Bæjarráð

1168. fundur 20. september 2021 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
 • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
 • Daníel Jakobsson formaður
 • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
 • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Haraldur Örn Reynisson, löggiltur endurskoðandi, mætir til fundar við bæjarráð í gegnum fjarfundabúnað til umræðu um fjárhagsáætlunargerð 2022.
Farið yfir fjárhagsáætlunargerð 2022 og lykiltölur vegna rekstrar sveitarfélagsins.

Gestir

 • Haraldur Örn Reynisson, löggiltur endurskoðandi - mæting: 08:10

2.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. september 2021, sem sýnir fyrstu drög að rammaáætlun 2022. Jafnframt fyrstu drög að launaáætlun 2021 og stöðu framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 17. september 2021, vegna upplýsinga um skatttekjur og laun fyrstu átta mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, ráðgjafi Ísafjarðarbæjar vegna Aðalskipulags 2020-2032 mætir til fundar við bæjarráð til kynningar um aðalskipulagsgerð.
Vinna og framkvæmd við aðalskipulagsgerð sveitarfélagsins rædd, sérstaklega hvað varðar uppfærslu á atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.

Gestir

 • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, ráðgjafi í skipulagsmálum

5.Lækjarós lóð 1 í Dýrafirði. Ósk um breytta skráningu sumarhúss í íbúðarhús - 2021090039

Alexander Hafþórsson, í umboði Lauru Alice Watts, eigandi sumarhússins við L189016 Lækjarós lóð 1 í Dýrafirði, fnr. 224-9938, sækir um breytta notkun hússins yfir í íbúðarhúsnæði með möguleika á lögheimilisskráningu í húsinu og heilsársbúsetu. Meðfylgjandi er erindisbréf frá Rétti -Aðalsteinsson & Partners ehf. dags. 7. September 2021.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum laga og reglugerða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari vinnslu og umsagnar til bæjarstjórnar.
Fylgiskjöl:

6.Brekka í Brekkudal_Ósk um breytingu frá sumarhúsi til lögbýlis - 2021090056

Eigendur Brekku í Brekkudal óska eftir breyttri notkun á sumarhúsi yfir í íbúðarhús með möguleika á heilsársbúsetu og skráningu lögheimilis sem fyrst. Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum laga og reglugerða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari vinnslu og umsagnar til bæjarstjórnar.

7.Skrúður á Núpi, Dýrafirði - friðlýsing - 2021090072

Lagt fram bréf Kristínar Huldu Sigurðardóttur og Péturs H. Ármannssonar f.h. Minjastofnunar Íslands, dagsett 10. september 2021, þar sem kynnt er að undirbúningur er hafinn að friðlýsingu Skrúðs í Dýrafirði. Ísafjarðarbæ er gefinn kostur á að koma á framfæri formlegum athugasemdum eigi síðar en 15. október 2021.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

8.Fyrirspurn um málefni aldraðra - 2021090076

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 20. september 2021, þar sem óskað er upplýsinga um málefni aldraðra.

1. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð á Hlíf 1?
2. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir rými á hjúkrunarheimilinu Eyri?
3. Hefur verið unnið að mótun aðgerða til að koma til móts við húsnæðisþörf aldraðra í sveitarfélaginu?
4. Hefur verið unnið að samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu á þessu kjörtímabili?
5. Óskað er eftir samantekt á þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni skriflega og leggja fyrir bæjarráð til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110 - 2109004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 110. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 14. september 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • 9.1 2021050043 Gjaldskrár 2022
  Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár dýrahalds, áhaldahúss, tjaldsvæða, vatnsveitu, fráveitu og búfjáreftirlits.
 • 9.2 2021050043 Gjaldskrár 2022
  Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að taka gjald vegna sorphirðu til skoðunar samhliða fasteignagjöldum.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 566 - 2109009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 566. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn þann 14. september 2021.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 566 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir fasteignina að Vallargötu 31, Þingeyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 566 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir fasteignina að Sandaskeri 5 á Þingeyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 566 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir fasteignina að Fjarðargötu 49 á Þingeyri.
 • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 566 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Freyr Björnsson og Kristín Úlfarsdóttir fái lóðina við Fífutungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?