Skipulags- og mannvirkjanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
566. fundur 15. september 2021 kl. 10:00 - 11:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Anton Helgi Guðjónsson varaformaður
  • Þóra Marý Arnórsdóttir formaður
  • Ragnar Ingi Kristjánsson varamaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Guðfinna M Hreiðarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Þuríður Magnúsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2020-2032 - 2020070011

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, skipulagsráðgjafi kynnir stöðu og næstu skref varðandi endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd bendir á að mikilvægt er að allar nefndir og ráð bæjarins sem koma að mótun stefnu um aðalskipulagið, hraði vinnunni eins og kostur er.

2.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094

Lögð fram framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2022-2032.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur verkefnin mikilvæg og leggur áherslu á að verkefnunum verði forgangsraðað. Nefndin vekur athygli á að inn í áætlun þurfi að gera ráð fyrir uppbyggingu Seljalandshverfis.

3.Meltutankur á Þingeyri, umsókn um lóð - 2020030079

Lögð fram tillaga hafnarstjórnar af fundi sem haldinn var 14. maí sl., um að meltutankur skyldi vera staðsettur á landfyllingu þar sem hafnarstjórn telur að starfsemi af þessu tagi sé best fyrir komið á landfyllingu sem væri útbúin vestan við löndunarbryggju. Einnig er lagður fram tölvupóstur frá hverfisráði Þingeyrar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur undir athugasemdir frá hverfisráði Þingeyrar. Formanni nefndarinnar og skipulagsfulltrúa falið að funda með hlutaðeigandum um málið.

4.Ósk um geymslusvæði undir eldisbúnað. Sandar, Dýrafirði - 2021080014

Daníel Jakobsson f.h. Arctic fish ehf. óskar eftir svæði undir geymslu á eldisbúnaði og fleira sem tengist fiskeldi. Svæðið sem um ræðir er í landi Sanda í Dýrafirði og er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Frístundasvæði F25 undir Sandafelli nýtir sér sömu aðkomu.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna. Erindi frestað.
Lína Björg Tryggvadóttir yfirgaf fundinn klukkan 10:50.
Ragnar Ingi Kristjánsson mætti til fundar 10:50.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir mætti til fundar 10:50.

5.Suðurtangi, Ísafirði. Umsókn um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir - 2021080068

Arnar Arnfinnsson hjá Borgarverki sækir um stöðuleyfi til 12 mánaða við Suðurtanga á Ísafirði. Þetta er hugsað undir 14 (20 feta) gáma sem verða notaðir sem vinnubúðir fyrirtækisins vegna framkvæmda við Sundahöfn. Fylgiskjöl eru loftmynd og undirrituð umsókn frá 25. ágúst 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram með útgáfu leyfis.

6.Hjarðardalur ytri 1 og 2, Önundarfirði. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna niðurrifs - 2021080016

Sigríður Brynleifsdóttir og Steinþór Kristjánsson hjá Legg og skel ehf. landeigendur Hjarðardals ytri 1 og 2 í Önundarfirði, sækja um heimild til niðurrifs á gömlu íbúðarhúsi á jörðinni. Fylgiskjöl eru umókn dags. 15. mars 2021 ásamt starfsleyfi heilbrigðisteftirlits Vestfjarða sem gildir til 1. október 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.

7.Dagverðardalur 2 - Ósk um stækkun lóðar - 2021080022

Kristján Guðmundur Jóhannsson sækir um að stækka sumarhúsalóðina Dagverðardal 2 á Ísafirði. Í dag er lóðin 740 fermetrar. Eftir stækkun upp á 171 fermeter yrði lóðin alls 911 fermetrar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir erindið.

8.Vallargata 31, Þingeyri. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021010091

Ragnheiður H. Ingadóttir og Ólafur K. Skúlason sækja um gerð lóðarleigusamnings skv. umsókn dags 20. janúar 2021. Fylgiskjöl eru samkomulag frá 29. apríl 2021 við eiganda Vallargötu 29 sem lætur eftir hluta af sinni lóð og uppfærð mæliblöð tæknideildar frá 6. júlí 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir fasteignina að Vallargötu 31, Þingeyri.

9.Sandasker 5, 470. Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi - 2021080030

Sigríður Fjóla Þórðardóttir f.h. dánarbús Þórðar Sigurðssonar, sækir um endurnýjun á lóðarleigusamningi vegna Sandaskers 5 á Þingeyri. Fylgigögn eru undirrituð umsókn frá 5. ágúst 2021 og mæliblað tæknideildar frá 9. september 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings fyrir fasteignina að Sandaskeri 5 á Þingeyri.

10.Fjarðargata 49, 470. Umsókn um lóðarleigusamningsgerð - 2021080059

Kjartan Bjarnason í umboði Sylvíu Ólafsdóttur, sækir um gerð lóðarleigusamnings vegna Fjarðargötu 49 á Þingeyri. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 20. ágúst 2021 og mæliblað tæknideildar frá 9. september 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að heimila útgáfu lóðarleigusamnings fyrir fasteignina að Fjarðargötu 49 á Þingeyri.

11.Sjávargata 12, Þingeyri. Ósk um deiliskipulagsbreytingu - 2021060013

Viðar Magnússon f.h. Sæverks ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi Þingeyrar vegna lóðarinnar Sjávargötu 12, með erindi dags. 16. mars 2021. Óskað er eftir heimild til stækkunar og færslu á byggingarreit, aukinni mænishæð og nýtanlegu millilofti. Fylgiskjöl eru erindisbréf og uppfærður uppdráttur dags. 10. september 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd telur frávik frá gildandi deiliskipulagi of mikil varðandi stærð, hæð og nýtingarhlutfall lóðar. Jafnframt telur nefndin nálægðina við grunnskólann of mikla. Erindinu hafnað.

12.Öldugata 1b og 1, ósk um sameiningu lóða - 2021080073

Stanislaw Kordek, annar eigandi að Öldugötu 1b á Flateyri, óskar eftir að stækka lóð og sameina við Öldugötu 1, en í gildandi deiliskipulagi Flateyrar er gert ráð fyrir að þetta svæði sé lóðir undir nýbyggingar. Fylgiskjöl eru undirrituð umsókn frá 25. ágúst 2021 og tillaga að lóðarblaði eftir sameiningu. Öldugata 1b er nú 480 fm að stærð en eftir sameiningu yrði lóðin 1.320 fm.
Skipulags- og mannvirkjanefnd hafnar erindinu.

13.Fífutunga 6, Ísafirði. Umsókn um einbýlishúsalóð - 2021090037

Freyr Björnsson og Kristín Úlfarsdóttir sækja um lóð undir einbýlishús að Fífutungu 6 á Ísafirði, skv. rafrænni umsókn sem barst 5. september 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að Freyr Björnsson og Kristín Úlfarsdóttir fái lóðina við Fífutungu 6, Ísafirði skv. umsókn, með þeim reglum sem í gildi eru og settar kunna að verða. Lóðarumsókn fellur úr gildi hafi teikningar ekki borist Ísafjarðarbæ innan 6 mánaða og framkvæmdir ekki hafist innan 12 mánaða frá úthlutun.
Fylgiskjöl:

14.Lækjarós lóð 1 í Dýrafirði. Ósk um breytta skráningu sumarhúss í íbúðarhús - 2021090039

Alexander Hafþórsson, í umboði Lauru Alice Watts, eigandi sumarhússins við L189016 Lækjarós lóð 1 í Dýrafirði, fnr. 224-9938, sækir um breytta notkun hússins yfir í íbúðarhúsnæði með möguleika á lögheimilisskráningu í húsinu og heilsársbúsetu. Meðfylgjandi er erindisbréf frá Rétti -Aðalsteinsson & Partners ehf. dags. 7. september 2021.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum laga og reglugerða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Fylgiskjöl:

15.Brekka í Brekkudal_Ósk um breytingu frá sumarhúsi til lögbýlis - 2021090056

Eigendur Brekku í Brekkudal óska eftir breyttri notkun á sumarhúsi yfir í íbúðarhús með möguleika á heilsársbúsetu og skráningu lögheimilis sem fyrst.
Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum laga og reglugerða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

16.Sjávargata 12_Umsókn um stöðuleyfi - 2021090055

Viðar Magnússon óskar eftir stöðuleyfi vegna gáms sem verður notaður sem vinnubúðir fyrir nýframkvæmdir að Sjávargötu 12, Þingeyri.
Málinu frestað og vísað til máls númer 2021 06 0013.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?