Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Enduro-braut í Seljalandsdal - 2025090172
Á 660. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 9. október 2025 var lagður fram tölvupóstur frá Páli Janusi Þórðarsyni, svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Vestfjörðum, dags. 25. september 2025 þar sem áhugafólk og iðkendur akstursíþrótta lýsa yfir áhuga á að skoða Seljalandsdal sem hugsanlegan stað fyrir svokallaða enduro-braut.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði málinu áfram til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísaði málinu áfram til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Páli Janusi fyrir kynninguna. Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að funda með fulltrúa iðkenda og áhugamanna um akstursíþróttir í Ísafjarðarbæ til að fá frekari upplýsingar um mögulegar útfærslu. Jafnframt er óskað eftir afstöðu Skíðafélags Ísafjarðar og hjólreiðadeildar Vestra til málsins.
Páll Janus yfirgaf fundinn kl.08:30.
Gestir
- Páll Janus Þórðarson - mæting: 08:15
- Ragnar Högni Guðmundsson, forstöðumaður skíðasvæðisins - mæting: 08:15
Ragnar Högni yfirgaf fundinn kl.08:47.
2.Samningur Ísafjarðarbæjar og Fossavatnsgöngunnar 2025-2028 - 2025110006
Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi á milli Ísafjarðarbæjar og Fossavatnsgöngunnar dags. 3. nóvember 2025 sem mun gilda til ársins 2028. Jafnframt lagt fyrir minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 3. nóvember 2025 þar sem farið er yfir breytingar á samningnum.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að gera breytingar á 3. gr. samningsins þannig að verðin endurspegli gjaldskrá Ísafjarðarbæjar á hverju ári og vísar svo samningnum til bæjarstjórnar til samþykktar.
3.Trúnaðarmál - 2024030152
Trúnaðarmál lagt fyrir skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Trúnaðarmál fært til bókar í trúnaðarmálabók.
4.Fjölskylduhelgi í Ísafjarðarbæ 2026 - 2025110013
Mál lagt fyrir að beiðni formanns, Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur, ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 3. nóvember 2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að gera drög að dagskrá fyrir fjölskylduhelgi í Ísafjarðarbæ árið 2026, koma fram með tillögur að mögulegum dagsetningum og leggja drögin fram á næsta fund nefndarinnar.
5.Frístundastyrkir - 2024110087
Reglur Ísafjarðarbæjar um frístundastyrki lagðar fram til endurskoðunar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gera breytingar á 2. gr. reglna Ísafjarðarbæjar um frístundastyrki þannig að aldursviðmiðið breytist úr 5.-10. bekk grunnskóla í 1.-10. bekk grunnskóla. Jafnframt er lagt til að heildarfjárhæð frístundastyrkja hækki úr 10 milljónum kr. í 15 milljónum kr.
6.Uppbygging á íþróttahúsinu á Torfnesi - 2025090003
Mál lagt fyrir að beiðni Þóris Guðmundssonar, nefndarmanns Í-listans, ásamt minnisblaði hans dags. 1. september 2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að kalla eftir afstöðu íþróttahreyfingarinnar í Ísafjarðarbæ til framtíðaruppbyggingar íþróttahússins á Torfnesi og greina helstu þarfir í því sambandi.
7.TALIS 2024- Landsskýrsla fyrir Ísland - 2025100130
TALIS landsskýrsla fyrir Ísland 2024, alþjóðleg rannsókn á starfsskilyrðum, starfsumhverfi og viðhorfum kennara og stjórnenda dags. 7. október 2025 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
8.Gjaldfrjálsar skólamáltíðir - skýrsla starfshóps - 2025100131
Skýrsla starfshóps innviðaráðuneytisins um gjaldfrjálsar skólamáltíðir dags. júní 2025 lögð fram til kynningar.
Ljóst er á skýrslunni að verkefnið hefur heilt yfir gengið vel. Samkomulag var gert til ársins 2027 um kostnaðarskiptinu ríkis og sveitarfélaga og mikilvægt að taka það samtal upp að nýju ef halda á áfram með gjaldfrjálsar skólamáltíðir.
9.Ársskýrsla TÍ 2024-2025 - 2025100053
Lögð fram ársskýrsla Tónlistarskóla Ísafjarðar fyrir árið 2024-2025 dags. 10. október 2025.
Lagt fram til kynningar.
10.Eflum skátastarf á landsbyggðinni - 2025100096
Lagt fram erindi frá Bandalagi íslenskra skáta þar sem kynnt er þróun og vöxt skátastarfs á landsbyggðinni og möguleikar á samstarfi við sveitarfélög.
Lagt fram til kynningar.
11.Syndum-landsátak í sundi 2025 - 2025100107
Lagt fram erindi frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dags. 16. október 2025 varðandi landsátak í sundi sem hefst 1. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:08.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?