Bæjarráð

1186. fundur 07. febrúar 2022 kl. 08:00 - 09:15 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Krafa í ábyrgðartryggingu Ísafjarðarbæjar - 2017040032

Lagður fram til kynningar dómur Landsréttar nr. 127/2021, dags. 28. janúar 2021.
Lagt fram til kynningar.
Margrét yfirgaf fund kl. 8:15.

Gestir

 • Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:05

2.Fyrirspurn um aðalskipulag og landfyllingu - 2022010145

Á 1185. fundi bæjarráðs, þann 31. janúar 2022, var lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 28. janúar 2022, þar sem óskað var skriflegra svara um aðalskipulag Ísafjarðarbæjar og landfyllingu við Fjarðarstræti:

Í samningi um aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 við Arkís arkitekta var gert ráð fyrir að vinnu við aðalskipulagið yrði lokið 16.9.2021.
1. Hverjar eru helstu ástæður þess að vinnu við aðalskipulag 2020-2032 hefur seinkað jafn mikið og raun ber vitni?
2. Hver er staðan á vinnu við aðalskipulag? Hvaða verkþáttum er lokið og hvað stendur út af?
3. Hvenær er gert ráð fyrir verklokum?
4. Hversu mikið hefur verið greitt til Arkís vegna verkefnisins?

Meirihluti bæjarstjórnar hefur lagt mikla áherslu á vinnu við landfyllingu við Fjarðarstræti, sem nefnd hefur verið Norðurbakki.
1. Hver er tímalína þessa verkefnis?
2. Þarf sjóvarnargarður að vera tilbúinn áður en uppdæling úr sundunum hefst?
3. Hvar er gert ráð fyrir að efni verði tekið í nýjan sjóvarnargarð?

Bæjarráð fól bæjarstjóra að svara erindinu skriflega og leggja fyrir bæjarráð.

Er nú lagt fram svar Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 4. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

 • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:15

3.Beiðni um styrk til rekstrar Gróanda - 2022020018

Lagt fram erindi Hildar Dagbjartar Arnardóttur, f.h. Gróanda, dagsett 2. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir styrktarsamningi við Ísafjarðarbæ .
Bæjarráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023, og vísar málinu jafnframt til fræðslunefndar og umhverfis- og framkvæmdanefndar til umsagnar.

4.Kynning á starfsemi Bjargs íbúðafélags - 2022020025

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Önnu Kristínar Björnsdóttur f.h. Bjargs íbúðafélags, dagsettur 3. febrúar 2021, ásamt glærum (ódags.) með kynningu á starfsemi félagsins. Jafnframt lagt fram bréf Björns Traustasonar, framkvæmdastjóra Bjargs, dagsett 3. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir viðræðum um úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða í Ísafjarðarbæ.
Bæjarráð þakkar fyrir áhugaverða kynningu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

5.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2022 - 2022010031

Lögð fram tilkynning úr samráðsgátt stjórnvalda, dagsett 31. janúar 2022, þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneyti hefur birt til samráðs frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs (losun úrgangs í náttúrunni). Umsagnarfrestur er til 11. febrúar. Hægt er að kynna sér málið og senda umsögn á eftirfarandi vefslóð; https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3136
Bæjarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

6.Málefni hverfisráða - 2017010043

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar hverfisráðs Súgandafjarðar, sem haldinn var 13. janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

7.Vestfjarðastofa - fundargerðir 2021 - 2021010176

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnarfunda Vestfjarðastofu; 37. fundar frá 26. maí 2021, 38. fundar frá 11. ágúst 2021, 39. fundar frá 22. september 2021, 40. fundar frá 17. nóvember 2021, 41. fundar frá 8. desember 2021, 42. fundar frá 22. desember 2021 og 43. fundar frá 26. janúar 2022. Jafnframt lögð fram starfsáætlun Vestfjarðastofu fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

8.Íþrótta- og tómstundanefnd - 229 - 2201024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 229. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, en fundur var haldinn 2. febrúar 2022.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og tómstundanefnd - 229 Meirihluti nefndarinnar vísar uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar 2022-2027 til bæjarstjórnar til samþykktar. Fulltrúar Í-listans sitja hjá.

9.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 576 - 2201020F

Fundargerð 576. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar lögð fram til kynningar en fundur var haldinn 2. febrúar 2022.

Fundargerðin er í 14 liðum.
Lagt fram til kynningar.
Axel yfirgaf fund kl. 8:40.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 576 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að bæjarstjórn geri samkomulag við Skeið ehf. og Vestfirska Verktaka ehf. vegna lóða við Hafnarstræti 15 og 17 og Pollgötu 2 og 6, á Ísafirði, skv. 6. grein í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar frá 2011.
  „Bæjarstjórn er heimilt að úthluta svæðum til uppbyggingar til verktaka án þess að lóðir á viðkomandi svæði séu auglýstar til úthlutunar skv. gr. 1.1. Í slíkum tilvikum skal gerður samningur á milli aðila þar sem m.a. skal kveðið á um afmörkun svæðisins, byggingahraða og tryggingar fyrir greiðslu gatnagerðagjalda.“

  Lóðir á horni Suðurgötu og Njarðarsunds, einnig lóð á horni Mjósunds og Aðalstrætis, eru ekki lausar til úthlutunar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 576 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta byggingarrétti Ísafjarðarbæjar á Sindragötu 4a, Ísafirði, til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni, vegna byggingu íbúða skv. lögum nr.52/2016, um almennar íbúðir.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 576 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veita Háskólasetri Vestfjarða ses. vilyrði fyrir lóðinni við Fjarðarstræti 20, Ísafirði, skv. 6. grein í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar frá 2011.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 576 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga, hafnar- og iðnaðarsvæðis, vegna endurskoðunar á nýtingarhlutfalli lóða.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 576 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna fjarlægingar þjónustuvegar í Kubba.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 576 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarúthlutun við Túngötu 5 á Flateyri til Grænhöfða ehf. skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 576 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Holts í Önundarfirði undir fjarskiptaaðstöðu Neyðarlínunnar ohf.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?