Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Scandinavian cup 2026 - 2025090117
Lagt fram erindi Elenu Dísar Víðisdóttur, formanns Skíðafélags Ísfirðinga, varðandi alþjóðlega skíðamótið Scandinavian Cup dags. 7. september 2025. Elena mætir jafnframt á fundinn til að kynna mótið.
Nefndin þakkar fyrir kynningu á fyrirhuguðu alþjóðlegu skíðamóti sem haldið verður á Ísafirði í febrúar. Nefndin fagnar framtakinu og telur mótið hafa mikla þýðingu fyrir svæðið, bæði hvað varðar eflingu íþróttastarfs og byggja upp ímynd svæðisins sem skíðagöngubær. Einnig getur viðburðurinn haft jákvæð áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu yfir vetrartímann.
Nefndin lýsir yfir stuðningi við verkefnið og hvetur til áframhaldandi samráðs við hagsmunaaðila í undirbúningi og framkvæmd mótsins.
Nefndin lýsir yfir stuðningi við verkefnið og hvetur til áframhaldandi samráðs við hagsmunaaðila í undirbúningi og framkvæmd mótsins.
Elena, Ragnar og Sigríður yfirgáfu fundinn kl.08:35.
Gestir
- Elena Dís Víðisdóttir, formaður SFÍ - mæting: 08:15
- Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri - mæting: 08:15
- Ragnar Högni Guðmundsson, forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - mæting: 08:15
2.Sumarfrístund á Þingeyri - 2025100028
Lagt fram erindi frá Tinnu Ottesen, íbúa á Þingeyri, dags. 6. október 2025 þar sem óskað er eftir frístundarúrræði á sumrin fyrir börn í 1.-4. bekk.
Nefndin þakkar bréfritara fyrir góða ábendingu og felur starfsmönnum að skoða útfærslu á sumarfrístund í öllum kjörnum Ísafjarðarbæjar.
3.Starfsáætlanir og skýrslur leikskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2025-2026 - 2025100047
Lagðar fram starfsáætlanir 2025-2026 fyrir leikskólann Eyrarskjól Ísafirði og leikskólann Tjarnarbæ á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.
4.Starfsáætlanir og skýrslur grunnskóla í Ísafjarðarbæ skólaárið 2025-2026 - 2025100050
Lagðar fram starfsáætlanir grunnskóla skólaárið 2025-2026, fyrir Grunnskólann á Suðureyri.
Lagt fram til kynningar.
5.Grunnskólinn á Ísafirði. Mat á húsnæðisþörf 2025 - 2025080131
Á 658. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar þann 11. september 2025 var lagt fram minnisblað vegna mats á húsnæðisþörf GÍ og mögulegar lausnir, unnið fyrir Ísafjarðarbæ af ráðgjöfum Verkís ehf. dags. 18. ágúst 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til að húsnæðisþörf grunnskóla og leikskóla verði skoðuð heildrænt. Nefndin vísaði málinu áfram til bæjarráðs og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til að húsnæðisþörf grunnskóla og leikskóla verði skoðuð heildrænt. Nefndin vísaði málinu áfram til bæjarráðs og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd hefur áður bent á að núverandi húsakynni Grunnskólans á Ísafirði rúma ekki lengur starfsemi hans. Nemendum skólans hefur fjölgað um 24% á síðastliðnum tíu árum sem hefur jafnframt í för með sér fjölgun starfsfólks og aukna þörf fyrir viðeigandi aðstöðu til kennslu og stoðþjónustu.
Nefndin telur að verkefnið við að meta mögulegar leiðir til stækkunar skólans sé vandasamt og margþætt þar sem taka þarf mið af bæði faglegum, skipulagslegum og fjárhagslegum þáttum. Því telur nefndin heppilegast að stofnaður verði sérstakur starfshópur sem hefur það hlutverk að greina mismunandi útfærslur, leggja mat á kosti þeirra og leggja fram tillögur til bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um stækkun húsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. Einnig er þörf á að skoða húsnæðisþörf leikskóla í sveitarfélaginu, sérstaklega á Ísafirði.
Nefndin telur að verkefnið við að meta mögulegar leiðir til stækkunar skólans sé vandasamt og margþætt þar sem taka þarf mið af bæði faglegum, skipulagslegum og fjárhagslegum þáttum. Því telur nefndin heppilegast að stofnaður verði sérstakur starfshópur sem hefur það hlutverk að greina mismunandi útfærslur, leggja mat á kosti þeirra og leggja fram tillögur til bæjarstjórnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði starfshópur um stækkun húsnæðis Grunnskólans á Ísafirði. Einnig er þörf á að skoða húsnæðisþörf leikskóla í sveitarfélaginu, sérstaklega á Ísafirði.
6.Viðhald á leikskólalóðum og leikskólum Ísafjarðarbæjar - 2025090104
Á 30. fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 24. september 2025, var málinu frestað til næsta fundar. Nefndin fól starfsmönnum að kanna í hvaða feril umrædd viðhalsverkefni í leikskólum Ísafjarðarbæjar verða sett í.
Nefndin felur starfmönnum að fylgja eftir þörf á viðhaldi leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu.
7.Viðhald á grunnskólalóðum og grunnskólum Ísafjarðarbæjar - 2025090105
Á 30. fundi Skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 24. september 2025, var málinu frestar til næsta fundar. Nefndin fól starfsmönnum að kanna í hvað feril umrædd viðhalsverkefni í grunnskólum Ísafjarðarbæjar verða sett í.
Nefndin felur starfmönnum að fylgja eftir þörf á viðhaldi leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu.
8.Könnun á öryggi barna í bíl, Eyrarskjól 2025 - 2025100048
Lögð fram til kynningar skýrsla með niðurstöðum úr könnuninni Öryggi barna í bíl. Könnunin var gerð við 38 leikskóla í 22 þéttbýliskjörnum víða um land og var búnaður hjá 1.525 börnum kannaður. Könnunin var gerð við leikskólann Eyrarskjól á Ísafirði. Deildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar sáu um framkvæmd könnunarinnar.
Lagt fram til kynningar.
9.Ungmennaráð sveitarfélaga - 2025100070
Lagðar fyrir upplýsingar um hvað er fram undan hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að ungmennaráðum sveitarfélaga, ásamt erindi frá UNICEF á Íslandi sem óskar eftir þátttöku fleiri sveitarfélaga í Barnvænum sveitarfélögum.
Nefndin felur starfsmönnum að kanna hvort áhugi sé hjá ungmennum í sveitarfélaginu á að stofnað verði ungmennaráð Ísafjarðarbæjar. Nefndin bendir á að til er lögformleg umgjörð um ungmennaráð en slíkt ráð hefur ekki starfað í sveitarfélaginu síðan 2020.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10.Úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum 2025 og úthlutunarreglur um styrkveitingu og úthlutun tíma í íþróttamannvirkjum og íþróttasvæðum Ísafjarðarbæjar til íþróttafélaga og almennings - 2025040047
Lagðir fram tölvupóstar frá Sigurði Hreinssyni, formanni blakdeildar Vestra, dags. 16. september 2025 og Þóri Guðmundssyni, formanni barna- og unglingráðs körfuknattleiksdeildar Vestra, dags. 5. október 2025 varðandi tímaúthlutun í íþróttahúsinu á Torfnesi. Einnig lagt fyrir upplýsingar um iðkendafjölda í íþróttahúsinu Torfnesi árið 2025 og tölfræði um notkun mannvirkisins.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að kalla eftir æfingatöflum frá öllum aðildarfélögum HSV sem hafa fengið úthlutaða tíma í íþróttahúsinu á Torfnesi og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Í framhaldinu mun nefndin funda með öllum viðkomandi íþróttafélögum.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Formaður bar tillöguna upp til atkvæða.
Samþykkt af öllum nefndarmönnum.