Bæjarráð
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar - viðaukar 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta - 2025080144
Breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og viðaukar nr. 3-12 voru lagðir fyrir bæjarráð til samþykktar á fundi 1. september 2025. Var málinu vísað til umsagnar í skipulags- og mannvirkjanefnd, menningarmálanefnd og skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd. Nefndirnar tóku málið fyrir á fundum 11., 15. og 24. september og eru engar athugasemdir gerðar.
Eru breytingar á samþykktum og viðaukar 3-12 lagðir fram til samþykktar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. september 2025, vegna tillögu um eina breytingu á framlögðum skjölum.
Eru breytingar á samþykktum og viðaukar 3-12 lagðir fram til samþykktar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. september 2025, vegna tillögu um eina breytingu á framlögðum skjölum.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og viðauka nr. 3-12, með þeim breytingum sem fram koma í minnisblaði sviðsstjóra.
2.Útkomuspá 2025 - 2025090164
Lögð fram til kynningar útkomuspá 2025. Miðað við forsendur minnisblaðs um viðauka 1-21, verður rekstrarniðurstaða A- og B- hluta í árslok 2025 jákvæð um 609.184 m.kr.- og A- hluta neikvæður um 142.500 m.kr.
Lagt fram til kynningar.
Gestir
- Edda María Hagalín, fjármálstjóri - mæting: 08:20
3.Gjaldskrár 2026 - 2025050026
Lagðar fram gjaldskrár allra nefnda Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2026, ásamt minnisblaði Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. september 2025, um samantekt breytinga.
Önnur gögn fastanefnda jafnframt lögð fram þar sem unnin voru minnisblöð.
Önnur gögn fastanefnda jafnframt lögð fram þar sem unnin voru minnisblöð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár 2026 vegna safna, gatnagerðargjalda, byggingarleyfisgjalda, skipulagsbreytinga og framkvæmdaleyfa, öryggisþjónustu og slökkvitækjaþjónustu, slökkviliðs, sundlauga, líkamsræktar og íþróttahúss, skóla- og tómstundasviðs, leigu- og þjónustugjalda grunnskóla, skíðasvæðis, áhaldahúss, dýrahalds, Skrúðs, tjaldsvæðis á Þingeyri og hafna Ísafjarðarbæjar.
4.Álagningarhlutfall útsvars 2026 - 2025090168
Tillaga bæjarstjóra um að álagningarhlutfall útsvars 2026 verði óbreytt frá árinu 2025 eða 14,97%.
Frekari greiningargögn verða lögð fram síðar.
Frekari greiningargögn verða lögð fram síðar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja að álagningarhlutfall útsvars 2026 verði 14,97%.
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl. 8:35
5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - sveitarstjórnarlög - 2025010004
Lagt fram erindi úr Samráðsgátt, mál nr. S-180/2025, frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Umsagnarfrestur er til 13. október 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að forma umsögn og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar á næsta fundi.
6.Styrkir til ýmissa menningarverkefna og -hátíða í sveitarfélaginu - 2025090162
Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 26. september 2025, þar sem óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess að gert verði ráð fyrir styrk vegna vinnu áhaldahúss og láni á búnaði vegna ákveðinna verkefna sem bókist á deild 05890, alls að fjárhæð kr. 1.540.000.
Jafnframt hvort bæjarráð samþykki heimild bæjarstjóra/sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að samþykkja styrk vegna annarra minniháttar verkefna sem ekki eru talin fram í minnisblaði, komi um það formleg beiðni innan fjárhagsársins og sé til þess ráðrúm í fjárhagsáætlun ársins. Sé verkefni metið stærra en sem nemur ca. 150.000 kr. styrk sé málið lagt fyrir bæjarráð til samþykktar.
Jafnframt hvort bæjarráð samþykki heimild bæjarstjóra/sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að samþykkja styrk vegna annarra minniháttar verkefna sem ekki eru talin fram í minnisblaði, komi um það formleg beiðni innan fjárhagsársins og sé til þess ráðrúm í fjárhagsáætlun ársins. Sé verkefni metið stærra en sem nemur ca. 150.000 kr. styrk sé málið lagt fyrir bæjarráð til samþykktar.
Bæjarráð vísar málinu inn í fjárhagsáætlunargerð 2026 og verði framkomin áætlun á deild 05890 samþykkt af bæjarstjórn með umræddri fjárhæð teljist upptalin verkefni í minnisblaði samþykkt styrkhæf.
Þá samþykkir bæjarráð heimild bæjarstjóra/sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að samþykkja styrk vegna annarra samfélagslegra verkefna hjá félögum/aðilum með heimilisfesti í sveitarfélaginu, séu viðburðir opnir íbúum sveitarfélagsins, og ekki reknir í hagnaðarskyni, komi um það formleg beiðni innan fjárhagsársins og sé til þess ráðrúm í fjárhagsáætlun ársins. Sé verkefni metið stærra en sem nemur 500.000 kr. styrk sé málið lagt fyrir bæjarráð til samþykktar.
Þá samþykkir bæjarráð heimild bæjarstjóra/sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að samþykkja styrk vegna annarra samfélagslegra verkefna hjá félögum/aðilum með heimilisfesti í sveitarfélaginu, séu viðburðir opnir íbúum sveitarfélagsins, og ekki reknir í hagnaðarskyni, komi um það formleg beiðni innan fjárhagsársins og sé til þess ráðrúm í fjárhagsáætlun ársins. Sé verkefni metið stærra en sem nemur 500.000 kr. styrk sé málið lagt fyrir bæjarráð til samþykktar.
7.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - Garpsdalur - 2025010004
Lagt fram erindi úr Samráðsgátt, mál nr. S-133/2025, tillaga umflokkun virkjunarkostsins Garpsdal í nýtingarflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Umsagnarfrestur er til 29. september 2025.
https://island.is/samradsgatt/mal/3998
https://island.is/samradsgatt/mal/3998
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn með vísan til umræðna á fundinum.
8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - Borgarstefna - 2025010004
Á 1319. fundi bæjarráðs, þann 24. mars 2025, var lagt fram erindi frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis dags. 20. mars 2025, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd sendi til umsagnar 158. mál - "Borgarstefna". Umsagnarfrestur var til og með 1. apríl 2025 á umsagnagátt Alþingis. Bæjarstjóri skilaði umsögn um málið með hliðsjón af umræðum á fundinum.
Er nú lagt fram til umsagnar 85. mál, tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040. Umsagnarfrestur er til og með 10. október 2025.
Er nú lagt fram til umsagnar 85. mál, tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040. Umsagnarfrestur er til og með 10. október 2025.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um málið þar sem áréttað sé að innanlandsflugvöllur í Reykjavík sé einn af lykilþáttum í borgarstefnu, en ekki er minnst á flugvöllinn í framlagðri tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu.
9.Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands - 2025090133
Lögð fram til kynningar ályktun Skógræktarfélags Íslands, samþykkt á aðalfundi félagsins þann 29. -31. ágúst 2025, þar sem Skógræktarfélag Íslands beinir því til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað. Skógræktarfélag Íslands óskar eftir því að ályktunin verði tekin til skoðunar.
Bæjarráð fagnar framkominni ályktun og vísar málinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
10.Hrafnatangi og Skarfatangi - Lagnir og burðarlag - 2025030031
Lögð fram til kynningar fundargerð 12. verkfundar, en fundur var haldinn 19. september 2025, vegna verksins Hrafnatangi og Skarfatangi, lagnir og burðarlag.
Lagt fram til kynningar.
11.Ofanflóðavarnir við Flateyri - breytingar og úrbætur mannvirkja eftir snjóflóð 2020 - 2022070037
Lögð fram tilk kynningar 22. verkfundargerð vegna ofanflóðavarna á Flateyri, en fundur var haldinn 9. september 2025.
Lagt fram til kynningar.
12.Hverfisráð - fundargerðir 2025 - 2025010287
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Hverfisráðs Önundarfjarðar, en fundur var haldinn 24. september 2025.
Lagt fram til kynningar.
13.Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði - fundargerðir stjórnar - 2024040140
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 11.-18. fundar stjórnar rekstrarfélags Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, en fundir voru haldnir 11. mars, 29. apríl, 2. júní, 17. júlí, 31. júlí, 21. ágúst, 18. september og 25. september 2025.
Niðurstöður úr sýnatöku lágu fyrir þann 25. september 2025, og er mygla ekki greind í sýnum í sameign.
Niðurstöður úr sýnatöku lágu fyrir þann 25. september 2025, og er mygla ekki greind í sýnum í sameign.
Lagt fram til kynningar.
14.Nefnd um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði - 7 - 2509022F
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar nefndar um byggingu slökkvistöðvar í Skutulsfirði, en fundur var haldinn 26. september 2025.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin er í 2 liðum.
Lagt fram til kynningar.
15.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 659 - 2509012F
Lögð fram til kynningar fundargerð 659. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 25. september 2025.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Fundargerðin er í 10 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 659 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár slökkviliðs.
Aðrar gjaldskrár taka ekki breytingum nema með tilliti til vísitöluhækkana.
-
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 659 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að vegur frá Heiðarbraut í Hnífsdal, fái heitið Dalvegur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur að heitum á öðrum stígum og gönguleiðum í Ísafjarðarbæ skv. skjali dags. í september 2025. -
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 659 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamninga við Torfnes, annars vegar undir sjúkrahús og hins vegar undir hjúkrunarheimilið Eyri.
- 15.7 2025090131 Stórusteinar 1 - 4 í við Vonalandsveg í landi Álfadals, Ingjaldssandi í ÖnundarfirðiSkipulags- og mannvirkjanefnd - 659 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða við Vonalandsveg, úr jörðinni Álfadal á Ingjaldssandi, í samræmi við merkjalýsingu dagsett 19. september 2025.
16.Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 30 - 2509015F
Lögð fram til kynningar fundargerð 30 fundar skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, en fundar var haldinn 24. september 2025.
Fundargerðin er í 8 liðum.
Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 30 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar, skóla- og tómstundasviðs og grunnskóla sveitarfélagsins (leigu- og þjónustugjöld).
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 30 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun vegna skóla- og íþróttamála Ísafjarðarbæjar 2026.
-
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd - 30 Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðhaldsáætlun vegna skóla- og íþróttamála Ísafjarðarbæjar 2026.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?