Skipulags- og mannvirkjanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Umsagnarbeiðni vegna kynningar matsáætlunar. Kláfur upp á Eyrarfjall, 7.mál - 2025010047
Lögð fram til kynningar, umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar vegna Kláfs upp á Eyrarfjall ofan Ísafjarðar, nr. 7/2025: Kynning umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum), dags. 5. nóvember 2025.
Kynningartími er frá 5. nóvember 2025 til og með 17. desember 2025.
Kynningartími er frá 5. nóvember 2025 til og með 17. desember 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að taka saman minnisblað og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.Hvítisandur. Ósk um umsögn vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð - 2025110057
Lögð fram umsagnarbeiðni frá félags- og húsnæðisráðuneyti, dags. 30. október 2025, vegna erindis Runólfs Ágústssonar, f.h. Hvítasands ehf., dags. 10. október 2025, þar sem farið er þess á leit að ráðherra veiti undanþágu frá skipulagsreglugerð nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skv. 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar 90/2013, Skipulag við vötn, ár og sjó segir að utan þéttbýlis skal ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m.
Með vísan til 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga er þess farið hér með á leit að Ísafjarðarbær veiti ráðuneytinu umsögn sína um beiðni þessa og sendi ráðuneytinu eigi síðar en 20. nóvember 2025.
Skv. 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar 90/2013, Skipulag við vötn, ár og sjó segir að utan þéttbýlis skal ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m.
Með vísan til 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga er þess farið hér með á leit að Ísafjarðarbær veiti ráðuneytinu umsögn sína um beiðni þessa og sendi ráðuneytinu eigi síðar en 20. nóvember 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur farið yfir umsagnarbeiðni frá félags- og húsnæðisráðuneyti, dags. 30. október 2025, vegna erindis Runólfs Ágústssonar, f.h. Hvítasands ehf., dags. 10. október 2025, þar sem óskað er eftir undanþágu frá ákvæði 5.3.2.14 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013, sbr. 13. mgr. 45. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að ráðherra veiti umbeðna undanþágu, þó með þeim skilyrðum að frágangur svæðis verði vandaður, röskun á náttúru og æðarvarpi haldið í lágmarki og tekið verði tillit til sjávarfalla og mögulegrar hækkunar sjávar við hönnun og staðsetningu mannvirkja. Tryggja skal aðgengi almennings að útivistarperlum í Ísafjarðarbæ.
Nefndin gerir ekki athugasemd við að ráðherra veiti umbeðna undanþágu, þó með þeim skilyrðum að frágangur svæðis verði vandaður, röskun á náttúru og æðarvarpi haldið í lágmarki og tekið verði tillit til sjávarfalla og mögulegrar hækkunar sjávar við hönnun og staðsetningu mannvirkja. Tryggja skal aðgengi almennings að útivistarperlum í Ísafjarðarbæ.
3.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 21. og 22. fundar svæðisskipulagsnefndar, en fundir voru haldnir 20. október og 3. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
4.Oddavegur 5, Flateyri. Lóðarleigusamningur vegna sölu - 2023100004
Á 626. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var lögð fram umsókn dags. 2. október 2023 frá Má Erlingssyni f.h. Gallons ehf. eigendum fasteignar við Oddaveg 5 á Flateyri vegna endurnýjunar á lóðarleigusamningi. Jafnframt var lagt fram erindi frá Má Erlingssyni f.h. Gallons ehf. dags. 21. febrúar 2024 um skil á lóðinni skv. skilyrðum lóðarleigusamnings dags. 29. júlí 1945. Skipulags- og mannvirkjanefnd frestaði endurnýjun lóðarleigusamnings við Oddaveg 5 á Flateyri, þar til niðurstöður jarðvegssýnatöku liggja fyrir.
Á 655. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar voru lagðar fram niðurstöður mælinga Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 12. júní 2025, sem eru innan marka nema í sýnum sem eru tekin í holum 2 og 3. Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemd við hreinsunaraðferð sem lögð er til en leggur áherslu á að taka verður sýni í jaðri svæðisins (holanna) þegar búið er að grafa jarðveginn burt til að tryggja að allur jarðvegur sem er yfir mörkum fari í meðhöndlun. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 2. júlí 2025. Bókun nefndarinnar: Skipulags- og mannvirkjanefnd mun taka fyrir erindið að nýju þegar hreinsunarstarfi við holu 2 og 3 er lokið við Oddaveg 5 á Flateyri.
Nú eru lagt fram minnisblað vegna könnunar á mengun í lóð, unnin af EFLU dags. 21. október 2025 fyrir Gallon ehf. og þeim aðgerðum sem farið var í á lóðinni, að olíumengaður jarðvegur sé talsvert undir hámarksgildum fyrir landnotkun atvinnuhúsnæðis og því sé hægt að fjalla um endurnýjun lóðaleigusamnings fyrir Oddaveg 5 á Flateyri að nýju í skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar.
Á 655. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar voru lagðar fram niðurstöður mælinga Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dags. 12. júní 2025, sem eru innan marka nema í sýnum sem eru tekin í holum 2 og 3. Heilbrigðiseftirlitið gerir ekki athugasemd við hreinsunaraðferð sem lögð er til en leggur áherslu á að taka verður sýni í jaðri svæðisins (holanna) þegar búið er að grafa jarðveginn burt til að tryggja að allur jarðvegur sem er yfir mörkum fari í meðhöndlun. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 2. júlí 2025. Bókun nefndarinnar: Skipulags- og mannvirkjanefnd mun taka fyrir erindið að nýju þegar hreinsunarstarfi við holu 2 og 3 er lokið við Oddaveg 5 á Flateyri.
Nú eru lagt fram minnisblað vegna könnunar á mengun í lóð, unnin af EFLU dags. 21. október 2025 fyrir Gallon ehf. og þeim aðgerðum sem farið var í á lóðinni, að olíumengaður jarðvegur sé talsvert undir hámarksgildum fyrir landnotkun atvinnuhúsnæðis og því sé hægt að fjalla um endurnýjun lóðaleigusamnings fyrir Oddaveg 5 á Flateyri að nýju í skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning undir mannvirkin við Oddaveg 5 á Flateyri í samræmi við mæliblað þar sem að helstu niðurstöður sýna að mengun mælist undir hámarksgildum atvinnusvæðis í báðum sýnum.
5.Túngata 22, Ísafirði. Fyrirspurn um minnkun lóðar - 2025100162
Lögð fram fyrirspurn frá húsfélagi um bílskúra við Túngötu 22 á Ísafirði, hvort að húsfélagið geti afsalað sér lóðarskika sunnan við bílskúra, milli Túngötu 20, Fjarðarstrætis 59 og Túngötu 22.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að útbúa uppfært mæliblað miðað við minnkun lóðar og leggja fram að nýju.
6.Seljalandsvegur 8, Ísafirði. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025100194
Lögð fram umsókn um lóðarleigusamning frá þinglýstum eiganda við Seljalandsveg 8, Ísafirði, dags. 31. október 2025. Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar, dags. 31. október 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Seljalandsveg 8 á Ísafirði í samræmi við mæliblað tæknideildar.
7.Hnífsdalsvegur 27, Ísafirði. Lóðarleigusamningur - 2025060066
Lagt fram mæliblað tæknideildar dags. 16. júní 2025 vegna fasteignar við Hnífsdalsveg 27 á Ísafirði, vegna lóðarleigusamningsgerðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
8.Heiðarbraut 6, Hnífsdal. Umsókn um lóðarleigusamning - 2025100153
Lögð fram umsókn frá þinglýstum eiganda við Heiðarbraut 6 í Hnífsdal, dags. 23. október 2025.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar. dags. 31. október 2025 unnið skv. deiliskipulagi Hnífsdals, milli Skólavegar og Dalbrautar.
Jafnframt er lagt fram mæliblað tæknideildar. dags. 31. október 2025 unnið skv. deiliskipulagi Hnífsdals, milli Skólavegar og Dalbrautar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarleigusamning við Heiðarbraut 6, í samræmi við mæliblað tæknideildar.
9.Hafnarlóð á Þingeyri. Umsókn um skipulagsbreytingar - 2025090034
Lögð fram umsókn dags. 30. ágúst 2025 frá Pavel Ermolinskij um svæði aftan við Hafnarstræti 6 á Þingeyri, undir baðstofu, potta, gufur og til slökunar. Svæðið er skilgreint sem opið almenningssvæði í aðalskipulagi.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur vel í erindið og telur að það geti aukið gæði svæðisins, en bendir á að lóðin hafi áður hýst olíutanka og því gæti verið mengun í jarðvegi sem þarf að kanna. Nefndin óskar jafnframt eftir umsögn hverfaráðs Dýrafjarðar áður en málið verður unnið áfram.
10.Freyjugata 1, Suðureyri. Umsókn um íbúðarhúsalóð - 2025050015
Lögð fram tilkynning frá lóðarhafa við Freyjugötu 1 á Suðureyri, dags. 29. október 2025 þar sem fallið er frá áformum og lóð skilað.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að setja Freyjugötu 1 á Suðureyri aftur á lóðalista sveitarfélagsins.
11.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarstræti 6 - Flokkur 2, - 2023090058
Lögð er fram umsókn Pálmars Kristmundssonar f.h Palmark ehf. vegna samþykktar þess efnis að bygging er áður var í eigu Essó fái eigna- og fastanúmer innan lóðar og verði skráð sem fasteign í eigu umsækjanda. Um er að ræða gamlan söluskála Essó olíufélags en byggingarár er óþekkt. Í dag er byggingin óskráð.
Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar. nr. 617 þar sem nefndin óskaði frekari gagna er snúa að viðurkenningu Essó olíufélags, nú N1 ehf. þess efnis að fyrirtækið stæði ekki í vegi fyrir því að umsækjandi fái eignina skráða á sitt nafn.
Að sögn umsækjanda gekk ekki að fá umrætt skjal og óskar hann nú eftir því að málið sé tekið upp að nýju og er því málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
Jafnframt eru lagðar fram reyndarteikningar frá PK arkitektum ásamt samþykki meðeiganda lóðar.
Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar. nr. 617 þar sem nefndin óskaði frekari gagna er snúa að viðurkenningu Essó olíufélags, nú N1 ehf. þess efnis að fyrirtækið stæði ekki í vegi fyrir því að umsækjandi fái eignina skráða á sitt nafn.
Að sögn umsækjanda gekk ekki að fá umrætt skjal og óskar hann nú eftir því að málið sé tekið upp að nýju og er því málinu vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar til umfjöllunar.
Jafnframt eru lagðar fram reyndarteikningar frá PK arkitektum ásamt samþykki meðeiganda lóðar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur farið yfir umsókn Pálmars Kristmundssonar f.h. Palmark ehf. um að bygging, áður í eigu Essó, fái eigna- og fastanúmer innan lóðar og verði skráð sem fasteign í eigu umsækjanda. Nefndin telur að ekki liggi fyrir fullnægjandi gögn um eignarheimild, þar sem ekki hefur verið lagt fram staðfest samþykki frá Essó/N1 ehf. og því er erindinu hafnað að svo stöddu.
12.Hlíðarvegur 15 - Umfangsflokkur 1 - 2025100110
Lögð er fram umsókn Kjartans Árnasonar f.h Guðmundar Fertram Sigurjónssonar um byggingarleyfi vegna framkvæmda við ytra og innra byrði húss ásamt framkvæmda á lóð.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu ásamt skráningartöflu.
Óskað er afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar er snýr að framkvæmdum á lóðamörkum er liggja við bæjarlandið.
Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Eflu ásamt skráningartöflu.
Óskað er afstöðu skipulags- og mannvirkjanefndar er snýr að framkvæmdum á lóðamörkum er liggja við bæjarlandið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hefur farið yfir erindið og telur að fyrirhuguð framkvæmd hafi grenndaráhrif. Nefndin óskar því eftir að málið verði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum við Hlíðarveg 17, Ísafirði í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn.
Byggingarfulltrúa er falið að óska eftir undirrituðum gögnum.
Skipulagsnefnd er heimilt að stytta tímabil grenndarkynningar ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 1. mgr., hafa lýst skriflega yfir með áritun sinni á kynningargögn.
Byggingarfulltrúa er falið að óska eftir undirrituðum gögnum.
13.Sindragata 4B - Umfangsflokkur 2 - 2025100184
Á 88. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa, þann 30. október 2025, var lögð fram umsókn Shruthi Basappa f.h Vestfirskra verktaka ehf. vegna byggingar 9 íbúða fjölbýlishúss byggt úr krosslímdum timbureiningum á lóðinni Sindragata 4a. Til aðgreiningar á áður reistu mannvirki á lóðinni þá fær umsóknin nafnið Sindragata 4b - Umfangsflokkur 2. Jafnframt eru lagðir fram aðaluppdrættir frá Sei Arkitektum dags. 28.10.2025 ásamt skráningartöflu.
M.v. til úrskurðar ÚUA í máli nr. 139/2025 er málinu vísað til skipulagsfulltrúa og er óskað umsagnar hans á framkvæmdunum.
Nú er lagt fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. nóvember 2025.
M.v. til úrskurðar ÚUA í máli nr. 139/2025 er málinu vísað til skipulagsfulltrúa og er óskað umsagnar hans á framkvæmdunum.
Nú er lagt fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. nóvember 2025.
Lagt fram til kynningar.
14.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2025-2050 - 2025060065
Skipulagsfulltrúi kynnir fyrir nefndinni stöðu mála í vinnuhóp um Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2025-2050.
Lagt fram til kynningar.
15.Trúnaðarmál á eignasviði - 2025110056
Trúnaðarmál kynnt fyrir nefndarmönnum.
Bókun færð í trúnaðarmálabók skipulags- og mannvirkjanefndar.
Gestir
- Bryndís Ósk Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs - mæting: 14:44
Formaður óskar eftir að taka mál á dagskrá með afbrigðum. Tillagan samþykkt samhljóða.
16.Deiliskipulag Eyrarkláfur nýtt - 2025100175
Mál tekið á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar með afbrigðum.
Mál þetta (undir málsnr. 2025-01-0156) var tekið fyrir á 661. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 21. október 2025, þar sem lögð var fram vinnslutillaga vegna deiliskipulags Eyrarkláfs og lagt til við bæjarstjórn að heimila opinbera kynningu á henni, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fram hefur komið bersýnileg villa sem nauðsynlegt er að leiðrétta, sbr. 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga, þar sem röng gögn lágu fyrir fundinum við töku ákvörðunar.
Er nú lögð fram rétt vinnslutillaga dags. 16. september 2025, ásamt uppdrætti dags. 8. september 2025 og lagt til við bæjarstjórn að leiðrétta villu í fyrri ákvörðun sinni, sem tekin var á 560. fundi bæjarstjórnar þann 30. október 2025.
Mál þetta (undir málsnr. 2025-01-0156) var tekið fyrir á 661. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, þann 21. október 2025, þar sem lögð var fram vinnslutillaga vegna deiliskipulags Eyrarkláfs og lagt til við bæjarstjórn að heimila opinbera kynningu á henni, sbr. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fram hefur komið bersýnileg villa sem nauðsynlegt er að leiðrétta, sbr. 2. mgr. 23. gr. stjórnsýslulaga, þar sem röng gögn lágu fyrir fundinum við töku ákvörðunar.
Er nú lögð fram rétt vinnslutillaga dags. 16. september 2025, ásamt uppdrætti dags. 8. september 2025 og lagt til við bæjarstjórn að leiðrétta villu í fyrri ákvörðun sinni, sem tekin var á 560. fundi bæjarstjórnar þann 30. október 2025.
Skipulags og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að leiðrétta bersýnilega villu í fyrri ákvörðun sinni, sem tekin var á 560. fundi bæjarstjórnar, þann 30. október 2025, og heimila opinbera kynningu á vinnslutillögu á nýju deiliskipulagi Eyrarkláfs, skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en rétt tillaga dags. 16. september 2025, ásamt uppdrætti dags. 8. september 2025 og fylgja máli þessu.
Bryndís yfirgaf fund kl.14:58.
17.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 88 - 2510019F
Lögð fram til kynningar, fundargerð 88. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, sem var haldinn 30. október 2025.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 15:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?