Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
659. fundur 25. september 2025 kl. 13:30 - 15:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir aðalmaður
  • Finney Rakel Árnadóttir varamaður
    Aðalmaður: Nanný Arna Guðmundsdóttir
  • Kristján Þór Kristjánsson varamaður
    Aðalmaður: Jóhann Bæring Gunnarsson
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Erla Margrét Gunnarsdóttir Skipulags- og umhverfisfulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2026 - 2025050026

Lögð fram vinnugögn frá starfsmönnum umhverfis- og eignasviðs sem beðið var um í fyrri umræðu um gjaldskrár 2026 ásamt gjaldskrá slökkviliðs 2026, s.s. reiknivél frá Smára Karlssyni verkefnisstjóra á umhverfis- og eignarsviði um áhrif lækkunar gatnagerðargjalda á öllum gerðum af íbúðarhúsalóðum.


Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár slökkviliðs.

Aðrar gjaldskrár taka ekki breytingum nema með tilliti til vísitöluhækkana.
Védís Geirsdóttir yfirgaf fund kl. 13:47.
Edda María Hagalín yfirgaf fund kl. 14:17.

Gestir

  • Védís Geirsdóttir - mæting: 13:30
  • Edda María Hagalín - mæting: 13:30
Gunnar Páll Eydal mætir til fundar um fjarfundarbúnað.

2.Tunguskeið, Skutulsfirði. Nýtt deiliskipulag á svæði í2 - 2024090115

Gunnar Páll Eydal ráðgjafi hjá Verkís mætir til fundar til að kynna flóðamat og flóðaútbreiðslu Tunguár frá Verkís dagsett 11. september 2025 vegna vinnu við gerð deiliskipulags Tunguhverfis í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp.

Einnig kynnt minnisblað um vindafar í innri hluta Tunguhverfis, dagsett 16. júní 2025 frá Veðurvaktinni, fornminjaskýrsla frá Náttúrustofu Vestfjarða frá maí 2025 og skýrsla um prufuholur frá Verkís dagsett 19. maí 2025.
Lagt fram til kynningar.
Gunnar Páll Eydal yfirgaf fund kl. 14:56.

Gestir

  • Gunnar Páll Eydal - mæting: 14:30

3.Nöfn á stíga og gönguleiðir í Ísafjarðarbæ - 2024080010

Á 1339. fundi bæjarráðs, þann 15. september 2025, voru lagðar fram til tillögur að heitum á stígum og gönguleiðum í Ísafjarðarbæ, en unnið hefur verið að verkefninu með aðkomu hverfisráða og bæjarbúa síðast liðin misseri.

Umbætur, nýframkvæmdir, skiltagerð og aðrar merkingar eru ekki hluti af þessu verkefni, né fyrirætlanir um viðhald eða utanumhald að öðru leyti.

Bæjarráð vísaði málinu til samþykktar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að vegur frá Heiðarbraut í Hnífsdal, fái heitið Dalvegur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögur að heitum á öðrum stígum og gönguleiðum í Ísafjarðarbæ skv. skjali dags. í september 2025.

4.Gangbraut í Hrannargötu á Ísafirði - 2025090093

Lagður fram tölvupóstur dags. 10. september 2025, frá Anítu B. Pálínudóttur hjá Vegagerðinni, varðandi bætt öryggi við gangbraut í Hrannargötu á Ísafirði. Jafnframt er lögð fram tillaga á uppdrætti, dags. í september 2025.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir framkomna tillögu frá Vegagerðinni vegna umferðaröryggis við Hrannargötuna á Ísafirði.
Kristján Kristjánsson yfirgefur fund kl 15:00.

5.Rómarstígur 3, Suðureyri - 2025090116

Lögð fram fyrirspurn frá Einari Ólafssyni, arkitekt varðandi viðbyggingu við Rómarstíg 3, Suðureyri, dagsett 9. september 2025.

Fyrirspurnin snýr að því hvort fara megi út fyrir deiliskipulag og byggja 17 m2 stækkun með því að færa núverandi byggingarreit um 2 metra sunnar í lóðinni - sjá teikningu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar breytingu á deiliskipulagi þar sem fyrirhuguð stækkun hefur áhrif á byggingarreit á Eyrargötu 8 á Suðureyri.

6.Torfnes, Ísafirði. Lóðarmarkabreytingar við Eyri og sjúkrahús - 2025090088

Lögð fram ný mæliblöð við Torfnes á Ísafirði vegna lóðarmarkabreytinga við sjúkrahús og hjúkrunarheimili, unnin á grundvelli gildandi deiliskipulagsbreytinga frá árinu 2023, vegna áforma um viðbyggingu og stækkunar á Eyri, hjúkrunarheimili. Jafnframt eru lagðir fram lóðarleigusamningar til samþykktar, annars vegar vegna minnkunar lóðar sjúkrahúss og hins vegar vegna stækkunar lóðar Eyrar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja lóðarleigusamninga við Torfnes, annars vegar undir sjúkrahús og hins vegar undir hjúkrunarheimilið Eyri.

7.Stórusteinar 1 - 4 í við Vonalandsveg í landi Álfadals, Ingjaldssandi í Önundarfirði - 2025090131

Lögð fram merkjalýsing vegna stofnunar fjögurra lóða á frístundahúsi F34, Stórusteinar 1 - 4 í við Vonalandsveg í landi Álfadals L140936, Ingjaldssandi í Önundarfirði, dags. 19. september 2025. Jafnframt er lögð fram umsókn F-550 frá þinglýstum eiganda jarðarinnar um stofnun lóðanna, Stórusteinar 1 til og með 4, dags. 8. febrúar 2022.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila stofnun lóða við Vonalandsveg, úr jörðinni Álfadal á Ingjaldssandi, í samræmi við merkjalýsingu dagsett 19. september 2025.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2025 - 2025010004

Lagt fram til kynningar erindi frá samráðsgátt stjórnvalda, dags. 19. september 2025, þar sem Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 176/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar starfsemi Skipulagsstofnunar og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar". Umsagnarfrestur er til og með 10. október 2025.

Í frumvarpinu eru gerðar tillögur til breytinga á skipulagslögum og lögum um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun auk þess sem lagðar eru til breytingar á ákvæðum fleiri laga sem leiða af þeim breytingum. Lagt er til að starfsemi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Skipulagsstofnunar verði sameinuð þannig að verkefni Skipulagsstofnunar renni inn í Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og að heiti stofnunarinnar verði breytt í Húsnæðis-, mannvirkja- og skipulagsstofnun og að öll stjórnsýsla skipulagsmála og verkefni Skipulagsstofnunar verði á höndum stofnunarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að móta umsögn.

9.Náttúruhamfaratrygging - bótaábyrgð vegna uppbyggingar á hættulegum svæðum - 2025090065

Á 1339. fundi bæjarráðs, þann 15. september 2025, var lagt fram til kynningar erindi Náttúruhamfaratrygginga Íslands, dags. 10. september 2025, um áhrif 16. gr. laga nr. 55/1992 ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að séu sérlega næm fyrir náttúruhamförum sem eru bótaskyldar hjá NTÍ.

Bæjarráð vísaði erindinu til kynningar í skipulags- og mannvirkjanefnd.
Lagt fram til kynningar.

10.Svæðisskipulag vestfirskra sveitarfélaga - 2022110080

Lögð fram til kynningar fundargerð 20. fundar svæðisskipulagsnefndar, en fundurinn var haldinn 8. september 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?