Hafnarstjórn

237. fundur 13. janúar 2023 kl. 12:00 - 12:23 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Magnús Einar Magnússon formaður
  • Catherine Patricia Chambers varaformaður
  • Jóhann Birkir Helgason aðalmaður
  • Sædís Ólöf Þórsdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ólafsson varamaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Dýpkun Sundahafnar og uppdæling efnis. - 2019060026

Kynnt niðurstaða verðkönnunar um móttöku og dreifingu á uppdælingarefni Suðurtanga, dags. 3. janúar 2023.
Verð bárust frá fjórum verktökum.
Hafnarstjórn leggur til að ganga til samninga við Keyrt og mokað sem átti lægsta verð í verkið, að upphæð 62.718.300 kr.

2.Ósk um samstarf er varðar fljótandi gufubað í Ísafjarðarhöfn - 2022100098

Kynnt samantekt hafnarstjóra um kostnað vegna mögulegrar aðkomu hafna Ísafjarðarbæjar að fljótandi gufubaði í Ísafjarðarhöfn.
Hafnarstjóra falið að vinna málið áfram.

3.Þróun hafnarsvæðis - framhaldsrannsókn - 2021040067

Hafnarstjóri leggur fram erindi frá Majid Eskafi um framlengingu og/eða breytingu á fyrirliggjandi samningi um þróun hafnarsvæðis.
Hafnarstjórn telur ekki þörf á að framlengja eða breyta fyrirliggjandi samningi.

4.Hafnasamband Íslands - ýmis erindi og fundargerðir 2021-2022 - 2021020042

Kynnt fundargerð 448. fundar Hafnasambands Íslands sem fram fór þann 16. desember 2022.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:23.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?