Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1127. fundur 26. október 2020 kl. 08:05 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Birgir Gunnarsson bæjarstjóri
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Dagskrá og verkefni bæjarráðs - 2019050047

Verkefnalisti bæjarráðs kynntur.
Verkefnalisti yfirfarinn.

2.Lánsumsókn 2020 - 2020100091

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 23. október 2020, þar sem lagt er til að bæjarstjórn samþykki að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000, vegna framkvæmda ársins 2021 og afborgana eldri lána, í samræmi við viðauka 14, sem samþykktur var á 463. fundi bæjarstjórnar þann 15. október 2020, og veiti Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra, umboð til undirritunar lánasamnings.

Jafnframt lagður fram lánasamningur sveitarfélagsins við Lánasjóð sveitarfélaga, til samþykktar og undirritunar.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði - 2020040001

Lagt er fram minnisblað frá Birgi Erni Birgissyni lögfræðingi Consensa, dags. 21. oktober 2020, þar sem farið er yfir samningsstöðu Ísafjarðarbæjar m.t.t. beinna innkaupa eða að hefja útboðsferli að nýju vegna fjölnota knattspyrnuhúss á Torfnesi.

Lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til minnisblaðs um hvernig áframhaldandi vinnu skuli háttað.
Málinu frestað til næsta fundar.

Gestir

  • Axel R. Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:15

4.Fyrirspurn vegna fótboltahúss - 2020090095

Lagt er fram minnisblað Axel R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. okt. 2020, vegna fyrirspurnar Nannýar Örnu Guðmundsdóttur, f.h. Í-listans sem lögð fram fram á 1124. fundi bæjarráðs, þann 5. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Í-lista þakkaði greinargóð svör.

5.Snjómokstur Ísafirði og Hnífsdal, útboð. - 2019100083

Lagt fram minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 23. október 2020, varðandi töku tilboða í snjómokstur.
Nanný Arna Guðmundsdóttir leggur fram eftirfarandi breytingartillögu við tillögu sviðsstjóra samkvæmt minnisblaðinu:

„Lagt er til að þar til útboð hefur farið fram og gengið hefur verið frá þjónustusamningum við verktaka verður snjómokstri háttað þannig að þjónustumiðstöð taki fyrsta kúf sem það ræður við, en getur svo kallað eftir verktökum samkvæmt þjónustusamningum sem gerðir voru á grundvelli fyrra útboðsverðs.“

Breytingartillagan samþykkt, auk þess sem bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra, að teknu tilliti til breytingartillögu.

6.Tungubraut 2-8 - 2020060112

Lagður er fram tölvupóstur frá Ómari Guðmundssyni f.h. Nýjatúns ehf., dags. 14. okt. sl., þar sem óskað er eftir þvi að gefnir verði út lóðaleigusamningar vegna framkvæmda við Tungubraut 2-8, jafnframt er kynnt minnisblað Axels R. Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. október 2020, auk minnisblaðs sviðsstjóra dags. 23. október 2020.

Málinu var frestað á 1126. fundi bæjarráðs, þann 20. október 2020.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gefa út lóðaleigusamning og endurskoða reglur um úthlutun á lóðum fyrir íbúðar-, sumarhúsa- og atvinnuhúsnæði, í samræmi við umræður og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.

7.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Axel Rodriguez Överby, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dags. 21. okt. 2020, með tillögu um að bæjarstjórn samþykki kauptilboð í íbúð 0303 í Sindragötu 4a, Ísafirði.
Bæjarráð hafnar tilboðinu að svo stöddu, en hvetur tilboðsgjafa að skila inn nýju tilboði eftir að eignin hefur verið auglýst.

8.Öryggishnappavakt - 2020090093

Lagt fram minnisblað Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 22. október 2020, vegna öryggishnappa á Hlíf og víðar, þar sem lagt er til hvernig framhald þjónustunnar verði háttað.
Bæjarráð samþykkir tillögur bæjarstjóra um framhald þjónustunnar.

9.Amazing Westfjords - hafnargjöld og Covid-19 - 2020100093

Lagt fram bréf Ragnars Ágústs Kristinssonar, f.h. Amazing Westfjords, dags. 16. september 2020, þar sem óskað er lækkunar á hafnargjöldum vegna verkefnaskorts í heimsfaraldri.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til hafnarstjórnar til úrvinnslu með almennum hætti.

10.Málefni safna í Ísafjarðarbæ - 2019080002

Lögð fram til kynningar þarfagreining vegna safngeymslumála Byggðasafns, Skjalasafns og Listasafns, dags. 7. október 2020, unnin af Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur, forstöðumanni Skjala- og ljósmyndasafns Ísafjaðar, og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða, vegna beiðnar sem fram kom á 153. fundi atvinnnu- og menningarmálanefndar þann 17. september 2020.

Á 154. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar, þann 22. október 2020, var þarfagreiningin lögð fram og efirfarandi bókað:

„Nefndin þakkar góða greiningu og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að finna framtíðarlausn fyrir safngeymslur sveitarfélagsins.

Málinu vísað til bæjarráðs.“
Lagt fram til kynningar.

11.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 20. október 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000 (jöfnun atkvæðavægis), 27. mál.
Umsagnarfrestur er til 3. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

12.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Kormáks Axelssonar, f.h. allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 20. október 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 85. mál.

Umsagnarfrestur er til 3. nóvember nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

13.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 21. október 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (hækkun lífeyris), 25. mál.
Umsagnarfrestur er til 10. nóvember nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

14.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. velferðarnefndar Alþingis, dags. 22. október 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), 28. mál.

Umsagnarfrestur er til 11. nóvember nk.
Málinu vísað til velferðarnefndar.

15.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Sigrúnar Helgu Sigurjónsdóttur, f.h. umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 22. október 2020, þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.
Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

16.Húsafriðunarstyrkir 2020-2021 - 2020100076

Lagður fram til kynningar tölvupóstur og bréf Minjastofnunar Íslands, dags. 21. október 2020, þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði 2021. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2020.

Úr húsafriðunarsjóði eru m.a. veittir styrkir til sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð.

Jafnframt verða veittir styrkir úr húsafriðunarsjóði til viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, svo og byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.
Lagt fram til kynningar.

17.Kirkjuból í Korpudal - Endurheimt votlendis - 2019090050

Lagt fram til kynningar tölvupóstur votlendissjóðs, dags. 11. október 2020, þar sem tilkynnt er um að endurheimt votlendis á Kirkjubóli í Korpudal lauk þann 12. október 2020.
Fram kemur að svæðið sem hefur verið endurheimt er 24 hektarar að stærð. Með framkvæmdinni er stöðvuð árleg losun uppá 480 tonn af koltvísýringi. Það er sambærileg losun og kemur frá 240 nýlegum fólksbílum á einu ári. Uppsöfnuð endurheimt þessa svæðis til átta ára er 3.840 tonn og það munar um minna í baráttunni við loftslagsvandann
Lagt fram til kynningar.

18.Umsögn um frumvarp til fjárlaga 2021 - 2020100090

Lögð fram til kynningar umsögn Aðalsteins Óskarssonar, sviðsstjóra byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, um fjárlög 2021, dags. 22. október 2020, þar sem greinir frá eindregnu ákalli til stjórnvalda að landshlutinn lendi nú ekki enn og aftur í þeirri stöðu að dregið verði úr fjárfestingum á Vestfjörðum. Samkeppnisstaða landshlutans sé skekkt vegna stöðu innviða, þ.e. afhendingaröryggis raforku, vegakerfis, gagnaflutnings, fjarskipa, hafna og flugvalla auk ofanflóðavarna. Áhrif þessa á daglegan rekstur atvinnulífs og samfélaga koma fram í aukakostnaði til lengri tíma í flutningi afurða, að sækja þjónustu, kaupa aðföng o.s.frv. Á sama tíma eru tækifæri á grundvelli nýsköpunar mörg, en nauðsynlegt er að ríkisstjórnin hugi að fjárfestingum í landshlutanum.
Lagt fram til kynningar.

19.35. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2020010076

Lagður er fram tölvupóstur Vals Rafns Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. október sl., ásamt fundarboði Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra, dags. 16. október sl., á 35. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 18. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

20.Fundargerðir 2019-2020 - Samband íslenskra sveitarfélaga - 2019090035

Lagður fram tölvupóstur Vals R. Halldórssonar, f.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. október 2020, ásamt fundargerð 889. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var föstudaginn 16. október sl.
Lagt fram til kynningar.

21.Atvinnu- og menningarmálanefnd - 154 - 2010020F

Lögð fram til kynningar fundargerð 154. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar, sem haldinn var 22. október 2020.

Fundargerðin er í fimm liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 154 Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2020.

    Nefndin ákveður að styrkja eftirfarandi verkefni:
    1. Bergþór Pálsson, hádegistónleikar - kr. 80.000
    2. Félag ferðaþjóna í Önundarfirði, viðburðir á Flateyri - kr. 190.000
    3. Litli leikklúbburinn, leiksýning - kr. 190.000
    4. Lísbet Ólafardóttir, Halla Mía Ólafsdóttir, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, "Heyrðu" - í Heimabyggð -kr. 120.000.
    5. Signý Þöll Kristinsdóttir, tónleikar á Dýrafjarðarhelgi - kr. 45.000.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 154 Nefndin þakkar góða greiningu og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að finna framtíðarlausn fyrir safngeymslur sveitarfélagsins.

    Málinu vísað til bæjarráðs.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 154 Umræður fóru fram.

    Nefnin vinna áfram að endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2021-2033.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 154 Lagt fram til kynningar.
  • Atvinnu- og menningarmálanefnd - 154 Lagt fram til kynningar.

22.Fræðslunefnd - 420 - 2010018F

Lögð fram til kynningar fundargerð 420. fundar fræðslunefndar, sem haldinn var 22. október 2020.

Fundargerðin er í þremur liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 22.2 2020050032 Fjárhagsáætlun 2021
    Fræðslunefnd - 420 Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að gjaldskrá skólasviðs hækki í samræmi við lífskjarasamninga.

23.Íþrótta- og tómstundanefnd - 214 - 2010015F

Lögð fram til kynningar fundargerð 214. fundar íþrótta- og tómstundanefndar, sem haldinn var 21. október 2020.

Fundargerðin er í sex liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • 23.2 2020050032 Fjárhagsáætlun 2021
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 214 Gjaldskrá lögð fram til kynningar og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
  • 23.3 2020050032 Fjárhagsáætlun 2021
    Íþrótta- og tómstundanefnd - 214 Gjaldskrá lögð fram til kynningar og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.
  • Íþrótta- og tómstundanefnd - 214 Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir samstarfssamning með viðaukum og leggur til samþykktar í bæjarstjórn.

24.Velferðarnefnd - 451 - 2009024F

Lögð fram til kynningar fundargerð 451. fundar velferðarnefndar, sem haldinn var 1. október 2020.

Fundargerðin er í tveimur liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?