Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1168. fundur 20. september 2021 kl. 08:00 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Arna Lára Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Haraldur Örn Reynisson, löggiltur endurskoðandi, mætir til fundar við bæjarráð í gegnum fjarfundabúnað til umræðu um fjárhagsáætlunargerð 2022.
Farið yfir fjárhagsáætlunargerð 2022 og lykiltölur vegna rekstrar sveitarfélagsins.

Gestir

  • Haraldur Örn Reynisson, löggiltur endurskoðandi - mæting: 08:10

2.Fjárhagsáætlun 2022 - 2021040035

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. september 2021, sem sýnir fyrstu drög að rammaáætlun 2022. Jafnframt fyrstu drög að launaáætlun 2021 og stöðu framkvæmdaáætlunar fyrir árið 2021.
Lagt fram til kynningar.

3.Mánaðaryfirlit - 2021 - 2021030032

Lagt fram til kynningar minnisblað Ásgerðar Þorleifsdóttur, deildarstjóra launadeildar, og Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 17. september 2021, vegna upplýsinga um skatttekjur og laun fyrstu átta mánuði ársins.
Lagt fram til kynningar.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, ráðgjafi Ísafjarðarbæjar vegna Aðalskipulags 2020-2032 mætir til fundar við bæjarráð til kynningar um aðalskipulagsgerð.
Vinna og framkvæmd við aðalskipulagsgerð sveitarfélagsins rædd, sérstaklega hvað varðar uppfærslu á atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar.

Gestir

  • Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, ráðgjafi í skipulagsmálum

5.Lækjarós lóð 1 í Dýrafirði. Ósk um breytta skráningu sumarhúss í íbúðarhús - 2021090039

Alexander Hafþórsson, í umboði Lauru Alice Watts, eigandi sumarhússins við L189016 Lækjarós lóð 1 í Dýrafirði, fnr. 224-9938, sækir um breytta notkun hússins yfir í íbúðarhúsnæði með möguleika á lögheimilisskráningu í húsinu og heilsársbúsetu. Meðfylgjandi er erindisbréf frá Rétti -Aðalsteinsson & Partners ehf. dags. 7. September 2021.

Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum laga og reglugerða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari vinnslu og umsagnar til bæjarstjórnar.
Fylgiskjöl:

6.Brekka í Brekkudal_Ósk um breytingu frá sumarhúsi til lögbýlis - 2021090056

Eigendur Brekku í Brekkudal óska eftir breyttri notkun á sumarhúsi yfir í íbúðarhús með möguleika á heilsársbúsetu og skráningu lögheimilis sem fyrst. Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum laga og reglugerða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð vísar málinu aftur til skipulags- og mannvirkjanefndar til frekari vinnslu og umsagnar til bæjarstjórnar.

7.Skrúður á Núpi, Dýrafirði - friðlýsing - 2021090072

Lagt fram bréf Kristínar Huldu Sigurðardóttur og Péturs H. Ármannssonar f.h. Minjastofnunar Íslands, dagsett 10. september 2021, þar sem kynnt er að undirbúningur er hafinn að friðlýsingu Skrúðs í Dýrafirði. Ísafjarðarbæ er gefinn kostur á að koma á framfæri formlegum athugasemdum eigi síðar en 15. október 2021.
Bæjarráð vísar málinu til skipulags- og mannvirkjanefndar.

8.Fyrirspurn um málefni aldraðra - 2021090076

Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn Örnu Láru Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Í-listans, dags. 20. september 2021, þar sem óskað er upplýsinga um málefni aldraðra.

1. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir íbúð á Hlíf 1?
2. Hversu margir einstaklingar eru á biðlista eftir rými á hjúkrunarheimilinu Eyri?
3. Hefur verið unnið að mótun aðgerða til að koma til móts við húsnæðisþörf aldraðra í sveitarfélaginu?
4. Hefur verið unnið að samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu á þessu kjörtímabili?
5. Óskað er eftir samantekt á þjónustu við aldraða í sveitarfélaginu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara fyrirspurninni skriflega og leggja fyrir bæjarráð til kynningar.

9.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110 - 2109004F

Lögð fram til kynningar fundargerð 110. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar, en fundur var haldinn 14. september 2021.

Fundargerðin er í fjórum liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 9.1 2021050043 Gjaldskrár 2022
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár dýrahalds, áhaldahúss, tjaldsvæða, vatnsveitu, fráveitu og búfjáreftirlits.
  • 9.2 2021050043 Gjaldskrár 2022
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110 Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að taka gjald vegna sorphirðu til skoðunar samhliða fasteignagjöldum.

10.Skipulags- og mannvirkjanefnd - 566 - 2109009F

Lögð fram til kynningar fundargerð 566. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar, en fundur var haldinn þann 14. september 2021.

Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 566 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir fasteignina að Vallargötu 31, Þingeyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 566 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir fasteignina að Sandaskeri 5 á Þingeyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 566 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir fasteignina að Fjarðargötu 49 á Þingeyri.
  • Skipulags- og mannvirkjanefnd - 566 Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Freyr Björnsson og Kristín Úlfarsdóttir fái lóðina við Fífutungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?