Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
161. fundur 15. október 2025 kl. 08:30 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Halldóra Björk Norðdahl formaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Valur Richter
  • Gauti Geirsson varamaður
    Aðalmaður: Bernharður Guðmundsson
  • Þóra Marý Arnórsdóttir aðalmaður
  • Þorvaldur Óli Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Erla Margrét Gunnarsdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Gjaldskrár sorps, fráveitu og vatnsveitu 2026 lagðar fyrir.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár um sorp, fráveitu og vatnsveitu með þeim breytingum sem lagðar eru til. Nefndin leggur áherslu á að farið verði í átak á kynningarefni um flokkun sorps.

Gestir

  • Eyþór Guðmundsson, deildarstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:30
  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:30

2.Viðhaldsáætlun 2026 - 2025050029

Lögð fram viðhaldsáætlun verkefna umhverfis- og framkvæmdanefndar fyrir árið 2026 til samþykktar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir viðhaldsáætlun og leggur til að verkefnum verði forgangsraðað með hliðsjón af mikilvægi.

3.Úttekt leiksvæða - 2025 - 2025070063

Lagðar eru fyrir úttektir á skólalóðum í Ísafjarðarbæ sem framkvæmdar voru af samræmismatsstofu BSI á Íslandi sumarið 2025 ásamt minnisblaði frá Eyþóri Guðmundssyni, deildarstjóra umhverfis- og eignasviðs dags 13. október 2025.

Aðalskoðun leiksvæða fór fram samkvæmt meðfylgjandi verksamningi við BSI á Íslandi, dagsettum 16. júlí 2025. Heildarfjöldi leiksvæða sem voru skoðuð er 18, þar af níu opin leiksvæði, fimm leikskólar og fjórir grunnskólar. Úttektin var framkvæmd í samræmi við reglugerð nr. 1025/2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða. BSI á Íslandi annaðist úttektina og skilaði skýrslum fyrir hvern leikvöll. Í framhaldinu hóf Áhaldahús Ísafjarðarbæjar vinnu við að tryggja forgangsmál sem merkt eru fjólublá í skýrslunum, þar sem þau voru metin sem atriði sem ekki þola bið. Í dag eru skýrslur fyrir hvern leikvöll kynntar fyrir nefndinni til upplýsinga og umræðu um næstu skref í úrbótum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur áherslu á að umhverfis- og eignasvið taki málið föstum tökum og nefndin vinni að mótun stefnu í úrbótum á leiksvæðum Ísafjarðarbæjar.
Eyþór Guðmundsson yfirgaf fund kl. 10:03
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl. 10:03
Gauti Geirsson yfirgaf fund kl. 10:03

4.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 191/2025, Drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum (framleiðendafélög).
Umsagnarfrestur er til og með 17.10.2025.

Með frumvarpinu er lagt til fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga. Markmið frumvarpsins er að styrkja stöðu frumframleiðenda búvara, þ.e. bænda og skapa tækifæri til aukinnar samvinnu og verðmætasköpunar að teknu tilliti til meginreglna samkeppnisréttar og þannig tryggja að bændur hafi sambærilegt svigrúm til samvinnu og hagræðingar líkt og í nágrannalöndum okkar. Þá er lagt til að felldar verði brott breytingar sem gerðar voru á ákvæðum búvörulaga með lögum nr. 30/2024.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?