöður sýna að mengun mælist undir hámarksgildum atvinnusvæðis í báðum sýnum.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 662 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Seljalandsveg 8 á Ísafirði í samræmi við mæliblað tæknideildar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 662 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 662 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Heiðarbraut 6, í samræmi við mæliblað tæknideildar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 662 Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að setja Freyjugötu 1 á Suðureyri aftur á lóðalista sveitarfélagsins.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 662 Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að leiðrétta bersýnilega villu í fyrri ákvörðun sinni, sem tekin var á 560. fundi bæjarstjórnar, þann 30. október 2025, og heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu á nýju deiliskipulagi Eyrarkláfs, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en rétt tillaga dags. 16. september 2025, ásamt uppdrætti dags. 8. september 2025 og fylgja máli þessu.
12.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 32 - 2510026F
Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 5. nóvember 2025.
Fundargerðin er í 11 liðum.
Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 32 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að gera breytingar á 3. gr. samningsins þannig að verðin endurspegli gjaldskrá Ísafjarðarbæjar á hverju ári og vísar svo samningnum til bæjarstjórnar til samþykktar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 32 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gera breytingar á 2. gr. reglna Ísafjarðarbæjar um frístundastyrki þannig að aldursviðmiðið breytist úr 5.-10. bekk grunnskóla í 1.-10. bekk grunnskóla. Jafnframt er lagt til að heildarfjárhæð frístundastyrkja hækki úr 10 milljónum kr. í 15 milljónum kr.
Fundi slitið - kl. 09:17.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?