Skipulags- og mannvirkjanefnd

600. fundur 12. janúar 2023 kl. 10:30 - 11:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir formaður
  • Guðmundur Ólafsson varaformaður
  • Jóna Símonía Bjarnadóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
  • Guðmundur Rafn Kristjánsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna Mjólkárlínu 2 - 2022090041

Á síðasta fundi skipulags- og mannvirkjanefndar, nr. 599, var lagt fram minnisblað frá Verkís, dags. 8. desember 2022, þar sem farið er yfir umsagnir/athugasemdir um aðalskipulagsbreytingu vegna Mjólkárlínu 2. Í minnisblaðinu eru sett fram svör við umsögnum/athugasemdum og lögð til viðbrögð þar sem það á við.
Einnig lögð fram uppfærð skipulagsgögn í samræmi við minnisblaðið.
Á fundinum var bókað: Skipulags- og mannvirkjanefnd mun taka afstöðu til erindis á 600. fundi nefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar málinu til næsta fundar og óskar eftir að fulltrúar Landsnets verði boðaðir til fundarins.

2.Ósk um skipulagsbreytingar við Mjólká - 2022110031

Lögð fram skipulagslýsing, dags. 10. janúar 2023, vegna breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2022, „Mjólká - Stækkun virkjunar og afhending grænnar orku“ unnin af Verkís fyrir Orkubú Vestfjarða.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila auglýsingu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010 og skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Lagður fram tölvupóstur frá Sölva Sólbergssyni f.h. Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, dags. 29. nóvember 2022, vegna skipulagsmála á Hesteyri og staðsetningu lykilinnviða í endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd vísar erindinu til vinnu við endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.

4.Hafnarstræti 15 - Ósk um óverulega deiliskipualgsbreytingu - 2022090131

Lagður fram uppfærður uppdráttur ásamt greinargerð, dags. 13. október 2022, unninn af Verkís ehf. vegna óska um breytinga á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis Þingeyrar út af hliðrun á lóðarmörkum milli Hafnarstræti 15 og 17. Lóðin við Hafnarstræti 17 minnkar þar sem lóðin við Hafnarstræti 15 stækkar um 421,8 fm. Byggingarreitir breytast einnig.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimilt verði að auglýsa óverulega breytingu á deiliskipulagi miðbæjar og hafnarsvæðis á Þingeyri, Hafnarstræti 15 og 17 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

5.Laxeldi í Arnarfirði - Arctic Sea Farm - 2016020071

Lögð fram tilkynning um ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 22. desember 2022, um matsskyldu vegna áforma um notkun ásætuvarna í eldi Arctic Sea Farm í Arnarfirði. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Kærufrestur er til 30. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

6.Laxeldi í Arnarfirði - Arctic Sea Farm - 2016020071

Lögð fram tilkynning um ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 22. desember 2022, um matsskyldu vegna breytinga á afmörkun eldissvæða Arctic Sea Farm, við Hlaðsbót, Tjaldanes, Hringsdal og Kirkjuból í Arnarfirði. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Kærufrestur er til 30. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

7.Aðalgata 17 á Suðureyri. Umsókn um lóð undir tvíbýlishús - 2023010071

Lögð fram umsókn frá Elíasi Guðmundssyni f.h. Nostalgíu ehf. dags. 6. janúar 2023, þar sem er sótt um byggingalóðina Aðalgötu 17 á Suðureyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóðina við Aðalgötu 17 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fylgiskjöl:

8.Aðalgata 19 á Suðureyri. Umsókn um lóð undir tvíbýlishús - 2023010070

Lögð fram umsókn frá Elíasi Guðmundssyni f.h. Nostalgíu ehf. dags. 6. janúar 2023, þar sem er sótt um byggingalóðina Aðalgötu 19 á Suðureyri.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Nostalgía ehf. fái lóðina við Aðalgötu 19 Suðureyri, skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða.
Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fylgiskjöl:

9.Ársskýrsla 2022 - Slökkvilið Ísafjarðarbæjar - 2023010042

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir starfsárið 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?