Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
600. fundur 12. janúar 2023 kl. 10:30 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041

Á síðasta fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, nr. 599, var lagt fram minnisblað frá Verkís, dags. 8. desember 2022, þar sem farið er yfir umsagnir/athugasemdir um aðalskipulagsbreytingu vegna Mjólkárlínu 2. Í minnisblaðinu eru sett fram svör við umsögnum/athugasemdum og lögð til viðbrögð þar sem það á við.
Einnig lögð fram uppfærð skipulagsgögn í samræmi við minnisblaðið.
Á fundinum var bókað: Skipulags- og mannvirkjanefnd mun taka afstöðu til erindis á 600. fundi nefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir að fulltrúar Landsnets verði boðaðir til fundarins.

2.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031

Lögð fram skipulagslýsing, dags. 10. janúar 2023, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2022, „Mjólká - Stækkun virkjunar og afhending grænnar orku“ unnin af Verkís fyrir Orkubú Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagður fram tölvupóstur frá Sölva Sólbergssyni f.h. Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, dags. 29. nóvember 2022, vegna skipulagsmála á Hesteyri og staðsetningu lykilinnviða í endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindinu til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.

4.Hafnarstræti 15 - Ósk um óverulega deiliskipualgsbreytingu - 2022090131

Lagður fram uppfærður uppdráttur ásamt greinargerð, dags. 13. október 2022, unninn af Verkís ehf. vegna óska um breytinga á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis Þingeyrar út af hliðrun á lóðarmörkum milli Hafnarstræti 15 og 17. Lóðin við Hafnarstræti 17 minnkar þar sem lóðin við Hafnarstræti 15 stækkar um 421,8 fm. Byggingarreitir breytast einnig.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis á Þingeyri, Hafnarstræti 15 og 17 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

5.Laxeldi í Arnarfirði - Arctic Sea Farm - 2016020071

Lögð fram tilkynning um ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 22. desember 2022, um matsskyldu vegna áforma um notkun ásætuvarna í eldi Arctic Sea Farm í Arnarfirði. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Kærufrestur er til 30. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

6.Laxeldi í Arnarfirði - Arctic Sea Farm - 2016020071

Lögð fram tilkynning um ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 22. desember 2022, um matsskyldu vegna breytinga á afmörkun eldissvæða Arctic Sea Farm, við Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Kirkjuból í Arnarfirði. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Kærufrestur er til 30. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

7.Aðalgata 17 á Suðureyri. Umsókn um lóð undir tvíbýlishús - 2023010071

Lögð fram umsókn frá Elíasi Guðmundssyni f.h. Nostalgíu ehf. dags. 6. janúar 2023, þar sem er sótt um byggingalóðina Aðalgötu 17 á Suðureyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóðina við Aðalgötu 17 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fylgiskjöl:

8.Aðalgata 19 á Suðureyri. Umsókn um lóð undir tvíbýlishús - 2023010070

Lögð fram umsókn frá Elíasi Guðmundssyni f.h. Nostalgíu ehf. dags. 6. janúar 2023, þar sem er sótt um byggingalóðina Aðalgötu 19 á Suðureyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóðina við Aðalgötu 19 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fylgiskjöl:

9.Ársskýrsla 2022 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2023010042

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir starfsárið 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?