Menningarmálanefnd

154. fundur 22. október 2020 kl. 10:30 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Styrkir til menningarmála 2020 - 2020010033

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir menningarmála vegna haustúthlutunar 2020, en málinu var frestað til næsta fundar, á 153. fundi nefndarinnar þann 17. september 2020.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2020.

Nefndin ákveður að styrkja eftirfarandi verkefni:
1. Bergþór Pálsson, hádegistónleikar - kr. 80.000
2. Félag ferðaþjóna í Önundarfirði, viðburðir á Flateyri - kr. 190.000
3. Litli leikklúbburinn, leiksýning - kr. 190.000
4. Lísbet Ólafardóttir, Halla Mía Ólafsdóttir, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, "Heyrðu" - í Heimabyggð -kr. 120.000.
5. Signý Þöll Kristinsdóttir, tónleikar á Dýrafjarðarhelgi - kr. 45.000.

2.Málefni safna í Ísafjarðarbæ - 2019080002

Á 153. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar, þann 17. september 2020, fól nefndin starfsmanni að kalla eftir þarfagreiningu á geymslurými fyrir byggðasafn og skjala-, ljósmynda- og listasafn sveitarfélagsins.

Lögð er nú fram þarfagreining vegna safngeymslumála Byggðasafns, Skjalasafns og Listasafns, dags. 7. október 2020, unnin af Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur, forstöðumanni Skjala- og ljósmyndasafns Ísafjaðar, og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða.


Nefndin þakkar góða greiningu og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að finna framtíðarlausn fyrir safngeymslur sveitarfélagsins.

Málinu vísað til bæjarráðs.

3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Atvinnu- og menningarmálanefnd endurskoðar Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033.
Umræður fóru fram.

Nefnin vinna áfram að endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2021-2033.

4.Munir til varðveislu - slit á félagi - 2020090008

Lagt fram til kynningar bréf Jónu Símoníu Bjarnardóttur, forstöðumanns Byggðasafn Vestfjarða, dags. 30. september 2020, þar sem upplýst er um að munir í eigu Húsmæðraskólanum Ósk hafa verið formlega gefnir Byggðasafninu. Safnið mun fara yfir munina, koma skjölum á skjalasafn og hreinsa úr safninu.

Jafnframt lagt fram til kynningar yfirlýsing stjórnar Kvenfélagsins Óskar, dags. 11. september 2020, vegna málsins.

Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar, á 1124. fundi sínum, þann 5. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

5.Skýrslur ferðamála á Þingeyri - 2020090099

Lögð fram til kynningar skýrsla Jónínu Hrannar Símonardóttur, formanns Koltru, dags. 20. september 2020, vegna Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri fyrir árið 2020.

Málið var jafnframt kynnt á 1124. fundi bæjarráðs þann 5. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?