Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Grunnskólinn á Ísafirði. Mat á húsnæðisþörf 2025 - 2025080131
Mál sett á dagskrá að beiðni bæjarstjóra.
Á 658. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 11. september 2025 var lagt fram minnisblað vegna mats á húsnæðisþörf GÍ og mögulegar lausnir, unnið fyrir Ísafjarðarbæ af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 18. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til að húsnæðisþörf grunnskóla og leikskóla verði skoðuð heildrænt. Nefndin vísaði málinu áfram til bæjarráðs og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
Á 31. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, þann 15. október 2025, var málið tekið fyrir. Nefndin hefur bent á að núverandi húsakynni Grunnskólans á Ísafirði rúma ekki lengur starfsemi hans. Nemendum skólans hefur fjölgað um 24% á síðastliðnum tíu árum sem hefur jafnframt í för með sér fjölgun starfsfólks og aukna þörf fyrir viðeigandi aðstöðu til kennslu og stoðþjónustu.
Nefndin taldi að verkefnið við að meta mögulegar leiðir til stækkunar skólans sé vandasamt og margþætt þar sem taka þarf mið af bæði faglegum, skipulagslegum og fjárhagslegum þáttum. Því taldi nefndin heppilegast að stofnaður yrði sérstakur starfshópur sem hefur það hlutverk að greina mismunandi útfærslur, leggja mat á kosti þeirra og leggja fram tillögur til bæjarstjórnar.
Nefndin lagði til við bæjarstjórn að skipaður yrði starfshópur um stækkun húsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. Einnig væri þörf á að skoða húsnæðisþörf leikskóla í sveitarfélaginu, sérstaklega á Ísafirði.
Er nú lagt fram drög að erindisbréfi nefndarinnar, ásamt fyrrgreindu minnisblaði Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26. ágúst 2025 og greining Verkís mat á húsnæðisþörf og mögulegar lausnir, dags. 18. ágúst 2025.
Á 658. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 11. september 2025 var lagt fram minnisblað vegna mats á húsnæðisþörf GÍ og mögulegar lausnir, unnið fyrir Ísafjarðarbæ af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 18. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til að húsnæðisþörf grunnskóla og leikskóla verði skoðuð heildrænt. Nefndin vísaði málinu áfram til bæjarráðs og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
Á 31. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, þann 15. október 2025, var málið tekið fyrir. Nefndin hefur bent á að núverandi húsakynni Grunnskólans á Ísafirði rúma ekki lengur starfsemi hans. Nemendum skólans hefur fjölgað um 24% á síðastliðnum tíu árum sem hefur jafnframt í för með sér fjölgun starfsfólks og aukna þörf fyrir viðeigandi aðstöðu til kennslu og stoðþjónustu.
Nefndin taldi að verkefnið við að meta mögulegar leiðir til stækkunar skólans sé vandasamt og margþætt þar sem taka þarf mið af bæði faglegum, skipulagslegum og fjárhagslegum þáttum. Því taldi nefndin heppilegast að stofnaður yrði sérstakur starfshópur sem hefur það hlutverk að greina mismunandi útfærslur, leggja mat á kosti þeirra og leggja fram tillögur til bæjarstjórnar.
Nefndin lagði til við bæjarstjórn að skipaður yrði starfshópur um stækkun húsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. Einnig væri þörf á að skoða húsnæðisþörf leikskóla í sveitarfélaginu, sérstaklega á Ísafirði.
Er nú lagt fram drög að erindisbréfi nefndarinnar, ásamt fyrrgreindu minnisblaði Axels Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 26. ágúst 2025 og greining Verkís mat á húsnæðisþörf og mögulegar lausnir, dags. 18. ágúst 2025.
Hafdís yfirgaf fund kl. 8.30.
Gestir
- Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:10
2.Gjaldskrár 2026 - 2025050026
Lagðar fram til samþykktar gjaldskrár sorps, fráveitu og vatnsveitu 2026.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár sorps, fráveitu og vatnsveitu 2026, en lagt er til að þjónustugjöld vatnsveitu og fráveitu hækki ekki milli áranna 2025 og 2026.
3.Kvennaverkfall 2025 - 2025100099
Lagt fram til kynningar erindi Vals Rafns Halldórssonar, dags. 15. október 2025, varðandi samstöðufund samtaka kvenna, launafólks og fleiri hagsmunahópa, sem hafa boðað til samstöðufunda undir yfirskriftinni "kvennaverkfall", föstudaginn 24. október 2025.
Þá er lögð fram til samþykktar tillaga bæjarstjóra þar sem segir:
"Þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Að þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár.
Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 hvetur sveitarfélög til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni í sveitarfélaginu sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Lagt er til að þar sem því verður við komið, að þau sem ætla að sækja viðburð sem hefst á Silfurtorgi kl. 14 geti farið úr vinnu, án launaskerðingar."
Þá er lögð fram til samþykktar tillaga bæjarstjóra þar sem segir:
"Þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Að þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár.
Framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025 hvetur sveitarfélög til að leggja sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni í sveitarfélaginu sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Lagt er til að þar sem því verður við komið, að þau sem ætla að sækja viðburð sem hefst á Silfurtorgi kl. 14 geti farið úr vinnu, án launaskerðingar."
Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra.
4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa - 2025010004
Lagt fram erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til umsagnar, mál nr. 81, frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn). Umsagnarfrestur er til 29. október 2025.
Lagt fram til kynningar.
5.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140
Lögð fram til kynningar fundargerð 19. fundar stjórnar rekstrarfélags Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, en fundur var haldinn 15. október 2025.
Lagt fram til kynningar.
6.Fundargerðir 2025 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2025010017
Lögð fram fundargerð 986. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin var 10. október 2025.
Lagt fram til kynningar.
7.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 31 - 2510009F
Lögð fram til kynningar fundargerð 31. fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 15. október 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 31 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd hefur áður bent á að núverandi húsakynni Grunnskólans á Ísafirði rúma ekki lengur starfsemi hans. Nemendum skólans hefur fjölgað um 24% á síðastliðnum tíu árum sem hefur jafnframt í för með sér fjölgun starfsfólks og aukna þörf fyrir viðeigandi aðstöðu til kennslu og stoðþjónustu.
Nefndin telur að verkefnið við að meta mögulegar leiðir til stækkunar skólans sé vandasamt og margþætt þar sem taka þarf mið af bæði faglegum, skipulagslegum og fjárhagslegum þáttum. Því telur nefndin heppilegast að stofnaður verði sérstakur starfshópur sem hefur það hlutverk að greina mismunandi útfærslur, leggja mat á kosti þeirra og leggja fram tillögur til bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um stækkun húsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. Einnig er þörf á að skoða húsnæðisþörf leikskóla í sveitarfélaginu, sérstaklega á Ísafirði.
8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 161 - 2510004F
Lögð fram til kynningar fundargerð 161. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 15. október 2025.
Fundargerðin erí 4 liðum.
Fundargerðin erí 4 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 161 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár um sorp, fráveitu og vatnsveitu með þeim breytingum sem lagðar eru til. Nefndin leggur áherslu á að farið verði í átak á kynningarefni um flokkun sorps.
-
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 161 Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir viðhaldsáætlun og leggur til að verkefnum verði forgangsraðað með hliðsjón af mikilvægi.
Fundi slitið - kl. 09:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra framlagt erindisbréf með hliðsjón af umræðum á fundinm.