Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
576. fundur 02. febrúar 2022 kl. 10:00 - 12:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
  • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir varamaður
  • Björgvin Hilmarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Aukafundur í skipulags- og mannvirkjanefnd vegna afgreiðslumála.

1.Fyrirspurn um lóðir frá Skeið ehf. - 2022010052

Garðar Sigurgeirsson, f.h. Skeiðs ehf. og Vestfirskra verktaka ehf., mætir til fundar við nefndina vegna óska þeirra um sex lóðir á Ísafirði fyrir byggingu fjölbýlishúsa, þ.e. 40-50 íbúðir. Sótt er um lóð við Hafnarstræti 15 og 17 (sameinaðar), Pollgötu 2, Pollgötu 6, lóð að horni Suðurgötu og Njarðarsunds, og lóð að horni Mjósunds og Aðalstrætis.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til að bæjarstjórn geri samkomulag við Skeið ehf. og Vestfirska Verktaka ehf. vegna lóða við Hafnarstræti 15 og 17 og Pollgötu 2 og 6, á Ísafirði, skv. 6. grein í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar frá 2011.
„Bæjarstjórn er heimilt að úthluta svæðum til uppbyggingar til verktaka án þess að lóðir á viðkomandi svæði séu auglýstar til úthlutunar skv. gr. 1.1. Í slíkum tilvikum skal gerður samningur á milli aðila þar sem m.a. skal kveðið á um afmörkun svæðisins, byggingahraða og tryggingar fyrir greiðslu gatnagerðagjalda.“

Lóðir á horni Suðurgötu og Njarðarsunds, einnig lóð á horni Mjósunds og Aðalstrætis, eru ekki lausar til úthlutunar.
Garðar Sigurgeirsson yfirgaf fundinn klukkan 10:35

2.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni - 2021100002

Vegna umsóknar Skeiðs ehf. um stofnframlag hefur sveitarfélagið tekið yfir umsókn fyrirtækisins og mun nýta framlag HMS til óstofnaðs félags á vegum nokkurra sveitarfélaga í kring um landið, þarf vilyrði fyrir lóð vegna styrkveitingar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að úthluta byggingarrétti Ísafjarðarbæjar á Sindragötu 4a, Ísafirði, til óstofnaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni, vegna byggingu íbúða skv. lögum nr.52/2016, um almennar íbúðir.

3.Húsnæðismál háskólanemenda - 2021050072

Lagt fram bréf Peters Weiss, forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða, og Sigríðar Ólafar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dagsett 25. janúar 2022, vegna húsnæðismála nemenda við Háskólasetur.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að veita Háskólasetri Vestfjarða ses. vilyrði fyrir lóðinni við Fjarðarstræti 20, Ísafirði, skv. 6. grein í úthlutunarreglum Ísafjarðarbæjar frá 2011.

4.Reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði - 2022010144

Bæjarráð vísar inn í skipulags- og mannvirkjanefnd endurskoðun samþykktar um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ, skv. erindi frá Daníel Jakobssyni, formanns bæjarráðs og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem barst með tölvupósti dags. 28. janúar 2022, auk greinargerðar um málið.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

5.Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ - 2021110044

Á 1185. fundi bæjarráðs, þann 31. janúar 2022, var málið tekið fyrir að beiðni Daníels Jakobssonar, formanns bæjarráðs og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Var lagður fram tölvupóstur Daníels Jakobssonar, dags. 28. janúar 2022, þar sem fram kemur sú tillaga að skipulagsnefnd verði falið að endurskoða samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ, auk greinargerðar um málið. Bæjarráð samþykkti að skipulags- og mannvirkjanefnd yrði falið að taka til endurskoðunar samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald vatnsveitu, stofngjald holræsa og byggingarleyfisgjald í Ísafjarðarbæ, og vísaði málinu til nefndarinnar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Suðurtanga, hafnar- og iðnaðarsvæðis, vegna endurskoðunar á nýtingarhlutfalli lóða.

6.Kubbi, fjarlæging vegslóða - 2020040047

Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs sækir um framkvæmdaleyfi f.h. Ísafjarðarbæjar vegna fjarlægingar þjónustuvegar í Kubba. Fylgigögn eru verklýsing frá Verkís, verðkönnunargögn frá Framkvæmdasýslu Ríkisins og uppdráttur frá Verkís dags. 11.05.2016
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu framkvæmdaleyfis vegna fjarlægingar þjónustuvegar í Kubba.

7.Ásýnd miðbæjar - Framkvæmdaáætlun 2021 - 2021020051

8.Árnagata 3_ Ósk um afturköllun á endurbyggingarkvöð - 2022010134

Einar Valur Kristjánsson, fh. Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf., óskar eftir að byggingarkvöð á Árnagötu 3 á Ísafirði verði aflétt. Við Árnagötu 3 stóð áður skipaþjónusta fyrirtækisins, en húsið brann til kaldra kola í desember 2017.
Frestað.

9.Sundstræti 36-38, eignarland og lóðarmál - 2020100045

Verkís ehf., fyrir hönd eigenda Hraðfrystihússins Norðurtanga ehf. og Kerecis hf., sækir um viðbótarlóð við Sundstræti 36 og 38 á Ísafirði. Sundstræti 36 er á eignarlóð en 38 er nýstofnuð lóð undir bílastæði fyrirtækisins. Meðfylgjandi er umsókn frá desember 2020 ásamt mæliblöðum Tæknideildar frá janúar 2022 eftir uppskipti lóðarinnar Sundstræti 36 fyrir matshluta 01 og matshluti 02 sameinast tilheyrir Sundstræti 38 sem stækkar þar af leiðandi um 540 fermetra.
Skipulags- og mannvirkjanefnd getur ekki fallist á að matshluti 02, í norðurenda, Sundstrætis 36 verði 38. Uppskipting lóðanna við Sundstræti 36 verði eftirfarandi: nr. 36 verði undir mhl. 01 og ný lóð nr. 36a verði fyrir mhl. 02.

Skipulags- og mannvirkjanefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum.

10.Túngata 5, Flateyri. Umsókn um atvinnuhúsalóð - 2021060039

Sigurður Hafberg hjá Grænhöfða ehf. sækir um byggingarlóð undir atvinnuhúsnæði við Túngötu 5 á Flateyri. Fylgiskjöl er rafræn umsókn dags. 7. júní 2021 og mæliblað lóðarinnar L141206 á Flateyrarodda.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila lóðarúthlutun við Túngötu 5 á Flateyri til Grænhöfða ehf. skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Gatnagerðargjald skal lagt á skv. a lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjöld í Ísafjarðarbæ. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun lóðar, staðfest af bæjarstjórn. Lóðunum er úthlutað í því ástandi sem þær eru og umsækjandi ber allan kostnað við að gera lóðirnar byggingahæfar.

11.Höfðarstígur 4-9. Umsókn um lóðir - 2022010149

Elías Guðmundsson, f.h. Nostalgíu ehf., sækir um lóðir við Höfðastíg 4-9 á Suðureyri. Umsækjandi óskar eftir samvinnu Ísafjarðarbæjar við gerð lóðanna þar sem landfyllingu vantar á hluta svæðisins.
Erindi frestað.

12.Holtsbugur -fjarskipti. Stofnun lóðar út úr landi Holts í Önundarfirði - 2022010121

Ásta Guðrún Beck, lögfræðingur á fasteignasviði Þjóðkirkjunnar-biskupsstofu, óskar eftir stofnun lóðar úr landi jarðarinnar Holts í Önundarfirði.
Fyrirhugað er að lóðin verði leigð á lóðarleigu til Neyðarlínunnar ohf. sem hyggst sækja um að reisa þar fjarskiptaaðstöðu (mastur, tækjahús og vararafstöð). Fyrir liggja drög að lóðarleigusamningi til 40 ára milli aðila.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til bæjarstjórn að heimila stofnun lóðar í landi Holts í Önundarfirði undir fjarskiptaaðstöðu Neyðarlínunnar ohf.

13.Starfsleyfi í Ísafjarðarbæ, umsagnir skipulagsfulltrúa - 2022010141

Þrjú ný starfsleyfi eru í vinnslu hjá Heilbrigðisnefnd Vestfjarða. Því óskar Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða eftir staðfestingu á því hvort að eftirfarandi atvinnurekstur samræmist gildandi skipulagsskilmálum og samþykktri notkun fasteignar:

1.
Fisherman ehf- Aðalgata 15- 430 Suðureyri - F2511684 Reykhús
2.
Hampiðjan ísland ehf Suðurtanga 14- 400 Ísafjörður- F2515826 Nótaþvottastöð
3.
Silfurtorg Jógasetur Mávagarður D - 400 Ísafjörður - F2358055 Jógasetur líkamsrækt


Skv. 6.gr.reglugerðar nr 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og menunarvarnareftirlit er eftirfarandi ákvæði -Nýr atvinnurekstur skal vera í samræmi við gildandi deiliskipulag. Deiliskipulag þarf þó ekki að vera til staðar vegna atvinnurekstrar, sbr. VII., IX. og X. viðauka, enda samrýmist starfsemin gildandi aðalskipulagi hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og sé í samræmi við samþykkta notkun fasteignar. Útgefandi starfsleyfis skal leita umsagnar viðkomandi skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa um þessa þætti.
Erindi frestað.

14.Dagverðardalur 17, Ísafirði. Umsókn um stækkun lóðar - 2022010136

Halldór Þórólfsson og Þórný María Heiðarsdóttir, lóðarhafar við Dagverðardal 17 sækja um stækkun lóðar undir fyrirhugað sumarhús sem verður reist sumarið 2022.
Búið er að steypa sökkla og reisa geymslu.
Meðfylgjandi er greinargerð með yfirlitsmynd sem sýnir aðstæður á lóðinni ásamt svæði sem sótt er um dagssett 27. janúar 2022.
Erindi frestað.

Fundi slitið - kl. 12:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?