Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
30. fundur 24. september 2025 kl. 08:15 - 10:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir varaformaður
  • Þórir Guðmundsson aðalmaður
  • Eyþór Bjarnason aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon varamaður
    Aðalmaður: Nanný Arna Guðmundsdóttir
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Guðrún Birgis skóla- og sérkennslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál - 2024030152

Trúnaðarmál kynnt fyrir nefndarmönnum.
Trúnaðarmál fært til bókar í trúnaðarmálabók.

2.Viðhald á leikskólalóðum og leikskólum Ísafjarðarbæjar - 2025090104

Á 29. fundi Skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 3. september 2025, var starfsmanni nefndar falið að lista upp óskir um fjárfestingar og viðhaldsáætlun út frá ársskýrslum leikskóla í Ísafjarðarbæ.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd frestar málinu til næsta fundar. Nefndin felur starfsmönnum að kanna í hvaða feril umrædd viðhaldsverkefni verða sett í.

3.Viðhald á grunnskólalóðum og grunnskólum Ísafjarðarbæjar - 2025090105

Á 29. fundi Skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 3. september 2025, var starfsmanni nefndar falið að lista upp óskir um fjárfestingar og viðhaldsáætlun út frá ársskýrslum grunnskóla í Ísafjarðarbæ.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd frestar málinu til næsta fundar. Nefndin felur starfsmönnum að kanna í hvað feril umrædd viðhalsverkefni verða sett í.

4.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Almenn umræða um gjaldskrár 2026 sem falla undir skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar, skóla- og tómstundasviðs og grunnskóla sveitarfélagsins (leigu- og þjónustugjöld).

5.Framkvæmdaáætlun 2026 til 2036 - 2025050028

Lögð fram framkvæmdaáætlun verkefna skóla-, íþrótta-, og tómstundanefndar fyrir árin 2026-2025.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun vegna skóla- og íþróttamála Ísafjarðarbæjar 2026.

6.Viðhaldsáætlun 2026 - 2025050029

Lögð fram viðhaldsáætlun verkefna skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2026.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðhaldsáætlun vegna skóla- og íþróttamála Ísafjarðarbæjar 2026.

7.Samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar - viðaukar 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta - 2025080144

Á 1337. fundi bæjarráðs, þann 1. september 2025, var lögð fram til samþykktar minni háttar breyting á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar, auk nýrra viðauka nr. 3-12 vegna fullnaðarsamþykkta einstakra starfsmanna og nefnda Ísafjarðarbæjar.

Lagt er til við bæjarráð að óska umsagnar fastanefndanna sem um ræðir; menningarmálanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar, og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar, og vísa málinu að því loknu til bæjarstjórnar til samþykktar.

Bæjarráð óskaði umsagnar menningarmálanefndar, skipulags- og mannvirkjanefndar, og skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar um þá viðauka sem tilheyra þeim og starfsmönnum tengdum þeirra málaflokkum.
Skóla- íþrótta og tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við breytingar á stjórn Ísafjarðarbæjar.

8.Úttekt leiksvæða - 2025 - 2025070063

Lagðar fyrir úttektir á skólalóðum í Ísafjarðarbæ sem framkvæmdar voru af samræmismatsstofu BSI á Íslandi sumarið 2025.
Skóla- íþrótta og tómstundanefnd leggur til að komið verði í ferli að lagfæra þau atriði í skýrslunni sem eru gerðar alvarlegastar athugasemdir við.

Fundi slitið - kl. 10:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?