Bæjarráð

1229. fundur 06. febrúar 2023 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Gylfi Ólafsson formaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
 • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
 • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
 • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Vestfjarðastofa - reglulegir fundir 2023 - 2023020013

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu, mætir til reglulegs samráðsfundar Vestfjarðastofu og bæjarráðs.
Samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu rædd.
Sigríður yfirgaf fund kl. 8:35.

Gestir

 • Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu - mæting: 08:10

2.Hafnaraðstaða við Mjólká - 2023010075

Á 238. fundi hafnarstjórnar, þann 3. febrúar 2023, var lögð fram beiðni Arnarlax um aðkomu Ísafjarðarbæjar að hafnargerð við Mjólká, auk minnisblaðs hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar um málið, dags. 24. janúar 2023. Hafnarstjórn vísaði erindinu til afgreiðslu í bæjarráði.

Er málið nú tekið fyrir.
Miðað við þær forsendur sem liggja fyrir í málinu sér bæjarráð ekki að Ísafjarðarbæ sé fært að taka þátt í verkefninu að svo stöddu.
Verkefnið hlýtur ekki fjármögnun frá Vegagerðinni að óbreyttu og tekjur yrðu ekki nægar til að standa undir fjárfestingunni.
Bæjarráð áréttar að bryggjan er ekki í eigu Ísafjarðarbæjar.
Hilmar yfirgaf fund kl. 8.48.

Gestir

 • Hilmar Lyngmo, hafnarstjóri - mæting: 08:30

3.Almenningssamgöngur útboð 2023 - 2022120018

Á 128. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þann 25. janúar 2023, var lagt fram minnisblað Eyþórs Guðmundssonar innkaupastjóra um komandi útboð á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ. Jafnframt lagðar fram innsendar umsagnir hverfisráða, grunnskóla og fleiri aðila.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd bókaði að það legði til við bæjarráð að leggja fram formlega ósk til Vegagerðarinnar um breytingu vetrarþjónustu milli byggðakjarna sveitarfélagsins vegna samþættingar á tímaáætlunum snjómoksturs og almenningssamganga. Þá vísaði umhverfis- og framkvæmdanefnd málinu til frekari vinnslu í íþrótta- og tómstundanefnd og fræðslunefnd vegna reksturs frístundarútu og skólaaksturs. Nefndin samþykkti tillögur sem komu fram í minnisblaði innkaupastjóra.

Er bókun þessi lögð fyrir bæjarráð, ásamt fyrrnefndu minnisblaði innkaupastjóra, dags. 18. janúar 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Vegagerðina um að samræma tímaáætlun snjómoksturs Vegagerðarinnar og tímaáætlun almenningssamgangna og að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Eyþór yfirgaf fund kl. 09.08.

Gestir

 • Eyþór Guðmundsson, innkaupa- og tæknistjóri - mæting: 08:45
 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:45

4.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lagður fram til samþykktar verkkaupasamningur um hjúkrunarheimili á Ísafirði, Eyri, VK-23009, dags. janúar 2023, en verkkaupar eru Ísafjarðarbær og heilbrigðisráðuneytið, og verksali er Framkvæmdasýsla ríkisins - Ríkiseignir.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja verkkaupasamning um hjúkrunarheimili á Ísafirði, Eyri, VK-23009, dags. janúar 2023, milli Ísafjarðarbæjar, heilbrigðisráðuneytisins og Framkvæmdasýslu ríkisins - Ríkiseigna.

5.Hjúkrunarheimilið Eyri - viðbygging - 2020 - 2020040005

Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir nr. 10 (dags. 29. nóv 2022), nr. 11 (dags. 6. desember
2022), nr. 12 (dags. 13. desember 2022), nr. 13 (dags. 20. desember 2022), nr. 14 (dags. 20. janúar 2023), nr. 15. (dags. 24. jan. 2023) vegna viðbyggingar við Hjúkrunarheimilið Eyri.
Lagt fram til kynningar.

6.Tillögur nemenda á miðstigi Grunnskólanum á Suðureyri - 2023020022

Lagt fram erindi átta nemenda á miðstigi í Grunnskólanum á Suðureyri, móttekið 27. janúar 2023, þar sem fram koma ýmsar tillögur um úrbætur og nýjungar varðandi ýmiss málefni nemenda og annarra íbúa á Suðureyri.
Bæjarráð þakkar nemendum fyrir tillögurnar og felur bæjarstjóra að vinna þær tillögur áfram sem hægt er að fara í með umhverfis- og eignasviði.
Axel yfirgaf fund kl. 09.13.

7.Ársskýrsla fiskeldissjóðs 2021 - 2023020003

Lögð fram til kynningar ársskýrsla fiskeldissjóðs fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2023 - 2023010001

Lögð fram tilkynning frá samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 23. janúar 2023, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 14/2023, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs)“. Umsagnarfrestur er til og með 6. febrúar 2023.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa umsögn vegna málsins í samræmi við umræður á fundinum, og skila inn til samráðsgáttar.

9.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2023 - 2023020021

Lögð fram til kynningar fundargerð 142. fundar heilbrigðsnefndar Vestfjarðasvæðis, en fundur var haldinn 2. febrúar 2023, auk ársreiknings 2022 og greiðsluyfirlits 2023 vegna kaupa á bifreið.
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til kynningar.

10.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2023010260

Lögð fram til kynningar fundargerð 918. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, en fundur var haldinn 27. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Hafnarstjórn - 238 - 2301022F

Fundargerð 238. fundar hafnarstjórnar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 3. febrúar 2023.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.

12.Íþrótta- og tómstundanefnd - 239 - 2301015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 239. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 1. febrúar 2023.

Fundargerðin er í einum lið.
Lagt fram til kynningar.
 • 12.1 2023010108 Uppbyggingasamningar 2023
  Íþrótta- og tómstundanefnd - 239 íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði samningar við þau félög sem sóttu um uppbyggingarsamning.
  Heildarupphæð úthlutunar er 12.000.000. Nefndin leggur til að upphæðin skiptist eftirfarandi:

  Skotís - Skotíþróttafélag Ísafjarðar kr. 4.000.000-
  GÍ- Golfklúbbur Ísafjarðar kr. 4.000.000-
  Blakdeild Vestra kr. 750.000-
  Gólfklúbburinn Gláma kr. 2.500.000-
  KKD Vestra kr. 750.000-

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?