Umhverfis- og framkvæmdanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
110. fundur 14. september 2021 kl. 08:35 - 10:00 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir formaður
  • Steinunn Guðný Einarsdóttir varaformaður
  • Alberta G Guðbjartsdóttir varamaður
  • Helga Dóra Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Magnús Einar Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Axel Rodriguez Överby sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Tillaga að gjaldskrám fyrir umhverfis- og eignasvið 2022 vegna dýrahalds, áhaldahúss, tjaldsvæða, vatnsveitu, fráveitu og búfjáreftirlits lögð fram til samþykktar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrár dýrahalds, áhaldahúss, tjaldsvæða, vatnsveitu, fráveitu og búfjáreftirlits.

2.Gjaldskrár 2022 - 2021050043

Tillaga að gjaldskrá sorphirðu fyrir árið 2022 lögð fram.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarráð að taka gjald vegna sorphirðu til skoðunar samhliða fasteignagjöldum.

3.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lagðar fram tillögur hverfisráða vegna framkvæmdaáætlunar 2022-2032.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur sviðsstjóra að uppfæra fjárfestingaráætlun í samræmi við athugasemdir og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til samþykktar.

4.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Skipulagsfulltrúi kynnti vinnu við endurskoðun á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2021-33 á 99. fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar, þar sem nefndinni var falið að endurskoða og móta stefnu um umhverfis- og náttúruverndarmál.
Um er að ræða kafla um NÁTTÚRU OG SAMFÉLAG í greinargerðinni.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?