Hafnarstjórn

238. fundur 03. febrúar 2023 kl. 12:00 - 12:42 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Baldursson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Hilmar K. Lyngmo Hafnarstjóri
Dagskrá
Magnús Einar Magnússon, formaður hafnarstjórnar, leggur til að mál 2023020007 um endaþjónustu og vöktun skemmtiferðaskipa verði tekið á dagskrá hafnarstjórnar með afbrigðum.
Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 4. liður á dagskrá.

1.Hafnaraðstaða við Mjólká - 2023010075

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra dags. 24. janúar 2023, er varðar beiðni Arnarlax um aðkomu Ísafjarðarbæjar um hafnargerð við Mjólká.
Hafnarstjórn vísar erindinu til bæjarráðs.

2.Leiga á dráttarbát - 2023010239

Kynnt tilboð um leigu á dráttarbát frá Ice Tugs ehf. dags. 18. janúar 2023.
Hafnarstjórn þakkar fyrir erindið en telur ekki þörf á því að leigja dráttarbát á þessum tímapunkti.

3.Meltutankur á Þingeyri - staðsetning - 2022090106

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra, dags. 31. janúar 2023, er varðar fund sem hafnarstjóri átti með fulltrúa Arctic Protein þann 20. janúar 2023 um mögulega staðsetningu meltutanks á Þingeyri.
Hafnarstjórn tekur ekki afstöðu til hugmyndar um staðsetningu meltutanks en bendir á að hún er á aflagðri bryggju sem ekki er í umsjón hafna Ísafjarðarbæjar.

Erindinu er vísað til skipulags- og mannvirkjanefndar.

4.Endaþjónusta og vöktun skemmtiferðaskipa - 2023020007

Lagt fram erindi frá Ísnum ehf., dags. 1. febrúar 2023, þar sem lýst er yfir áhuga á að þjónusta skemmtiferðaskip við komu og brottför í Ísafjarðarhöfn.
Hafnarstjórn tekur vel í erindið og felur hafnarstjóra að vinna það áfram.

5.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2023-2024 - 2023010276

Lögð fram til kynningar fundargerð 449. fundar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 20. janúar 2023
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:42.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?