Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1226. fundur 16. janúar 2023 kl. 08:10 - 09:05 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Gylfi Ólafsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir varaformaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
  • Jóhann Birkir Helgason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði - 2022100001

Á 1225. fundi bæjarráðs, þann 9. janúar 2023, var lagður fram tölvupóstur Halldórs Halldórssonar, formanns stjórnar Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses, dagsettur 2. janúar 2022, vegna aukins kostnaðar við byggingu Stúdentagarðanna. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur ákveðið að hækka stofnvirði byggingarinnar og jafnframt að hækka stofnframlag, en óskað er eftir að Ísafjarðarbær komi til móts við hses vegna óhjákvæmilegrar hækkunar.

Jafnframt lagt fram bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til hses., dagsett 30. desember 2022, þar sem fram kemur að hækkun á stofnframlagi sé með fyrirvara um samþykki sveitarfélagsins.

Jafnframt lagt fram minnisblað Eddu Maríu Hagalín, fjármálastjóra, dagsett 6. janúar 2023, vegna málsins.

Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik, sbr. og fundarlið II., þar sem lagður er fram til samþykktar viðauki við samning við Stúdentagerða Háskólaseturs Vestfjarða um stofnframlag vegna byggingar 40 íbúða á Ísafirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindi formanns stjórnar Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hese. um hækkun stofnframlags, með hliðsjón af endurmati HMS á stofnvirði 40 íbúa nemendagarða á Ísafirði, en nýtt stofnvirði er kr. 971.439.041, og endurreiknað 12% stofnframlag Ísafjarðarbæjar yrði þannig kr. 116.572.685, eða hækkun um kr. 23.174.138.

Gestir

  • Edda María Hagalín, fjármálastjóri - mæting: 08:10

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2023010091

Lagður fram til samþykktar viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2023, vegna endurmats stofnvirðis Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Ísafjarðarbæjar er kr. 43.451.675.

Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta er 42.143.685,- og hækkar rekstrarafgangur því úr kr. 33.850.837,- í kr. 75.994.522,-
Áhrif viðaukans á samantekin A og B hluta er kr. 43.451.675,- og hækkar rekstrarafgangur því úr kr. 206.041.755,- í kr. 249.493.430
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 1 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2023 um endurmat stofnframlags Ísafjarðarbæjar til byggingar 40 íbúða nemendagarða á Ísafirði, með hliðsjón af samþykkt í máli nr. 1 á fundinum. Viðaukinn tekur jafnframt á því að útgreiðsla fyrri helmings stofnframlags fór ekki fram á árinu 2022, eins og áætlað var, auk tekjufærslu gatnagerðargjalda, heldur munu þessar bókhaldsfærslur fara fram á árinu 2023.
Edda yfirgaf fund kl. 8:30.

3.Fiskeldissjóður - umsókn 2023 - 2022120066

Á 1225. fundi bæjarráðs, þann 9. janúar 2023, var lagt fram minnisblað Axels R. Överby dags. 3. janúar sl., vegna styrkumsókna f.h. sveitarfélagsins, þar sem lagt er til við bæjarráð um að taka umræðu um umsóknir fyrir árið 2023.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að vinna málið áfram og leggja frekari hugmyndir fyrir bæjarráð til samþykktar.

Er málið nú tekið fyrir á nýjan leik.
Málið til umræðu og felur bæjarráð bæjarstjóra að sækja um verkefni í fiskeldissjóð vegna ársins 2023.

4.Mánaðaryfirlit launakostnaðar 2022 - 2022030116

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, dagsett 11. janúar 2023, vegna launakostnaðar fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.
Ásgerður yfirgaf fund kl. 8:45.

Gestir

  • Ásgerður Þorleifsdóttir, deildarstjóri launadeildar - mæting: 08:40

5.Ársskýrsla Byggðasafns Vestfjarða 2022 - 2023010089

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Byggðasafns Vestfjarða fyrir árið 2022, dagsett í janúar 2023, unnin af Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni.
Vísað til kynningar í menningarmálanefnd.

6.Fundargerðir heilbrigðisnefndar og ýmis erindi 2022 - 2022020094

Lögð fram til kynningar fundargerð 141. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis sem haldinn var 15. desember 2022.
Vísað til kynningar í umhverfis- og framkvæmdanefnd.

7.Hafnarstjórn - 237 - 2301006F

Fundargerð 237. fundar hafnarstjórnar lögð fram til kynningar, en fundur var haldinn 13. janúar 2023.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 237 Hafnarstjórn leggur til að ganga til samninga við Keyrt og mokað sem átti lægsta verð í verkið, að upphæð 62.718.300 kr.

8.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 600 - 2212025F

Lögð fram til kynningar fundargerð 600. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn 12. janúar 2023.

Fundargerðin er í níu liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 600 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 600 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis á Þingeyri, Hafnarstræti 15 og 17 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 600 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóðina við Aðalgötu 17 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
    Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 600 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóðina við Aðalgötu 19 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
    Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundi slitið - kl. 09:05.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?